Leita í fréttum mbl.is

Spurningin er þá hvort hann sé í raun og veru ekki dragbítur?

Nei, þessu trúi ég einfaldlega ekki, að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi ekki haft vitneskju um að KPMG hafi verið beiðið um að sinna því veigamikla verkefni sem skilanefnd gamla Glitnis óskaði eftir að þeir inntu af hendi.

Þessu trúi ég einfaldlega ekki.  Það er þrennt sem kemur til greina að mínu mati, ráðherrann hefur kosið að fara með rangt mál til þess að forðast óþægilegra spurninga, í ráðuneytinu er upplýsingagjöf til ráðherra í molum eða ráðherrann sjálfur er ekki starfi sínu vaxinn.

Undanfarnar vikur hefur ráðherrann upplýst hve í raun hann er vanhæfur í starf ráðherra.  Komið hefur í ljós að hann var ekki með upplýsingar á hreinu þegar bankahrunið varð, hann virtist ekki vera með á hreinu hver staðan var þegar bankahrunið átti sér stað, hann er ekki með á hreinu hvernig verið er að vinna úr málefnum bankanna, hann virðist ekki vera í beinu sambandi fjármálaeftirlitið, Seðlabankann né aðra.

Maður hlýtur að setja spurningamerki við störf ráðherrans þar sem hann virðist vera svo illa inni í þjóðfélagsmálum eins og raun ber vitni.  Sú staða sem uppi er í þjóðfélaginu er grafalvarleg og er ég þess fullviss að flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vinna hörðum höndum við lausn mála og þess vegna hlýtur það að teljast afar óheppilegt að viðskiptaráðherra skuli ekki vera betur að sér í þessum málum, spurningin er þá hvort hann sé í raun og veru ekki dragbítur á það starf sem ríkisstjórnin er annars að vinna.


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Þessi maður viðrist nú oftast einfaldlega segja það sem hann heldur að fólk vilji heyra þegar hann kemst í námuda við hljóðnema. Það skiptir nefnilega ekki alla máli að vera samkvæmir sjálfum sér, segja satt og fylgja öðrum slíkum lummó prinsippum svo lengi hljómfögur röddin nær að óma sem mest.

Sveinn Tryggvason, 9.12.2008 kl. 23:54

2 identicon

Já furðulegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:08

3 identicon

Þú áttar þig kannski ekki á því en þarna ertu að lýsa allri ríkisstjórninni.  Það sorglega við þetta alltsaman er sú staðreind að meðan við sökkvum dýpra og dýpra í drullufenið sem þessi ríkisstjórn er búin að koma okkur í (með hjálp gráðugra og óheiðarlegra braskara) þá snúast allir þessi snillingar í kringum rassinn á sjálfum sér og virðast vera meira uppteknir við að frýja sjálfa sig allri sök heldur en að einbeita sér að því að koma þjóðardollunni á flot aftur.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:32

4 identicon

Rannsóknin á að byrja í stjórnarráðinu:
Forsætisráðherra: Tengsl konu hans við FL Group m.a.
Fjármálaráðherra: SPH og Byr, hvað fékk hann mikið útúr því dæmi og afhverju?
Menntamálaráðherra: Tengsl við Kaupþing
Utanríkisráðherra: Tengsl við JÁJ og Baug.
Iðnaðarráðherra: Lak upplýsingar, REI-málið
Viðskiptaráðherra: Sjá hér að ofan.

Gleymdi ég einhverjum?

palli (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband