Leita í fréttum mbl.is

Formaður Vinstri grænna tefur framgang mála

 SteingrimurJSigfussonIMG_2837

Það hefur nú komið í ljós hvers vegna Björn Bjarnason, dóms-og kirkjumálaráðherra hefur ekki tekist að stofna fyrirhugaða rannsóknarnefnd sem á að fá það verkefni að skoða hrun bankanna hér á landi.  Þrátt fyrir ítrekaða gagnrýni Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna á seinagang ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur komið í ljós að hann sjálfur er aðal orsökin fyrir því að nefndin hefur ekki tekið til starfa.

Það er formaður Vinstri grænna sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að skoða þær alvarlegu ásakanir sem fjöldin allur af einstaklingum hefur þurft að sitja undir, það er formaður Vinstri grænna sem hefur hamlað því að hægt sé að skoða málin ofan í kjölinn og velta við öllum steinum svo sannleikurinn komi í ljós.  Þetta kom í ljós þegar Björn Bjarnason, dómsmálaherra flutti ræðu í alþingi seinnipart mánudags.

Ég tek mér það bessaleyfi að setja inn hluta af ræðu Björns hér

"Virðulegi forseti. Síðastliðinn föstudag var til umræðu frumvarp frá mér um sérstakan saksóknara og ég vona að hv. allsherjarnefnd flýti afgreiðslu þess máls og það verði að lögum. Það er nauðsynlegt að velta hverjum steini varðandi þau mál sem upp hafa komið, bæði af hálfu saksóknara og einnig af hálfu annarra aðila, og ég fagna því að á Alþingi er unnið að því að móta tillögur um sérstaka nefnd sem taki þetta að sér. Það var undarlegt að heyra hv. þingmann Vinstri grænna kvarta undan því áðan í ræðu að það hefði tafist að koma þessu starfi á vegum þingsins á legg þegar við þingmenn vitum að það er hv. formaður Vinstri grænna sem helst hefur tafið fyrir þessu verki innan veggja þingsins. Það er helst hann með fyrirvörum sínum og sinni afstöðu sem hefur spillt því að samstaða næðist um það (SJS: Þetta er þvættingur og ?) að koma þeirri nefnd á laggirnar. (SJS: Étt´ann sjálfur.)

Virðulegi forseti. Er þetta orðbragð sem á við í þingsölum?

(Forseti(RR):Forseti biður hv. þingmenn um að gæta hófs í orðavali.)

Þingmenn Vinstri grænna geta ekki komið hér og staðið og sagt að verið sé að tefja það að koma á laggirnar rannsóknarnefndum og síðan stendur formaður þeirra í vegi fyrir því að samstaða náist í þingsalnum um þetta og meðal forsætisnefndar.

(Forseti(RR):Forseti biður hv. þingmenn um að gæta hófs í framgöngu.)

Það verður að hafa þessa hluti eins og þeir eru og menn verða að ræða þá eins og þeir eru og ekki fara í neinn feluleik með þetta frekar en annað sem þarf að ræða í þingsalnum og meðal þjóðarinnar þegar fjallað er um þessi mál. Menn verða að standa við það og ef þeir geta það ekki og vilja ekki samstöðu um þetta í þinginu þá verður það að koma fram að þá verður að upplýsa það."

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um reiddist Steingrímur mjög við það að ráðherra kæmi fram með þessar upplýsingar enda eðlilegt þar sem hann hafi fyrr um daginn gagnrýnt seinagang vegna málsins.

Ég leyfi mér að efast um heilindi þess að umræddur formaður taldi sig knúinn að bera fram vantrausttillögu á ríkisstjórn landsins.  Það er miður þegar menn vilja nota sér ástandið sem nú ríkir í þjóðfélaginu til eigin framapots í stjórnmálum.  Þó svo ég telji það flokknum síður en svo til framdráttar að þingmaður hans taki þátt í rótækum mótmælum eða formaður flokksins skuli fara með fleipur g ósanngjarnar ásakanir, líkt og hann hefur gert undanfarið.  Honum ætti að vera það ljóst að unnið er allan sólahringinn til þess að vinna ötullega að lausn vandans og þar fer Geir H. Haarde fremstur í flokki að öðrum ólöskuðum. 

Það er reyndar mín skoðun að þegar reiðin rennur af fólki, sem mun gerast fyrr en síðar, þá muni fólk sjá í gegnum þessa leikfléttu forystusveitar Vinstri grænna og fylgi þeirra í skoðanakönnunum dvína á nýjan leik, þá er spurning hvort formaðurinn vilji enn ganga til kosninga eða hvort hann verði búinn að taka upp þá skoðun, líkt og áður var, að ekki væri ráð að ganga til kosninga þar sem þjóðin þyrfti að standa saman að lausn málanna og vinna með ríkisstjórninni en ekki á móti.

Eins og ég hef skrifað áður þá ritaði ég formanninum bréf í gærkvöldi þar sem ég óskaði eftir svörum við fáeinum spurningum, ekki hef ég enn fengið svör við þeim spurningum.

Myndbandsupptöku af ræðu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra og viðbrögð Steingríms J Sigfússonar, formanns Vinstri grænna má sjá í þessari myndklippu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað sumir eru veruleikafirrtir.

Arngrímur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 01:03

2 identicon

Sorglegt svo vill hann í stjórn eða hvað?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:09

3 identicon

Mikið er þetta sorglegt ástand! Þetta eykur bara vantrú fólks á stjórnmálamönnunum. Ég held að ansi margir vilji skipta algerlega út öllu þessu liði. Ég bíð eftir almennilegu framboði og vona svo innilega að það verði almennileg vorhreingerning á Alþingi.

Magnús Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:05

4 identicon

hrikalega eruð þið íhaldsmenn veruleikafirrtir óttarr minn kær, ég hef grun um að meirihluti fólks hefði viljað sjá hann steingrím rauða byrja á því að kýla hann Björn fyrst og enda þetta á góðum hægri krók á hann Geir, en svo við höfum þetta málefnalegt þá hefur ekki komið neitt fram nema orð Björns um að steingrímur rauði tefji einhverjar afgreiðslur á færibandi stjórnarliða en þið þessir heilaþvegnu lepjið allt úr forystuni ykkar sem heilagan sannleik :)

kommon...er engin sjálstæð hugsun í gangi eða hvað?

Lifðu heill drengur

Atvinnumaður (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband