23.11.2008 | 21:26
Launaður atvinnumótmælandi
Það væri forvitnilegt að vita af hverju fjölmiðlar gera svona mikið úr því að atvinnumótmælandi hafi verið handtekinn fyrir að hafa ekki greitt sekt sína. Eins einkennilegt og það kann nú að hljóma þá hefur þessi einstaklingur vitað af þessari vararefsingu því hún hefur án efa verið lesin upp fyrir dómi á sínum tíma.
En hjá mótmælandanum hafa hlutirnir breyst hratt því hann hefur farið úr þeim flokk að vera í þeim hópi fólks sem safnast saman við hvert það tækifæri sem gefst til þess að mótmæla (atvinnumótmælandi) yfir í þann hóp að vera launaður atvinnumótmælandi því fyrir verk sitt fyrir austan hefur hann nú fengið greiddar tvöhundruð þúsund krónur og þá er spurning hvort hann sé trúr "sannfæringu" sinni lengur þegar hann mótmælir ekki lengur fyrir hugsjónina eina saman.
En maður veltir því eðlilega fyrir sér hvort hann gefi þessi laun ekki upp til skatts annaðhvort sem laun eða gjöf, hann ætlar kannski að mótmæla á þeim vettvangi líka?
Var ekki látinn vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
336 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 175724
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, hengjum sendiboðana!
Guðmundur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:34
já mannréttindabrot eru svo léttvæg og sniðug að það tekur því ekki að hafa orð á því.
Helga Sig (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:46
Blessaður Óttarr
Ég held að þessi mótmæli og uppsteyt sem við sáum um helgina séu ekkert miðað við það sem á eftir að ganga á niðri í bæ þegar þúsundir manna og kvenna verða orðin atvinnulaus og gjaldþrota og hafa ekkert annað að gera en henda eggjum í alþingishúsið.
Fyrir utan það þá eiga þúsundir fjölskyldna eftir að verða gjaldþrota á næsta ári þó atvinnuleysi komi ekki til. Einnig ættir þú ekki að gera lítið úr þeim sem standa upp og mótmæla núna því ráðamenn þessa lands virðast ekki láta sig neinu skipta þær hamfarir sem munu dynja yfir almenning á næstu árum.
Kærar kveðjur
Maron Bergmann (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:49
200 þús. er svakaleg fjárhæð, finnst þér ekki? Sérstaklega í ljósi þess að jafn frumstætt fólk og mótmælendur þurfa hvorki að borða né drekka og standast veður og vinda ótrúlega vel án nokkurs skjóls.
En ég er ekki síður sammála þér vegna þess að sannir mótmælendur hafa alltaf haft eina og aðeins eina hugsjón og hún er sú að lepja dauðan úr skel. Aldrei hefur komið fram nokkurs staðar í ábyrgum miðlum að þeir hafi annan málstað eða sannfæringu sem þeir glaðir vildu beita sér fyrir gæfist þeim kostur til af fjárhagsástæðum. Þessi mótmælandi er þess vegna, eins og allir þessir atvinnumótmælendur, uppvís að svo vítaverðri hræsni að maður getur ekki annað en fordæmt það. Að vera á móti peningum og því öllu og taka svo við peningum. Maður bara skilur þetta ekki. Það er hægt að múta þessu dóti alveg út í eitt.
Sagði svo ekki Jesú einmitt: "Sá iðar sem er fullkominn hreyfi fyrstu mótmælunum." Það á ekki að mótmæla. Það er allt í góðu lagi í þessu samfélagi og allir geta náð sýnu fram með því að brosa. Þannig hefur það alltaf verið.
Já og Ha Ha Ha!!, þeim er ekki viðbjargandi þessum mótmælendum. Nú borgar hann pottþétt ekki skatt af þessu. Ótrúlegt lið!
Líffræðingur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:52
Það er nú spurning hvort um mannréttindabrot hafi verið að ræða, samkvæmt yfirlýsingunni í dag ríkir ekki eins mikil tilkynningarskylda þegar um vararefsingu er að ræða.
En ef þú ert að ræða um notkun lögreglunnar á piparúða þá tel ég það síður en svo mannréttindabrot enda afar eðlilegt að lögreglan notist við slíkan búnað þegar á hana er ráðist.
Óttarr Makuch, 23.11.2008 kl. 21:58
Maron, ég er ekki að setja útá mótmælendur yfirleitt heldur fyrst og fremst þessa "atvinnumótmælendur" sem taka þátt allsstaðar og í hverju sem er.
Ég hef áður skrifað um að allir eiga sinn rétt til þess að mótmæla og ekkert athugavert við það, en þegar mótmæli færast yfir í skrílslæti þá get ég ekki lengur borið virðingu fyrir þeim.
Óttarr Makuch, 23.11.2008 kl. 22:01
Leifðu mér að geta þú ert Sjalli?
Friðrik Tryggvason (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:06
Ef þið villuráfandi sauðir vissuð hvað réttlæti og hugsjón væri, þá hefðuð þið kannski sjálfstæða hugsun.
Mosfeld (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:10
"...ekki að setja útá mótmælendur yfirleitt heldur fyrst og fremst þessa "atvinnumótmælendur"..."
ég hef heldur ekkert á móti þingmönnum yfirleitt, bara þessum atvinnuþingmönnum sem taka þátt í hverju sem er hvar sem er, og skrifa undir allt sem að þeim er rétt.
þv (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:11
Það er vel hægt að snúa út úr orðum manns ÞV en ég held þú vitir nákvæmlega hvað ég er að meina.
Óttarr Makuch, 23.11.2008 kl. 22:16
Ertu að skrifast á við sjálfan þig?
Björn Heiðdal, 23.11.2008 kl. 22:17
ja hérna.... Eyjan linkar á þetta blogg.
Af hverju í ósköpunum??? Þetta er algjör bull
Heiða B. Heiðars, 23.11.2008 kl. 22:32
já, sjálfsagt grunar mig hvað þú meinar. en í hvert sinn sem "þessi/þetta/etc" er notað í svona skoðanayfirlýsingum, þá er venjulega grunnt í hugmyndafræðipollinum. þessi færsla þín er svosem ágætt dæmi.
þv (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:45
Heiða, sammála. Við skulum bara halda kjafti, það er greinilega í lagi að stela framtíð barnana okkar en ekki að hengja upp fána, hvað þá að brjóta niður hurð, við erum glæpamenn! VIð skulum ekki mótmæla heldur bara gera eins og okkur er sagt.
Andri (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:03
Það er kominn nýr ,,sjálfstæðismaður" sem ritstjóri Eyjunar "
Það hefur alltaf verið stjórnun á því hvað við eigum að lesa !
Það er passað vel upp á fjölmiðla umfjöllun hjá Flokknum !
Því miður fyrir Eyjuna !
JR (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:04
Andri, hann var ekki handtekinn fyrir það að setja upp fána. Sá húmor var vissulega broslegur, skil reyndar ekkert í lögreglunni að hafa dröslast upp til þess að ná í gutta - hann hefði klárlega komið niður þegar hann var orðinn kaldur og svangur.
En það er samt merkilegt að sum ykkar viljið halda því fram að hann hafi verið handtekin fyrir flöggunina, þrátt fyrir að það hafi margoft komið fram að svo var ekki.
Óttarr Makuch, 23.11.2008 kl. 23:16
Ég er svo "one track minded" að ég ennþá að spá í því hvernig þetta blogg rataði inn á eyjuna.
Það er verið að skrifa svo margt merkilegt þessa dagana og þetta rugl fer inn á eyjuna.
Eruði Guðmundur Magnússon vinir?
Og tek undir með kreppukalli...hvenær verður maður atvinnumótmælandi?
Ég er nefnilega búin að mæta soldið oft og er að spá í hvort ég geti farið að skila inn reikningum.... og hvert þá?
Heiða B. Heiðars, 24.11.2008 kl. 00:26
Það er ávallt borgaraleg skylda okkar að reyna að hindra eða koma í veg lögbrot. Það er hins vegar erfitt að láta lögregluna vita um lögbrot þegar framkvæmdavaldið sjálft fer ekki að lögum eða dómum.
Haukur Hilmarsson fékk dóm fyrir að sýna borgarlega skyldu þegar hann mótmælti og reyndi að stöðva framkvæmdir sem Hæstiréttur Íslands hafði dæmt að ekki mætti halda áfram með fyrr en að loknu nýju umhverfismati fyrir stækkuð álveri. Ríkistjórnin ákvað hins vegar að hunsa dóm Hæstaréttar og veita Alcoa starfsleyfi án umhverfismats.
Núna þegar lögreglan handtók hann ólöglega og af þvílíku dómgreindarleysi, sem olli uppþoti þannig að fólk var í hættu, tók Haukur þá ábyrgu ákvörðun að taka boði um greiðslu sektar til að afstýra frekar tjóni. Það sýnir mikla ábyrgð að mínu mati.
"Það væri forvitnilegt að vita af hverju fjölmiðlar gera svona mikið úr því að atvinnumótmælandi hafi verið handtekinn fyrir að hafa ekki greitt sekt sína."
Ef þú gerir þér ekki grein þeirri augljósu ástæðu fyrir því að fjölmiðlar gera svona mikið úr þessari handtöku, þá myndi ég í þínum sporum sleppa því að sýna alþjóð greindarleysi þitt.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:33
Heiða B - eftir því sem ég best veit þekki ég ekki Guðmund Magnússon, svo ég svari því einnig þá hef ég ekki hugmynd hvernig síðan datt inná eyjuna.is en líklega eru þeir að sýna fjölbreytileikan í umræðunni og þrátt fyrir að þröngur hópur s.s. þú, kreppukarl, Andri Sig ofl. séuð ansi dugleg við að halda fólki við efnið bæði með skrifum í athugasemdir sem og ykkar eigin blogg. Sem vitanlega þið hafið fullan rétt á en það er ekki þar með sagt að þeir sem ekki eru á sömu skoðun og þið fari með rangt mál - þeir eru einfaldlega ekki sammála ykkur.
En það virðist vera rétt sem þú segir að þú sért "one track minded", miðað við það sem þú skrifar bæði hér og á bloggsíðu þinni.
Geir - Væntanlega greiðir hann skatta og skyldur af þessu fé, við skulum allavega gera ráð fyrir því. Varðandi handtökuna þá eru menn ekki sammála um hvort hún hafi verið lögleg eða ekki, það verða væntanlega dómstólar að kveða á um, þar sem Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur er kominn í málið þá geri ég ráð fyrir því að það muni fara þá leið, enda eðlilegasti farvegurinn, ekki satt?
Óttarr Makuch, 24.11.2008 kl. 00:59
Óttar, málið er ekki svona einfalt.
Hann var ekki handtekinn fyrir að flagga, það er alveg ljóst en það er pínu, svo ekki meira sé sagt, óeðlilegt hvernig staðið var að þessu.
Ég tek það þó fram að ég hef ekki staðfestar heimildir fyrir því hvernig var að þessu staðið, en fyrir mig sem hef þurft að reiða mig á fjölmiðla til að fá upplýsingar um málið lítur það svona út.
1. Að maður sem á eftir að sitja af sér nokkra daga í skuldafangelsi sé leitaður uppi og stungið inn fyrirvaralaust finnst mér frekar ólíklegt og bendi á yfirlýsingu frá Félagi fanga því til stuðnings. En það væri svosem hægt.
2. Mér skilst að hann hafi verið í vísindaferð á Alþingi þegar hann var handtekinn. Hvernig má það vera?? Hvernig vissu þeir af honum þar?? Leyfi mér að efast að þeir hafi verið með einhverskonar skipulega leit að manninum?? Ekki líklegt.
Ætli einhver hafi ekki þekkt hann sem Bónusflaggarann á þingi og látið lögga vita?
Löggan hefur væntanlega verið með allar upplýsingar um hann og tilbúnir að stinga honum inn, fyrir skuldina. Hafa unnið heimavinnuna sína síðan þarna um daginn.(mig grunar að þeir viti ansi margt um þessa "atvinnumótmælendur")
Eins og með fyrsat lið þá er þetta alveg mögulegt en dáldið loðið og þessar upplýsingar sem ég byggi á eru fegnar í dag, sunnudag og voru mér vitandi ekki komnar í almenna dreifningu fyrir mótmælin. Þá vissi fólk bara að Bónusflaggaranum hafði verið stungið í steininn.
Það er því kanski ekki svo óeðlilegt að fólk spyrji spurninga, er það??
3. Viðbröð lögreglunar við mótmælunum voru svo ekki til fyrirmyndar heldur. Málið er byggt á misskilningi, segja þeir. Hefði þá ekki verið hægt að skýra þann misskilning fyrir mannfjöldanum til að forða að úppúr syði??
Er það ekki hlutverk fjölmiðla að spyrja spurninga í svona málum, í lýðræðissamfélagi??
Svo með þessa fullyrðingu þína um að hann sé atvinnumótmælandi, sé á móti bara til að vera á móti þá vil ég benda þér á að málin eru nú ekki svo ólík, þ.e. aðgerðir ríkisstjórnar í virkjanamálum og aðgerðir ríkisstjórnar í fjármálum. Í báðum tilfellum er verið að mótmæla stefnu stjórnvalda sem að mestu leyti er skipað sama fólkinu sem fylgi sömu stefnum í bæði skiptin og alls ekkert óeðlilegt við að vera á móti í báðum tilvikum. (Þú veist kanski um fleiri málstaði sem hann hefur verið að berjast fyrir sem ekki eru keimlík??).
Og svo þetta með launin og skattinn...... þú ert að grínast, er það ekki??
Arnór Barkarson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:10
Þú ert eðlilegasti farvegurinn.
Óttarsleginn (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:16
Skrítið að Íslendingar skuli almennt líta á orðið "mótmælandi" sem skammaryrði. Sérstaklega á tímum eins og við erum að upplifa núna
Persónulega ber ég miklu meiri virðingu fyrir þeim sem mótmæla en þeim sem gera það ekki
Heiða B. Heiðars, 24.11.2008 kl. 01:46
Verð að vera sammála síðasta ræðumanni, henni Heiðu. Ef okkur hefur einhvertíma verið nauðsyn á mótmælendum þá er það einmitt núna. Var ekki Lech Walesa og hans menn í skipasmíðastöðinni í Gdansk álitinn skríll af ráðamönnum? Sagan segir okkur enn og aftur að "skríllinn" sem mótmælir með öllum tiltækum ráðum í dag eru framtíðarráðamenn þjóðarinnar.
Sorry, tímar Geirs huglausa Haarde og Dvóðs Oddssonar eru brátt taldir og munu hrökklast frá völdum.
Eitt til viðbótar: Ef til eru atvinnumótmælendur eru þá ekki líka til atvinnumeðmælendur?
Bara spyr....
Sleggjan (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:37
þessi var allavega með 200.000 fyrir einn gigg spurning um framboð, gæði og eftirspurn.
Þorri (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:26
Það er rækilega búið að sanna sig að "friðsöm" mótmæli skila akkúrat ENGU, sá tími er runnin upp að við sem viljum breytingar í átt til ALVÖRU lýðræðis hér á landi grípum til þess eina sem eftir er..valdbeitingar,við MUNUM ná völdum hér með góðu eða íllu,sumir kalla það valdarán ég kalla það ást á landi mínu sem hefur verið nauðgað og gerendur ganga lausir en allir vita hverjir þeir eru, ást á LÝÐRÆÐI sem er einsog misnotað barn og þarf að komast í hendur á ÁBYRGUM aðilum sem sýna því það sem það þarf skilning ástúð og umhyggju. Sá tími er er runninn upp að hér verður barist um sjálfstæði þjóðar og lífsafkomu hennar.
Fylkið liði um ykkar málstað, hver hann er verðið þið að gera upp við ykkar samvisku...við sjáumst á vígvellinum
Atvinnumaður (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:10
Já, flott - að mótmæla, vera handtekinn og dæmdur til sektargreiðslu, neita að borga af prinsíppástæðum, vera stungið inn, vera sleppt aftur út, vera handtekinn án löglegs fyrirvara og stungið aftur inn, frétta að þeir sem standa með þér eru margir á leið upp á spítala með piparúða í augunum og að löggan er tilbúin í slag, fá tilboð sem getur komið í veg fyrir óeirðir og taka því - og fá þar að auki 200.000 kall í vas...ég meina ríkissjóð.
Ofsalega vel borgað gigg það...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.11.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.