Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna lokaður fundur?

nyttlogovr

 

Af hverju var fjölmiðlum ekki leyft að vera á fundinum?  Sérstaklega í ljósi þess að félagsmenn VR eru staðsettir um allt land og margir sem höfðu ekki tækifæri á því að komast á fundinn.  Það hefði verið möguleiki að streyma fundinum á lokuðu svæði á heimasíðu VR ef mönnum var svona illa við að fjölmiðlar væru viðstaddir.

Ég ætla svo sem ekki að segja hvort formaðurinn hefði átt að segja af sér eða ekki, það er nokkuð sem hann verðu að gera upp með sjálfum sér. 

Hinsvegar held ég að hann geti sem f.v. stjórnarmaður í Kaupþing fært rök bæði með og á móti þeirri ákvörðun sem tekinn var á sínum tíma.  Einnig tel ég að hægt sé að færa rök fyrir því að formaður VR sitji í stjórnum fyrirtækja þar sem lífeyrissjóður félagsins hefur lagt mikla fjármuni til, það hlýtur að vera starf formanns að gæta hagsmuna félagsmanna eins og kostur er. 

Hinsvegar er spurning hvort formaðurinn hefði átt að þiggja aukalegar greiðslur fyrir stjórnasetuna, spurningin er kannski sú hvort þær greiðslur sem greiddar væru fyrir stjórnarsetu hefðu ekki átt að renna beint til félagsins.

En það sem ég tel hinsvegar að formaðurinn ætti að skoða alvarlega er að endurskoða laun sín í samráði við stjórn félagsins.  Eru það eðlileg laun að formaður verkalýðsfélags sé með hátt í tvær milljónir á mánuði?  Hvað ætli þurfi marga félagsmenn til þess að greiða launin sem koma bara frá félaginu, ætli það séu ekki þrjú til fjögur hundrum félagsmenn sem þurfa að greiða félagsgjöld sín til þess að félagið eigi fyrir launum formannsins. 

Það verður áhugavert að fylgjast með þeim hagræðingaraðgerðum sem formaður félagsins tekur fyrir til þess að ná niður rekstrarkostnaði félagsins, sem verður að teljast í hærri kantinum miðað við uppgefnar upplýsingar síðustu ár.


mbl.is Afsagnar formanns ekki krafist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög létt að taka fundinn þá bara upp hjá eitthverjum félagsmannanna sem myndi leyfa það og þá hafði lekið allt af fundinum það er yfirleitt ekki leyft fjölmiðlum að vera á stöðum vegna þess að það hentar ekki því fólki sem bannar þeim það.

óli þór (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:39

2 identicon

Eitt atriði varðandi það sem þú segir að hann hafi verið að vernda hagsmuni félagsmanna.

Ég tók eftir því í Kastljósi um daginn að hann sagðist sitja sem óháður stjórnarmaður í Kaupþingi, þ.e. ekki í umboði VR og hefði alltaf vikið af þeim fundum stjórnar VR þegar málefni Kaupþings hefðu verið rædd.

Hann sat semsagt alls ekki sem fulltrúi VR í stjórn og talaði afar skýrt um það að hann kom ekki að þeim ákvörðunum sem teknar voru af hálfu VR vegna peningalegra hagsmuna sjóðsmanna um þau verðmæti sem lágu í bankanum.

Öll rök um að lífeyrissjóðir eigi menn í stjórn þarf að styðja með því að þeir fulltrúar svari til ábyrgðar til félagsmanna. Það gerði þessi maður ekki vegna þessarar stjórnarsetu, ef eitthvað er að marka hans orð. 

Í þessu máli er hann því bankamaður fyrst og formaður stéttarfélags á eftir ... þess vegna finnst mér að hann ætti að skammast sín.

Eitt varðandi rök hans í þessum kastljósþætti. Hann sagði við urðum að velja eitt af tvennu þar sem röng ákvörðun hefði leitt bankann í gjaldþrot og hin var því rétt. Gallinn er að hann missir af því augljósa í þessari rökfærslu sem er að gera ekki neitt. Ef þeir trúðu því í raun að bankinn kæmi upp úr öldudalnum aftur þá hefði mátt sleppa því að ganga í þessi veðköll en þau væru þá gild þegar gengið næði sér aftur. Þeir hefðu vel getað komið þessum boðum áleiðis eins og hinum, þ.e. leynilega.

Þessi maður er því búinn að hrúga yfir okkur ruglinu og ætti að skammast sín fyrir þetta líka.

Árni Valur (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband