Leita í fréttum mbl.is

Er Framsóknarflokkurinn rotinn að innan?

Það voru stór mistök sem fv. alþingismaðurinn Bjarni Harðarson gerði í gærkvöldi.  Það var ekki einungis sú ákvörðun hans að óska eftir því við aðstoðarmann sinn að senda umrætt bréf til fjölmiðla heldur  í raun eru stóru mistökin þau að óska eftir því við aðstoðarmann sinn að falsa sendinguna til fjölmiðla,  með það að markmiðið að bréfið kæmist "nafnlaust" til fjölmiðla.

Vel má vera að metnaður fv. þingmannsins hafi rekið hann út í þessar ógöngur en maður hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þingflokkur Framsóknarflokksins sé í raun og veru starfshæfur eftir allt sem á undan er gengið.  Það er líklega orða sönnu sem amma mín sáluga sagði einu sinni  "versti óvinur framsóknarmanna eru framsóknarmennirnir sjálfir". 

Á undanförnu ári hafa stærstu áföll flokksins verið afleiðing þess sem gerist innan hans, líklega er þessi ágæti flokkur að verða rotinn að innan, þó svo ég ætli ekki að fullyrða neitt um það.  En eitt er víst að það bíður formanns flokksins erfitt verkefni að reyna byggja flokkinn upp bæði innra sem og ytra starf hans.  Það verður reyndar að teljast ólíklegt að honum takist það erfiða verkefni og rík krafa félagsmanna um formannsskipti hljóta að vera orðnar háværari með hverjum deginum.


mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rotinn að innan og utan  eins og flokkur ÞORGERÐAR,GEIRS,BJÖRNS,OG  ÁRNA, og síðast en ekki síst DAVÍÐS & HANNESAR HÓLMSTEINS

ag (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Það gæti allt eins verið umræddur fv. þingmaður sem skrifar þessa athugasemd því klárlega heitir enginn bara ag.

Ég vona að svona vinnubrögð séu ekki í við höfð í öðrum flokkum, sama hvað þeir heita.

Óttarr Makuch, 11.11.2008 kl. 23:09

3 identicon

Framsóknarmaður er orð sem notað er sem skammaryrði á mínu heimili.Það er ekki blótað.Ástæða þessa skammaryrðis er framkoma framsóknarmanna/kvenna þegar þeir/þau voru með heilbrigðismálin á Íslandi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:11

4 identicon

Það sem er að drepa framsóknarflokkinn (ef það er þá ekki þegar búið að því) er þvílíkan undirlægju og aumingjaskap hann hefur sýnt gagnvart sjálfstæðisflokknum, glöggt dæmi er núverandi borgarstjórn og síðasta ríkisstjórn þar sem framsóknarmenn stóðu og aðallega lágu eins og þeim var sagt.

Að sjálfsögðu er ekkert skrítið að framsókn sé rotin því það sem er dautt rotnar.

Kærar kveðjur

Maron (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband