Leita í fréttum mbl.is

Óskemmtileg sjón

Maður getur nú ekki annað en brosað, í það minnsta út í annað þegar maður les viðbrögð upplýsingafulltrúa Flugstoða.

"Hún segir Flugstoðir munu kanna hvernig skemmdarvargarnir komust inn á svæðið"

Það þarf nú ekki mikla rannsókn til þess að sjá hvernig þeir fóru inn á svæðið, líklega hafa þeir klifrað yfir girðinguna sem er rétt rúmlega mannshæðar há og það ætti ekki að taka meðal mann nema u.þ.b 2 mínútur að vippa sér yfir. 

Þegar maður hefur verið að fara um svæðið til þess að skoða flugvélarnar með krökkunum þá hefur maður iðulega velt því fyrir sér hvers vegna það sé engin öryggisgæsla á staðnum, þetta er nú einu sinni alþjóðaflugvöllur og þarna er fólk að koma frá Egilsstöðum, Danmörku, Vestmannaeyjum og Þýskalandi svo eitthvað sé nú nefnt.  En þarna sér maður aldrei neina öryggisgæslu á ferð.

En hitt er svo annað mál að þessi verknaður er auðvitað afskaplega hvimleiður eins og allt þetta "veggjakrot" er og maður skilur hreinlega ekki skemmdafíknina hjá þessu fólki.

 


mbl.is Skemmdarverk á Þristinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hafði samúð með þessum krökkum, en nú sé ég að ekkert er heilagt. Afbrota og skemmdarfýsninni eru engin takmörk sett. Þetta eru bara ótýndir glæpamenn sem eiga ekkert gott skilið. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Þeir þurfa allavega aðstoð til þess að komast inná beina braut aftur.

Óttarr Makuch, 7.9.2008 kl. 23:55

3 identicon

Sammála þér.Furðulegt að engin gæsla skuli vera og svona auðvellt aðgengi fyrir þá sem eiga ekki erindi þarna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband