Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlafólk ætti að skammast sín

Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi þátttakendur sem keppt hafa fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra sýnt það og sannað að þeir eru í fremstu röð íþróttaiðkenda, að þeir eru uppspretta drauma og markmiða hjá öðrum bæði fötluðum sem ófötluðum, þá er þeim ekki sýnt sú virðing sem þeir eiga svo sannarlega skilið.

Það eru fimm íslenskir íþróttamenn sem taka þátt að þessu sinni og þau eru

olympiufararSonja Sigurðardóttir keppir í 50 metra baksundi,

Jón Oddur Halldórsson í 100 metra hlaupi,

Baldur Ævar Baldursson keppir í langstökki,

Eyþór Þrastarson keppir í 400 metra skriðsundi og einnig 100 metra baksundi

og  Þorsteinn Magnús Sölvason keppir í lyftingum.

Það hryggir mig verulega að vita til þess að forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlar landsins skuli hafa ákveðið að hunsa leikana eins og ljóst hefur orðið.  Einungis félagsmálaráðherra var viðstaddur setningar athöfn leikanna í dag og ber að þakka henni fyrir það.  En að forsetinn og ráðherra íþróttamála skuli lýta á Ólympíuleika fatlaðra sem annars flokks miðað við hina hefðbundnu Ólympíuleika er hryggilegt og þessi ákvörðun dæmir þau fyrst og fremst sjálf.  Það er ekki langt síðan að ráðamenn þjóðarinnar sögðu að mikilvægt væri að sýna stuðning sinn í verki með því að mæta á Ólympíuleika þrátt fyrir að þeir væru haldnir í Peking. 

Þegar hinir hefbundu Ólympíuleikar voru settir var bein útsending frá athöfninni en í dag sá Ríkissjónvarpið sér ekki fært að sýna beint frá setningu leikanna og sáralítið hefur almennt verið sagt frá setningarathöfninni í fjölmiðlum  í dag.  Þegar dagskrá Ríkissjónvarpsins er skoðuð næstu daga er ljóst að stofnunin mun ekki sýna beint frá viðburðum leikanna heldur hunsa þá algjörlega og í besta falli sýna myndbrot af leikunum í fréttatíma sjónvarpsins. 

Hvers vegna er það að forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlar landsins taka þá ákvörðun að vera ekki til staðar til þess að styðja þetta öfluga íþróttafólk sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd?

Það hlýtur að vera eðlileg beiðni okkar eða öllu heldur krafa að ráðamenn sem og fjölmiðlafólk beri sömu virðingu fyrir fötluðum sem ófötluðum en fari ekki í manngreini álit og það hreinlega krafa okkar að þeim þátttakendum sem nú taka þátt fyrir Íslands hönd sé sýnt sú virðing sem þeir eiga skilið.


mbl.is Ólympíumót fatlaðra hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er örlítið kunnug Þresti.Hann er svo frábær.Stórkostlegur hópur þarna á ferð.Ótrúlegt hversu fjölmiðlar eru lítið spenntir fyrir þessu frábæra íþróttafólki.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Já það er óhætt að segja að þeir séu lítið spenntir, ég þekki reyndar engann í hópnum en hef þó tekið eftir afrekum þeirra í gegnum árin.

Óttarr Makuch, 7.9.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Sæll, ég er sammála þér Óttarr. Þetta eru mjög skýr skilboð sem þjóðin sendir fötluðu. Þegar setningarathöfnin var í Peking sýndi sjónvarpið frá gullmóti í frjálsum íþróttum þar sem engin Íslendingur var að keppa.

Ég er sjálf afrekskona í sundi fatlaðra og þekki því vel til þessa hóps. Ég veit að það eru fjölmiðlar frá Íslandi þarna úti núna, t.d. Adólf Ingi. Ég athugaði einmitt líka hvort ekkert yrði sýnt beint frá leikunum og að því sem ég best kemst er verður ekkert.  Ég skiiiil þetta ekki. Finnst þetta mjög sorglegt!

Embla Ágústsdóttir, 7.9.2008 kl. 03:06

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þér þarna Óttarr,þetta er skömm/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.9.2008 kl. 09:57

5 identicon

Spurning hvort Þorgerður Katrín sé búin með kvótann??

Jóna (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband