Leita í fréttum mbl.is

Créme Brûlée - Einfaldur eftirréttur

Créme BrûléeSet svona inn til gamans einfaldan og þægilegan eftirrétt sem allir geta ráðið við.  Við vorum með fólk í mat í kvöld og buðum upp á Créme Brûlée meira að segja kallinn á heimilinu getur gert þetta án þess að klúðra þessu Cool

 

Þetta þarftu:

4 dl Rjómi

100 g Súkkulaði (Green & Black´s Dark)

1 stk Vanillustöng

100 gr sykur

4 stk eggjarauður

3-4 msk hrásykur, fer eftir stærð skálar

 

Aðferð

 

Setjið rjómann í pott, kljúfið vanillustöngina, skafið fræin innan úr henni og bætið þeim út í rjómann ásamt helmingnum af sykrinum.

Látið sjóða smástund.  Bræðið súkkulaðið í heitri rjómablöndunni og kælið aðeins.

Ofninn er hitaður í 150°C og vatn sett í ofnskúffuna. 

Eggjarauðurnar eru þeyttar með afganginum af sykrinum þar til þær eru léttar og ljósar.

Þá er súkkulaðiblandan sett varlega út í eggjamassann.  Hellið í lítil eldföst mót og bakið í vatnsbaði þar til búðingurinn er orðinn stífur.  Það fer eftir þykkt búðingsins hversu langan tíma hann þarf í ofninum, athugið með fingrinum hvort hann er orðinn stífur.  Kælið vel.  Stráið hrásykrinum yfir búðinginn og bræðið undir grilli með þar til gerðum Créme Brûlée brennara þar til hann fer að brúanst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband