Leita í fréttum mbl.is

Konurnar RÁÐA

Er það ekki makalaust hvað maður fyllist alltaf einhverskonar tiltektaræði rétt fyrir jólin eða ef ég orða þetta rétt, er það ekki makalaust hvað eiginkonurnar fyllast alltaf brjáluðu tiltekaræði fyrir jólinn!!!???  nú og svo að sjálfssögðu draga okkur saklausu karlanna með  í alla þessa vitleysu LoL

Laugardagurinn var hreint út sagt frábær, við fjölskyldan fórum í nýja grunnskólann okkar Sæmundarskóla hér í Grafarholti til þess að föndra með krökkunum.  Foreldrafélagið var búið að undirbúa allt saman, boðið var uppá mismunandi föndurpakka og svo kaffi og alvöru "heimagerðar" randalínur frá Steinþóri bakara í Björnsbakarí á eftir.   Alveg ekta fjölskylduskemmtun.

En svo kom áfallið !!!!!!!!!!!! Vesenið !!!!!!!!!!!! Hin árlega jólahreingerning !!!!!!!!!!!!

Já rétt hugsað hjá ykkur, nú skyldi sko allt þrifið hátt og látt úti sem inni líkt og aldrei hefðu verið þrifið á svæðinu áður W00t já nú eru sko að koma jól og þá er bara eitt sem þarf að gera STRAX og það er JÓLAHREINGERNINGIN !

Auðvitað var frúin búin að skipuleggja þetta allt saman, frúin og stelpurnar þrífa íbúðina hátt og látt og ég sem "húsbóndinn" á heimilinu fékk það hlutverk að taka til og endurraða í geymslunni.  Auðvitað er alveg nauðsynlegt að allt sé hreint og fínt í geymslunni ef það skyldu koma gestir Tounge það er nú einu sinni svo að þeim er öllum boðið að fara í skoðunarferð um geymsluna.  En eins og sannur herramaður þá bara þegir maður og hlýðir. 

Þið þekki dæmið með söguna um þegar hjónin eru að hengja upp mynd í stofunni!?

Frúin segir við húsbóndann : þetta er allt í lagi þú mátt setja hana þar sem þú vilt í stofunni, ákveddu bara staðinn og festu hana upp!

Húsbóndinn verður bæði undrandi en feiknalega ánægður með að hafa valdið hvar myndin eftir E. Tryggvason ætti að hanga í framtíðinni.  Þegar hann hefur ákveðið staðsettninguna og er að fara slá naglann .... þá

segir frúin: færðu þetta örlítið til hægri og aðeins ofar....... flott!!!

og þá spyr ég hver ákvað staðsettninguna.... frúinn eða herrann ???

Er það nefilega svo að konurnar stjórna heimilinum og hafa alltaf gert Wink  Smile  Sem er bara allt í lagi s.s. við "húsbændurnir" bara hlýðum.

En nú er geymslan orðin svo tandurhrein og skipulögð að það væri hægt að halda jóladansleik inni í henni fyrir a.m.k. 10-12 mannsWizard.  Heimilið hefur nú fengið jólalyftingu og líkist nú meira jólahúsinu á skólavörðustíg en venjulegri íbúð í Grafarholti, en svona viljum við hafa það.  Hér er sannkallaður jólaandi kominn og nú er bara að bíða eftir sjálfum jólunum sem koma eftir 27 daga og sá tími líður ansi HRATT nema þá kannski einna helst hjá litlu stelpunum okkar sem spyrja orðið nokkrum sinnum á dag hvað sé langt til jóla..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband