Leita í fréttum mbl.is

Enski boltinn - Hækkun hjá 365 - og þú BORGAR !

365Jæja kæru vinir nú skuluð þið fá að taka upp veskið fyrir 365 enn og aftur! 

Ég skal hundur heita og jafnvel éta hattinn minn ef þeir háu herrar sem stýra 365 séu ekki farnir að undirbúa góða hækkun á afnotagjöldunum fyrir áskrifendur Sýnar, Stöðvar 2 og hinna stöðvanna hjá þeim A.S.A.P helst síðustu mánaðarmót (okt/nóv).

Þeir hafa verið duglegir að hækka undanfarin ár og þeir verða örugglega ekkert lakari við það á því herrans ári 2007.  Það er svo ótrúlega skrýtið að eftir því sem dagskráin td. á Stöð 2 verður verri og verra þá hækkar verðið alltaf meira og meira.  En ég geri nú ráð fyrir því að áskrifendur Sýnar fái að greiða! en ekki við sem borgum háar fjárhæðir til þess að sjá léilega dagskrá stöðvar 2. 

Læt til gamans fylgja með bréfið sem Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri á Skjá1 sendi starfsfólki sýnu í dag, þar á bæ virðast menn þó vera aðeins á jörðinni, allavega átta sig á að upphæð eins og talað er um hátt í tveir milljarðar sé kannski of mikið til þess að réttlæta. 

það væri fróðlegt að sjá bréfið sem háttvirtur stjórinn hjá 365 sendir sýnum starfsmönnum.....  Útvarpsstjórinn þar hlýtur að vera farinn að lítast um eftir nýlegri Toyota Corolla bifreið þar sem þeir hljóta að þurfa draga saman seglinn verulega til þess að borga þennan brúsa, ja nema stjórnarformaðurinn opni bara tékkheftið Wink

 

"Kæru samstarfsmenn og vinir

Mikið hefur verið slegist um íþróttarétti síðustu misserin og nú síðast um réttinn að Enska boltanum.

Við buðum kröftuglega í tvær umferðir þetta skiptið en þegar útboðinu var hrundið út í þriðju umferð og heildarupphæðin var komin vel á annan milljarð króna tók ég þá ákvörðun að etja ekki fyrirtækinu út í það sem er augljóslega rugl, neitaði að hækka frekar og dró okkur til baka. Niðurstaðan þetta skiptið er því að SÝN verður boðið til viðræðna um að klára samning við Premier League.

Auðvitað hefði verið frábært að vinna aftur þennan rétt sem við höfum þjónað svo vel en því miður eru slagsmálin komin langt út fyrir allan viðskiptalegan veruleika.  Versta mögulega staðan fyrir okkur hefði verið að þurfa að blóðmjólka viðskiptavini okkar til þessa að reyna í örvæntingu að hafa uppí galinn kostnað og tapa samt á annað hundrað milljónum króna á réttinum á ári.  Keppinautar okkar hafa nú unnið slíkan Pyrrhosarsigur og verði þeim að góðu. Þetta skiptið eru berin bara alls ekki súr.

Með bestu kveðju

Magnús

PS. Og nú gerum við boltanum glæsileg skil framá vor því að honum verður ekki þjónað nærri eins vel næstu 3 árin. Go, go, go!!!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband