Leita í fréttum mbl.is

Kastljós að breytast í Gula pressu?

Kastljóss þáttur gærdagsins verður líklega lengi í minnum hafður.  Þar tel ég að stjórnandi þáttarins hafi náð að koma þættinum í sögulegt lágmark hvað fréttamennsku og gæði varðar.

Ég hef reyndar sagt áður að þessi tiltekni stjórnandi ætti ekki að taka fólk í viðtöl heldur frekar að leitast við að gera eitthvað annað.  Eins sérstakt og það er nú þá leyfir þessi tiltekni stjórnandi viðmælendum sínum sjaldnast að klára málin og það liggur við að það heyri hreinlega til utantekninga þau skipi sem hann grípur ekki frammí fyrir gestum sínum.  Eitt er að vera ákveðinn fréttamaður en annað er að vera dónalegur og sýna öðrum lítilsvirðingu.

Það fólk sem ég hef heyrt í virðist flest vera á því máli að stjórnandi þáttarins hafi farið offari og því skilur fólk hreinlega ekki svar Þórhalls Gunnarsson ritstjóra Kastljós á Visir.is þar sem hann telur framganga stjórnandans eðlilega og segir jafnframt að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri þurfi að skýra betur út afstöðu sína.  Ég tel hinsvegar það hafa komið það vel í ljós í Kastljósþættinum hvað Ólafur átti við og held að það sé enginn þörf á því að skýra þessa athugasemd Ólafs frekar.

Hinsvegar tel ég full ástæða fyrir því að stjórnendur RÚV skoði starfshætti starfsmannsins sem og ritstjórnarstefnu Kastljós betur, nema það sé vilji stjórnenda að Kastljós breytist í Gula Pressu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Við reynum eftir fremsta megni að kenna börnum og unglingum góða siði, kurteisi og mannleg  samskipti.  Eins og að banna börnum áhofr á klámkvikmyndir og ofbeldiskvikmyndir "innan 16 ára", þá finnst mér rétt að banna "Kastljósið" þáttinn börnum innan 18 ára.  Þesi ósvífni og dónaskapur hjá Helga Seljan sem síðan breyttust i aðdróttanir með framígrípingum, þá er spurning um mun á andlegu og líkamlega "ofbeldi".  Nemandi í skóla yrði hvar sem er rekinn úr skóla fyrir svona framkomu.  Starfsmaður í venjulegu fyrirtæki sem á að eiga samskipti við samstarfsfólk og sem veita á viðskiptavinum þjónustu yrði rekinn samstundis.

Hinsvegar virðast margir bloggarar vera blóðþyrstir og dásama Helga Seljan fyrir að þora það og framkvæma sem þau sjálf þora ekki.  Ég man þá tíð þegar Tsjombe einræðisherra í Afríkuríkinu Úganda, sýndi vesturlöndum og SÞ ósvífni í þeim kalíber að meðlimir Afríkuráðsins blóðöfunduðu Tsjombe fyrir að þora því sem þeir sjálfir gátu ekki og þorðu ekki.

Með kveðju, Björn bóndi. 

Sigurbjörn Friðriksson, 31.7.2008 kl. 18:29

2 identicon

Hvaða hvaða...

Þetta var bara hressandi :)

Kær kveðja,

Þór BóLa (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 20:32

3 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér og þetta snýst bara í höndum þáttastjórnenda. Þetta var kannski það besta sem gat komið fyrir Ólaf þar sem að kannski gengu menn fram af sjálfum sér í þetta skiptið.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband