Leita í fréttum mbl.is

Listháskólinn, HR og HÍ allir í miðborgina ??

Í allri þeirri umræðu sem skapast hefur um háskóla og þá sérstaklega listaháskóla undanfarna daga þá sakna ég þeirrar umræðu sem þarf að fara fram og viðkemur staðsetningu háskólanna.  Eins og staðan er í dag þá sækja allir háskólar bæði Háskóli Reykjavíkur sem og Listaháskólinn í staðsetningu í eða við miðbæinn og enginn háskóli verður í austurhluta borgarinnar þar sem þó rúmlega helmingur borgarbúa búa.

Eins og umferðin er orðinn þá hefði maður haldið að það yrði skoðað sérstaklega í ljósi þeirra umferðartafa sem verða kvölds og morgna á stofnbrautum borgarinnar.  Hefði ekki verið eðlilegra að dreifa háskólunum í stað þess að setja þá alla á sama svæðið.  Reyndar væri það bæði hagkvæmt fyrir nemendur og umhverfið að þeir séu ekki allir í sama hluta borgarinnar og því nemendum sem og starfsfólki skólanna boðið að vinna nær sínu heimili.

En aftur að listaháskólanum, þá hefði ég talið það ákjósanlegra að hann væri staðsetur í austur hluta borgarinnar, hann gæti t.d í Breiðholtinu sem mjög miðsvæðis, reyndar gæti verið áhugavert einnig að hafa hann Krókháls. 

Þetta er málefni sem þarf klárlega að ræða og ég hreinlega skil ekki af hverju fjölmiðlar hafa ekki skoðað það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Stjórnir skólanna fá að ráða hvar skólarnir eru byggðir og þær velja miðbæinn.  Borgin og ríkið segja þeim ekki fyrir verkum í þeim efnum. 

Reykjavík þurfti að keppa við Garðabæ um að fá HR til sín og þeir unnu þá keppni með því að bjóða þeim sem best byggingarland.  Ef HR hefði verið boðið land uppi á almenningnum hefði hann örugglega farið í Garðabæinn.

Kári Harðarson, 30.7.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við sammála mjög Óttarr,það að setja þessa Háskola í þessi hverfi segir bara hvað við erum verleikafyrt ,því miður er þetta bara kaos/Halli gamli P/S Veturinn hjá okkur er oftast ekkert grín,þá hjóla menn ekki i hvernig veðri sem er!!!Sami

Haraldur Haraldsson, 30.7.2008 kl. 13:12

3 identicon

Sammála þér Óttarr.

Háskólarnir eiga ekki að vera á sömu þúfunni.

Og líka á þetta um skrifstofur og aðrar stofnanir sem almenningur sækir.

Það á að dreifa þessu um hverfin. bæði til að dreifa umferð og til að gera hverfin líflegri og meira aðlaðandi til að búa í.

Ekki vera bara einhverjir svefnbæir í borginni.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég veit að stjórnir skólanna koma með óskir um staðsetningu.  En það breytir hinsvegar ekki því að rétt væri að dreifa þessum stofnunum um borgina en ekki safna þeim saman öllum á einn stað, fyrir því liggja mörg rök.

Óttarr Makuch, 30.7.2008 kl. 19:02

5 identicon

  háskólar og landsspítalinn skulu   í miðbæinn  er hugsunin .  væri ekki ráð að  gera nýjan spítala á vífilstöðum  og  einhvern háskólann í  keldnaholt.kæmu miklu betur út gagnvart umferð og búsetu,

hörður halldórs (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband