Leita í fréttum mbl.is

Vodafonehjólin hætt að snúast !

talsmadur-hjolin2

Þetta kemst klárlega á lista yfir mestu "pr" klúður ársins 2008.  Hugmyndin var góð en ekki unninn til enda.  Það hefði ekki átt að koma nokkrum manni á óvart að reiðhjól þyrftu á viðhaldi að halda.  Líklega þurfa flest ef ekki öll reiðhjól á einhverskonar viðhaldi að halda ég tala nú ekki um þau hjól sem ekki eru í einkaeigu.  Eins og flestir vita þá er það einhvernvegin þannig að fólk hugsar öðruvísi um sína eigin eign en þá sem fengin er að láni.

Alveg merkilega lélegur endir á annars góðri "pr" hugmynd en það er í þessu sem og í öllu öðru, gæði og áreiðanleiki fæst ekki með því að kaupa ódýrt.

Vísir, 20. júl. 2008 20:00

Vodafonehjólin tekin úr umferð

Vodafone hjólin sem dreift hafði verið til sveitarfélaga á landsbyggðinni hafa verið tekin úr umferð. Upplýsingafulltrúi Vodafone segir hjólin ekki hafa staðist þær gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra

Reiðhjólunum var dreift til sveitarfélaga á landbyggðinni víðs vegar um landið og þá stóð einnig til að taka 150 slík í notkun í Reykjavík í lok þessa mánaðar. Hjólin voru öllum aðgengileg án endurgjalds og hafði þetta framtak mælst vel fyrir.

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að hjólin hafi ekki staðist þær gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra. Hjólin hafi kallað á mikið viðhald og því hafi verið ákveðið að innkalla öll hjólin. Hann segir það miður að svona hafi farið því framtakið hafi mælst vel fyrir. Hrannar segir óvíst hvort hjólin komi aftur á götuna en á síður von á því, í sumar að minnsta kosti.

Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, hafði ekki heyrt af innkölluninni þegar fréttastofa hafði samband við hann í dag. Hann segir hugmyndina góða og vonast til að hægt verði að bjóða borgarbúum þessa þjónustu fljótlega, hvort sem það verður úr öðrum eða viðgerðum hjólaflota.


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband