Leita í fréttum mbl.is

46 kg léttari og 2 kg þurfa að fara til viðbótar!

Ef einhver hefði sagt við mig fyrir 14 mánuðum síðan að ég ætti eftir að byrja í líkamsrækt og breyta um mataræði eða bara um lífstíl þá hefði ég verið fljótur að svara viðkomandi með þeirri einföldu settningu....... þú ert ruglaður !

En sú varð nú raunin, nú er maður búinn að breyta um lífstíl byrjaður í líkamsrækt og farinn að njóta lífsins enn betur en maður gerði áður.  Það spyr hugsanlega einhver hvers vegna.  Ég skal svara því, vegna þess að ég var allt of feitur, svo langt yfir kjörþyngd að ég hélt að ég gæti aldrei tekist á við þetta verkefni.  En raunin varð heldur betur önnur.  Núna tæpum 14 mánuðum síðar hef ég lést um 46kg, aukið þolið og bætt andlega líðan.  Hver biður um meira en það.  

Ég var þó búinn að setja mér markið um að missa 2kg til viðbótar fyrir komandi jólahátíð, en maður lifandi, ég held bara að það sé erfiðara að losna við þessi 2kg en hin 46kg samanlagt.  Alveg hreint ótrúlegt þegar maður stígur á þetta blessaða tæki þe vigtina þá bara gerist ekki neinn, bara alls ekki neitt, maður gæti orðið heppin ef batteríið myndi klárast og ekkert myndi birtast á skjánum, en nei maður er ekki einu sinni svo heppinn BlushSmile.  En ég hef þó enn nokkrar vikur til þess að ná þessu markmiði mínu og meira að segja það skal takast !

Því segi ég, ef ég gat tekið mig á og breytt um líferni þá geta það ALLIR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband