Leita í fréttum mbl.is

Sólveig fékk nemenda og hvatningarverðlaun Menntaráðs

 

100_0639

Ég var einn af þeim fjölmörgu sem átti leið í Ráðhús okkar reykvíkinga í dag.  Það var sannkölluð hátíð því veita átti nemenda- og hvatningarverðlaun Menntaráðs 2008. 

Stolt, ánægja og gleði skein af hverju andliti, ég veit hreinlega ekki hvort nemendur, foreldrar eða starfsmenn skóla voru hreyknari af verðlaununum nema þá einna helst að allir hafi verið jafn glaðir.  Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með hve vel formaður menntaráðs fór með hlutverk dagsins og náði vel til gestanna.  Skemmtilega frjálslegur en hélt samt virðuleikanum, nokkuð sem ekki öllum er gefið.

En ég get svo sannarlega játað að ég ætlaði hreinlega að rifna úr stolti þegar nafn systur minnar var lesið upp.  Já Sólveig Þóra fékk nemenda og hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði tónlistar.  Hún var tilnefnd af Öskjuhlíðarskóla en þar innan hús sem og í öllum öðrum skólum er erfitt að taka einn nemanda fram yfir annan því öll skara þau framúr hver á sínu sviði.  Sólveig hefur spilað á hljómborð í nokkur ár, komið fram á skólaskemmtunum svo hefur hún að sjálfssögðu spilað fyrir fjölskylduna ófá lög öllum til ánægju og yndisauka.

En eitt þótti mér athyglisvert, þrátt fyrir að þessi verðlaun snertu alla grunnskóla höfuðborgarinnar bæði starfsmenn, nemendur og foreldra þá var þeim ekki gerð góð skil af fjölmiðlum.  Mbl.is er eini fréttamiðillinn sem sagt hefur frá þessum glæsilega árangri hjá nemendum og grunnskólum borgarinnar.  Reyndar er ekkert myndefni frá afhentingunni en þeir sögðu þó frá henni það er meira en allir aðrir miðlar geta sagt.  Hver skildi ástæða þeirra vera?

Til hamingju öllsömul með glæsilegan árangur.


mbl.is Nemendur og skólar fá viðurkenningu menntaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Til hamingju með þetta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.6.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Innilega til hamingju með hana systur þína. viltu skila hamingjuóskum frá mér til hennar?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.6.2008 kl. 19:28

3 identicon

Frábært.Til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband