Leita í fréttum mbl.is

Þráhyggja ráðherrans

Það er engu líkara en samgöngumálaráðherra sé haldinn einhverskonar þráhyggju fyrir því að koma á strandflutningum umhverfis landið. Veit ég vel að miklir fjármunir fara í að halda þjóðvegum landsins við og ef vel ætti að vera þyrftu sú tala að hækka, því víða um landið eru vegir afleiddir og ekki tekið mið af þeim fjölda ökutækja sem aka hann á degi hverjum.

Án þess að ég ætli að halda því fram að ég sé sérfræðingur í strandsiglingum þá tel ég þessa aðferð fullreynda hér.  Það er ekki langt síðan strandsiglingar voru á Vestfirði með skipinu Jaxlinn ef ég man rétt, þá voru uppi raddir fyrir vestan að það væri ekki hægt að notast við strandsiglingar því það tæki allt of langan tíma og flutningsgjaldið væri svipað.  Ekki er ég klár á því hvað þessar siglingar lifðu lengi en eitt er víst það var ekki lengi.

En að ríkið ætli aftur útí einhverskonar ríkisstyrktar strandsiglingar er ekki ásættanleg niðurstaða þar sem ríkið á einfaldlega ekki að styrkja eða starfa í samkeppnisumhverfi.

En það væri nú líka athyglisvert að vita hvað ráðherrann ætlar að gera með bættar samgöngur inn til höfuðborgarinnar og fróðlegt að vita hvaða leið hann kýs að fara í málefnum Sundabrautar og hvenær það á að hefjast handa við þær framkvæmdir.

 


mbl.is Strandsiglingar skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það væri nú ráð að nota eitthvað af þessum miljörðum sem strang til tekið eru eignaðir vegaframkvæmdum (mig minnir að það séu um 50 miljarðar) í endurbætur á vegum og þá væri þetta vesen úr sögunni fljótlega.

En þess í stað eru miljarðarnir sem notaðir eru í vegabætur einungis 13 og hinir 37 notaðir í eitthvað annað.

Sem dæmi þá kostar kílómetri í jarðgöngum um það bil 700 miljónir með vsk og því mætti á einu ári gera 52 kílómetra í jarðgöngum fyrir mismuninn, það þýðir að hægt væri að taka alla jarðgangakosti sem mönnum hefur dottið í hug hingað til, nema Vestmannaeyjagöng, og framkvæma þá á einu kjörtímabili.

Nú eða tvöfalda frá alla vegi frá Reykjavík 2-300 kílómetra í hvora átt!!

Skattur á bílaeigendur er ekki óréttlátur að mínum mati, en það á að setja hann í það sem honum er eyrnamerkt

Eiður Ragnarsson, 29.5.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eiður, þetta er rétt hjá þér og jarðgöng eru einfaldasta og ódýrasta leiðin til að bæta samgöngur til þeirra staða sem búa við einangrun. Jafnvel fleiri staða eins og Hvalfjarðargöng hafa sýnt. En þangað til; eitt til tvö skip í strandflutninga myndu spara mikla peninga.

Haraldur Bjarnason, 29.5.2008 kl. 01:06

3 identicon

Hef ekki þekkingu á þessu málefni,eða réttara sagt litla.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Meðan vegakerfið er ekki í betra ástandi en það er, (og þá sér í lagi á Vestfjörðum) þá vil ég flutningabílana burt.  Maður fær verulega fyrir hjartað að mæta þessum flykkjum út á vegum (oft á tíðum mjóum malarvegum Vestfjarða) og ekki dettur þessum andskotum í hug að slá af.....  nei, nei, ekki striki niður fyrir 120.

Sigríður Jósefsdóttir, 29.5.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ekki ætla ég að mótmæla því að það er oft ekkert grín hvernig umferð þessara stóru bíla er orðin, og hef ég einnig töluverða reynalu af því að vinna á þessum tækjum líka, því að ég átti og rak eitt svona flykki í nokkur ár.

En hinsvegar er ég mjög smeikur um það að það verði lítið sem myndi flytjast af vegunum yfir á hafið bláa, því að kröfurnar um tíðni ferða og hraða er orðnar svo miklar.

Eiður Ragnarsson, 30.5.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband