28.5.2008 | 22:22
Þráhyggja ráðherrans
Það er engu líkara en samgöngumálaráðherra sé haldinn einhverskonar þráhyggju fyrir því að koma á strandflutningum umhverfis landið. Veit ég vel að miklir fjármunir fara í að halda þjóðvegum landsins við og ef vel ætti að vera þyrftu sú tala að hækka, því víða um landið eru vegir afleiddir og ekki tekið mið af þeim fjölda ökutækja sem aka hann á degi hverjum.
Án þess að ég ætli að halda því fram að ég sé sérfræðingur í strandsiglingum þá tel ég þessa aðferð fullreynda hér. Það er ekki langt síðan strandsiglingar voru á Vestfirði með skipinu Jaxlinn ef ég man rétt, þá voru uppi raddir fyrir vestan að það væri ekki hægt að notast við strandsiglingar því það tæki allt of langan tíma og flutningsgjaldið væri svipað. Ekki er ég klár á því hvað þessar siglingar lifðu lengi en eitt er víst það var ekki lengi.
En að ríkið ætli aftur útí einhverskonar ríkisstyrktar strandsiglingar er ekki ásættanleg niðurstaða þar sem ríkið á einfaldlega ekki að styrkja eða starfa í samkeppnisumhverfi.
En það væri nú líka athyglisvert að vita hvað ráðherrann ætlar að gera með bættar samgöngur inn til höfuðborgarinnar og fróðlegt að vita hvaða leið hann kýs að fara í málefnum Sundabrautar og hvenær það á að hefjast handa við þær framkvæmdir.
Strandsiglingar skoðaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri nú ráð að nota eitthvað af þessum miljörðum sem strang til tekið eru eignaðir vegaframkvæmdum (mig minnir að það séu um 50 miljarðar) í endurbætur á vegum og þá væri þetta vesen úr sögunni fljótlega.
En þess í stað eru miljarðarnir sem notaðir eru í vegabætur einungis 13 og hinir 37 notaðir í eitthvað annað.
Sem dæmi þá kostar kílómetri í jarðgöngum um það bil 700 miljónir með vsk og því mætti á einu ári gera 52 kílómetra í jarðgöngum fyrir mismuninn, það þýðir að hægt væri að taka alla jarðgangakosti sem mönnum hefur dottið í hug hingað til, nema Vestmannaeyjagöng, og framkvæma þá á einu kjörtímabili.
Nú eða tvöfalda frá alla vegi frá Reykjavík 2-300 kílómetra í hvora átt!!
Skattur á bílaeigendur er ekki óréttlátur að mínum mati, en það á að setja hann í það sem honum er eyrnamerkt
Eiður Ragnarsson, 29.5.2008 kl. 00:29
Eiður, þetta er rétt hjá þér og jarðgöng eru einfaldasta og ódýrasta leiðin til að bæta samgöngur til þeirra staða sem búa við einangrun. Jafnvel fleiri staða eins og Hvalfjarðargöng hafa sýnt. En þangað til; eitt til tvö skip í strandflutninga myndu spara mikla peninga.
Haraldur Bjarnason, 29.5.2008 kl. 01:06
Hef ekki þekkingu á þessu málefni,eða réttara sagt litla.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:07
Meðan vegakerfið er ekki í betra ástandi en það er, (og þá sér í lagi á Vestfjörðum) þá vil ég flutningabílana burt. Maður fær verulega fyrir hjartað að mæta þessum flykkjum út á vegum (oft á tíðum mjóum malarvegum Vestfjarða) og ekki dettur þessum andskotum í hug að slá af..... nei, nei, ekki striki niður fyrir 120.
Sigríður Jósefsdóttir, 29.5.2008 kl. 11:47
Ekki ætla ég að mótmæla því að það er oft ekkert grín hvernig umferð þessara stóru bíla er orðin, og hef ég einnig töluverða reynalu af því að vinna á þessum tækjum líka, því að ég átti og rak eitt svona flykki í nokkur ár.
En hinsvegar er ég mjög smeikur um það að það verði lítið sem myndi flytjast af vegunum yfir á hafið bláa, því að kröfurnar um tíðni ferða og hraða er orðnar svo miklar.
Eiður Ragnarsson, 30.5.2008 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.