Leita í fréttum mbl.is

Flottur dagur

Ég fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera einn dag á ári að degi barnsins.  Það er reyndar einkennilegt að það sé ekki löngu búið að setja þennan dag á því við höfum eins og við öll vitum höfum við mæðra- og feðradag og nú loks dag barnsins.

Fyrir mitt leyti þá fannst mér í raun gert furðu lítið úr þessum degi og ég hefði gjarnan viljað sjá hann betur "markaðssettan" t.d sagði mbl.is ekki frá þessum degi fyrr en kl. 17.07 í dag en hefðu í raun sem fjölmiðill átt að segja frá þessum degi strax í morgunn og með því kvatt foreldra til þess að gera eitthvað með börnum sínum.  Við fórum t.d í sund sem var í boði ÍTR og eftir að vera búin að svamla dágóða stund var að sjálfssögðu komið við í bakaríinu, enda tilheyrir að fá sér sér "íslenskan" snúð og kókómjólk eftir góðan sundsprett.  Þegar við vorum búin með kræsingarnar var ákveðið að taka bíltúr sem endaði að sjálfssögðu sem ísbíltúr þar sem sú stutta í bílnum fullyrti að hún hefði ekki fengið í "alveg svakalega lengi" sem í raun var bara fyrir helgi en tíminn er lengri að líða hjá þessum litlu en okkur hinum, allavega stundum.

Ákveðið var að frúin og eldri dóttirin færi að sjá FRAM leggja Þróttara í fótboltaleik dagsins á meðan ég og sú stutta ákváðum að vera heima og grilla.  Þegar við vorum búin að grilla og borða gómsæta hamborgara, sem í þetta skiptið voru án ostarins - þar sem sú stutta án allan ostinn á meðan hún var að bíða eftir hamborgaranum þá spiluðum við eitt spil og svo var kominn háttatími því erfiður leikskóladagur er á morgun hjá henni.

Sem sagt stórskemmtilegur dagur barnsins hér á þessu heimili og vonandi á sem flestum heimilum. 


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halla gamla hefur fundist að allt frá barnæsku hafi allir dagar verið dagar barnsins/fyrst æskan svo börnin okkar svo og baranabörnin og svo baranabarnabörninn/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.5.2008 kl. 23:55

2 identicon

Æ það er svo gaman að sjá hvað þið eruð alltaf dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum :) Það ættu fleiri að taka sér það til fyrirmyndar :) Byð að heilsa hinum helmingnum ;) Kveðja úr sólinni í Horsens ! :D

Ásdís frænka (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband