Leita í fréttum mbl.is

Sumir vilja vera heima

Ekki ætla ég að draga dul á að kvenréttindafélag Íslands hefur unnið gott starf í gegnum tíðina, en ég hefði gjarnan viljað sjá sterkari rök frá þeim varðandi heimgreiðslurnar.  Það eru mög rök með því að sveitafélög komi á móts við foreldra eða forráðamenn barna með þessu móti.  Heimgreiðslur eiga ekki að koma í stað leikskólavistar barns heldur er þetta lausn þegar barn hefur ekki fengið úthlutuðu leikskólaplássi.

Ég segi hinsvegar að heimgreiðslur séu síður en svo úreld hugmynd og reyndar skil ekki þá fullyrðingu kvennréttindafélagsins.  Þessi leið getur komið sér vel fyrir marga og reyndar veit ég um fólk sem þessi leið hentar einfaldlega betur.  Ég myndi vilja sjá heimgreiðslur til dæmis til þeirra foreldra og forráðamanna sem ákveða að nýta sér einungis t.d hálfs dags vistun á leikskóla þau gætu fengið heimgreiðslur að hluta.  En vitanlega á það að vera val foreldra og forráðamanna hvort þau ákveða að hafa börnin sín heimavið að hluta eða öllu leyti yfir daginn þó vissulega sé ekki deild um hve gott það er fyrir börn félagslega að vera á leikskóla en það er síður en svo eina leiðin.


mbl.is Heimgreiðslur úrelt hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

ég er sjálfstæð kona og nýt þess að vinna, en ég elska líka að vera með börnunum mínum og myndi alveg þiggja það að fá að vera heima á svona greiðslum. Að vera með eigin börnum lít ég á sem forréttindi þó mér gangi vel í vinnu og skili inn alltílagi tekjum. ég myndi bara vilja hitt frekar og vildi óska að þessar kvenréttindarembur hættu að öskra um leið og einhver minnist á þetta. Mér finnst að ég eigi að hafa val, því ég er bara í barneign í 25 ár og börnin mín eru ekki alltaf lítil og þessar kellingar hafa alveg eyðilagt það fyrir mér, í nafni jafnréttis.

Birna M, 24.5.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband