Leita í fréttum mbl.is

Í útskriftaferð og 3G í Vestmannaeyjum

Við Sólveig systir lögðum saman uppí mikla ferð í morgun sem hófst á Reykjavíkurflugvelli.  Tókum þar fokker einkaflugvél til Vestmannaeyjar þar sem við hittum skólasystkini hennar úr Öskjuhlíðarskóla.  Já það er komið að því að litla/stóra systir mín útskrifist úr grunnskóla, þó ótrúlegt megi virðast finnst mér stundum eins og það séu bara nokkur ár síðan ég horfði á hana liggjandi í rúmi inná vöggudeild Landsspítalans þá ekki nema rétt rúmar fjórar merkur eða svo og nú er hún bara að verða sextán ára, kannski það eina glaðlega við það að hún er að eldast er að ég er að eldast líka.  Betra getur það varla verið, eða er það?

Það hefur sannarlega verið glatt á hjalla hér enda fjörugur hópur á ferðinni, fólk sem hefur gaman af lífinu og kann að njóta góðra stunda.

En það er óhætt að segja að Vestmannaeyjar séu komnar framarlega í tækninni því hér er komið 3G samband og núna getur maður unnið á netlykil frá Símanum hér í Vestmannaeyjum, er hægt að hafa það betra?

Ferðin stendur yfir fram á fimmtudag og verður margvísleg afþreying í boði fyrir hópinn, það verður m.a farið í siglingu og rútuferð með leiðsögn um eyjuna á morgunn.  Við erum svo væntanleg á meginlandið um hádegisbilið á fimmtudaginn og væntanlega verða þar þreyttir ferðalangar á ferð enda búin að skoða margt og að sjálfssögðu vaka fram á nótt eins og sæmir í góðum skólaferðalögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband