Leita í fréttum mbl.is

Sveitaferðin

IMG 0360Laugardagurinn var stórskemmtilegur hjá okkur því við fórum í sveitarferð með leikskólanum hjá yngsta meðlim fjölskyldunnar.  Förinni var heitið upp í Mosfellsdal til þess að leyfa börnum á öllum aldri að sjá heimilisdýrin á bænum.

Þeirri stuttu þótti þó mest til rútuferðarinnar koma þar sem bílstjórinn var jafn gamall og afi hennar þá þótti hún hann ákaflega traustur bílstjóri og hann átti svo sannarlega stóra rútu.  Henni þótti þó einkennilegt að við skyldum ekki hafa boðið öllum í hverfinu með því það voru nokkur sæti laus!

IMG 0418

Að sjálfssögðu var nauðsynlegt að prófa traktorana á bænum enda vant fólk þarna á ferð, minnir kannski einna helst á atriði úr myndinni "með allt á hreinu" þegar Grýlurnar voru að ferðast með traktornum, en ótrúlegt hvað hægt er að komast langt á traktor sem fer í raun ekki neitt nema í huganum.  Takið sérstaklega eftir svipnum á bílstjóranum, ákveðin svipur þar á ferð og greinilega manneskja sem veit uppá hár hvað hún er að gera og hvert hún er að fara.

 

 IMG 0400Eins og gefur að skylja voru margir vinir þarna á ferð enda leikskólinn fullt hús vina og þarna má sjá tvær stuttar í mikilli gleðivímu eftir að hafa fengið að halda á flestum húsdýrum bæjarins þrátt fyrir að einhverjum þótti sérstakt að þær mættu ekki prufa að halda á kálfinum.  Reyndar voru margir spekingar á ferðinni þennan dag í sveitinni og oft skemmtilegt að hlusta á útskýringar barnanna á því sem var að gerast, til dæmis þá var einn lítill alveg með það á hreinu að kindurnar hefðu gleymt að sturta niður, því það væri svo mikil pissulykt í fjárhúsunum og okkar telpa var alveg búinn að sannfæra sjálfan sig um að rútubílstjórinn myndi pakka öllum dýrunum inn og setja undir sætin í rútunni (í lestarnar) þ.m.t hestinn því hún ætlaði svo sannarlega að hafa öll dýrin heima hjá sér a.m.k. í sumar.  Hver segir svo að lífið sé flókið ?

Hér til hliðar er hægt að skoða fleiri myndir úr ferðinni í myndamöppunni "sveitaferðin 2008"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að gleðjast með börnunum

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.5.2008 kl. 23:10

2 identicon

Það er svo gaman í þessum sveitaferðum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:40

3 identicon

Frábærar myndir frá sveitaferðinni, vá hvað þær eru orðnar stórar skvízurnar.  Væri alveg til í eitt stykki sveitaferð en læt mér nægja að fara í dýragarðinn með madpakke....

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband