Leita í fréttum mbl.is

Neytendavaktin í 24 stundum á morgun fimmtudag

Ég varð svo ljón heppinn að koma við á bensínstöðinni þegar ég var að hjóla heim og vitir menn 24 stundir morgundagsins þ.e fimmtudagsins var komið á stöðina.  Verst að það er ekki lottó úrdráttur á morgun, maður hefði þá í það minnsta geta keypt eina röð eða svo.

En það vakti athygli mína dálkur frá neytendavaktinni sem er samvinnuverkefni 24 Stunda og Neytendasamtakana.  Einu sinni á dag er farið vörur eða þjónustu og hvað þetta er ódýrast og hvar dýrast.

Á morgun fimmtudag er farið yfir það hvað minnsta stærð af ís með dýfu kostar og komið hefur í ljós að það er 58% verðmunur á þessari vöru á milli söluaðila.

Eden Hveragerði var ódýrast en þar kostaði ísinn 190 kr, Erluís var næst ódýrust með ísinn á 200kr en ísbúðin í Smáralind er dýrust því þar kostar ísinn 300 krónur.

En ég velti því fyrir mér hvað er minnsta stærðin lítil eða stór og hve áræðanleg er þessi könnun?  Ekki það að þetta sér mér eitthvert hjartans mál en ég gæti vel hugsað mér að taka þátt í þessari könnun þ.e vera framkvæmdaraðilinn að því gefnu að ég fengi að borða ísinn.

En án þess að ég sé með sannanir fyrir því þá er Erluís besta ísbúð bæjarins og alltaf jafn gaman að kíkja þar við og fá sér ís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband