Leita í fréttum mbl.is

Hjólaði 17km í dag.

Það eru skemmtilegir tímar svo mikið er víst.  Nú stendur yfir átakið "Hjólað í vinnuna" og að sjálfssögðu tekur maður fullan þátt í því.  Ég er hluti af 8 manna teymi hérna hjá Símanum sem ætlar klárlega að rúlla þessu upp.  Teymið samanstendur af algjörum áhugamanna íþróttafólki uppí það að vera með fólk sem kemst næst því að verða einhverskonar líkamsræktarsjúklingar.  Fólk sem hjólar í vinnuna og heim aftur en telur sig alls ekki fá nóg af hreyfingu út úr því og mætir í ræktina í hádeginu til þess að taka aðeins á, ótrúlegt en satt!

Ég læt hinsvegar duga að hjóla í vinnuna og heim aftur, það eru í kringum 17 Km leið svo ég er bara sáttur eða öllu heldur er ég eiginlega bara rosalega ánægður með þetta, hélt að ég myndi ekki endast einn dag í þessu en núna eru komnir tveir dagar og vitir menn ég ætla klárlega að vera með á morgunn, ekki spurning.

En til gamans þá hafa starfsmenn Símans og Skipta nú hjólað rétt rúma 1000 km á tveimur dögum og það hlýtur að teljast nokkuð gott.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband