Leita í fréttum mbl.is

Tvær góðar fréttir sama daginn

Það eru góðar fréttir að Ástþór ætli ekki að bjóða sig fram til forseta nú þegar kjörtímabili Ólafs lýkur.  Reyndar er það alltaf svo að lýðræði kostar sitt og ekkert er sjálfssagðara en það.  En maður getur ekki verið sáttur við að peningar séu brenndir á kostnað almennings eins og raunin hefði orðið ef valkostirnir hefðu bara verið tveir þ.e Ólafur og Ástþór.  Þar sem Ólafur hefði líklega fengið 99,9998% atkvæða. 

Reyndar ætti það að vera markmið út af fyrir sig að tryggja frambærilega frambjóðendur í forsetakostningar  því það á ekki að vera sjálfgefið að forseti lands sitji eins lengi og honum sjálfum þóknast.

Nú ég talaði um tvær góðar fréttir sama daginn.  Hin fréttin er að sjálfssögðu sú að hópurinn sem fór uppá Hvannadalshnjúk um miðnætti komst alla leið upp og gat framkvæmt fyrsta myndsímtalið frá hæsta tind landsins.


mbl.is Ástþór býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært Otti minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.4.2008 kl. 16:37

2 identicon

Ástþór já

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er vel markaðssett auglýsing hjá Símanum en ekki frétt. Það eru ekki undur og stórmerki að hægt sé að senda af Hvannadalshnjúk það sem hægt er að senda úr flugvél

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Kæra Marta,

Þessi ferð var skipulögð af starfsmannafélagi Símans og nokkrum starfsmönnum sem hafa áhuga á göngum og starfa innan fyrirtækisins.   Ferðin var ákveðin í vegna lífstílsstefnu sem var verið að vinna og var hún talin kjörið tækifæri fyrir "venjulegt" fólk að setja sér markmið tengt líkamsrækt með það að markmiði að efla hreyfingu og vellíðan.

Undirbúningur ferðarinnar hefur staðið yfir í rúma 4 mánuði.  Vissulega er það góð auglýsing að Síminn sé eina fjarskiptafyrirtækið sem getur boðið uppá 3G samband eða farsímasamband yfirleitt á hæsta tind landsins þar sem fleiri hundruð manns ganga upp á hverju ári.

Óttarr Makuch, 27.4.2008 kl. 19:46

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jamm síminn á eftir að brillera með 3G hjá okkur dreifbýlisvrginum, og ég skal styðja þig Ótta þegar þú ferði í forsetaframboð.....

Eiður Ragnarsson, 28.4.2008 kl. 10:14

6 Smámynd: Óttarr Makuch

haha takk fyrir það Eiður, ég vissi ég ætti þinn stuðning að

Óttarr Makuch, 28.4.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband