19.4.2008 | 17:01
1 2 og Grafarholt - Áhugaverður fundur með borgarstjóra
Þrátt fyrir að frábært vor væri í lofti og ýmis tækifæri til þess að njóta náttúrunnar nú eða njóta þess að lesa bók heima fyrir þá voru fjölmargir íbúar sem ákváðu að mæta á fundinn sem haldin var í tengslum við verkefni borgarinnar 1 2 og Grafarholt.
Á dagskránni voru mörg málefni.
- Stofnuð voru íbúasamtök Grafarholts og Úlfarsárdals, samþykkt voru lög sem og kosið í stjórn samtakanna. Það var öflugur hópur íbúa sem bauð sig fram því ekki vantaði áhuga fólksins fyrir þessu þarfa framtaki.
- Kristinn Reimarson frá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts fór með kynningu eða fræðslu um liðheilsu og hvernig við getum öll sem eitt stundað heilsusamlegt líferni án þess að hafa mikið fyrir því.
- Brekkukórinn sem er skipaður elstu börnunum á Maríuborg komu og sungu þrjú lög með mikilli innlifun og stóðu þau sig alveg frábærlega.
- Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fór yfir málefni hverfisins og svarið fyrirspurnum frá íbúum. Það voru margvíslegar spurningar sem komu, allt frá því að spyrjast fyrir um rusladalla eða bekki við gangstíga yfir í að fyrirspurnir um veg sem á að liggja milli Vesturlands- og Suðurlandsvegar. Einnig kom ósk frá íbúum um að bensínstöðin sem er við skólalóð Ingunnarskóla yrði fjarlægð enda stæði hún á afar óheppilegum stað í hverfinu. Því miður gafst ekki tími til þess að svara öllum fyrirspurnum á staðnum en svör munu verða senda til spyrjenda sem og verður fundargerð fundarins sett á heimasíðu hverfisins. Borgarstjóri var einnig viðstaddur þegar skrifað var undir samkomulag milli nemenda í níunda bekk Ingunnarskóla og Orkuveitu Reykjavíkur um umhirðu á tankasvæðinu, eða eins og stóð í samkomulaginu að nemendur taki svæðið í fóstur gegn styrk í ferðasjóð. Skemmtileg nálgun til þess að efla hverfavitund unglinga í hverfinu og vonandi koma einnig skemmtilegar hugmyndir fram um hvernig megi nýta þetta svæði betur.
- Sólveig Reynisdóttir fór yfir þær athugasemdir sem komið hafa inná ábendingavefinn 1 2 og Reykjavík. Var hún búinn að flokka ábendingarnar niður einnig merkja við þær ábendingar sérstaklega sem hafa fengið flestar undirtektirnar. Sú ábending sem fékk flestar undirtektirnar voru tvímælalaust vegna hugmynda um flugvöll á Hólmsheiði sem ég held að ekki nokkur Grafarholts- eða Úlfárfellsbúi vilji fá.
Börnin í hverfinu tóku svo sannarlega þátt í fundinum, Brekkukórinn eins og sagt var frá söng, ljósmyndarar frá Geislabaug voru send út á örkina og tóku þau myndir af hverfinu eins og það leit út fyrir þeim og myndlistamennirnir frá Reynisholti voru með myndlistasýningu.
Fundurinn var bæði fræðandi og skemmtilegur eins er alltaf gaman að hitta fólk sem hefur sama markmið og aðrir þ.e að láta gott að sér leiða og huga að hagsmunum hverfisins í heild.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
vantar þig ritara starf , vantar einn í kórinn
Heiðar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.