15.4.2008 | 09:10
24 mínútur og lögreglan
Ég gluggaði í 24 stundir og Fréttablaðið á leiðinni í vinnuna í morgun, enda nægur tími þar sem við hjónin vorum í kringum 24 mínútur frá heimili okkar í Grafarholti niður í Ármúla sem við vinnum bæði. Það er óhætt að tala um að umferðin hafi verið nánast stopp þar sem ég hugsa að meðal hraði ökutækja hafi ekki farið mikið yfir núllið.
En eins og svo oft áður þá er lögreglan að fylgjast með og hefur komið sér þægilega fyrir undir Höfðabakkabrúnni. En getur einhver skýrt fyrir mér hvað þeir eru að gera, eitt er að vera með sýnilegt eftirlit en ég get ekki annað en brosað út í annað þegar maður sér þá vera í hraðamælingarstellingum þar sem umferðin fer jafn hægt og þarna. En hugsanlega er lögreglan að fylgjast með fólki sem er að tala í farsíma eða ekki með beltin spennt. En hefði ekki verið nær að snú bílnum í vestur og mæla þá umferð sem ekur í austurátt og oft á tíðum talsvert yfir löglegum hámarkshraða.
Tafir á umferð í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
Var einmitt á Austurleið þarna um slóðir rúmlega átta. Var einmitt að spá í þessu sama, sá ekki tilganginn með þessari uppstillingu lögreglubifreiðarinnar.
Kjartan Pálmarsson, 15.4.2008 kl. 09:27
Kannski að þeir hafi ekki haft nógu mikið bensín
Landi, 15.4.2008 kl. 09:28
Það er ótrúlegt hvað allir hafa mikið vit á því hvað lögreglan ætti að vera að gera í stað þess sem hún er að gera. Hefði ekki verið fallega gert að banka á rúðuna hjá löggunni þarna undir Höfðabakkabrúnni og benda þeim á betri uppstillingu á löggubílnum fyrst tilgangur þeirra með uppstillingunni var svona óskiljanlegur? Svo er heldur ekki hægt að ætlast til mikils andlegs atgervis hjá fólki sem segir "spá í þessu" í stað "spá í það" og þaðan af síður skilnings á atferli lögreglunnar. Og að sjálfsögðu hefði verið nær að snúa löggubílnum einhvern veginn allt öðruvísi en þeir gerðu.
corvus corax, 15.4.2008 kl. 09:39
Kallast þetta ekki sýnilegt eftirlit ?- eftirlit til þess að fá fólk til þess að hugsa sig um - er ekki allt ok hjá mér. Í þéttri umferð er lögreglan varla að mæla hraða heldur kannski frekar að fylgjast með hvort eftirlýst bifreið sé í þvögunni, á vef lögreglunnar má sjá að hátt í 20 bifreiðar eru eftirlýstar, stolnar eða horfnar. Kannski eru þeir að reyna að spotta dagdrykkjumennina sem þeir vita um eða jafnvel fólk sem er svipt ökuréttindum. Mjög ógætilegur akstur getur líka átt sér stað í mikilli umferð og kannski meta þeir það svo að þeir verði að hafa tal af þeim. En ástæðurnar geta verið fjölmargar en ekki alltaf hraðakstur þó löggan stoppi út í kanti.
Gústaf (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:56
Já og svo geta þeir nú líka mælt hraða bíla sem koma aftan að lögreglubílnum þar sem þeir eru með fram- og afturvísandi ratar.
Pési (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:37
Já það er magnað að vera að velta sér upp úr því í hvaða átt lögreglubifreiðin snéri!!. Hvað sem þeir voru að gera, hvort það var að mæla hraða, fylgjast með bílbeltanotkun, eða að reyna að koma auga á eftirlýsta bifreið t.d ölvaðann ökumann þá voru þessir lögreglumenn í vinnunni að sinna starfi sínu. Þeir vita örugglega hvernig þeir eiga að gera það. Þetta er eins og að velta sér upp úr því afhverju starfsmaður bensínstöðvar snýr sér að bílnum eða frá bílnum á meðan hann dælir bensíni..
Ólafur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:33
Þetta var nú meira sett inn til þess að hafa gaman af því en ekki til þess að setja útá störf lögreglunnar. Eins og ég hef oft skrifað um þá er ég ákaflega ánægður með hve lögreglan er orðinn sýnileg og klárlega er þetta liður í því.
Ég reyndar vissi ekki að þær gætu hraðamælt í báðar áttir svo ég er orðin mun fróðari eftir athugasemdina frá Pésa.
En corvus corax ef ég hefði bankað í rúðuna hjá þeim hefði það verið til þess að bjóða þeim kaffi eða einfaldlega góðan daginn en ekki til þess að setja útá hvernig bifreiðin væri staðsett
Óttarr Makuch, 15.4.2008 kl. 16:44
Hæ hó, var að kíkja á bloggið hjá þér Óttarr, sniðugur að nýta þér 3G tæknina í bílnum á leið til vinnu á morgnanna, og jú líka að taka myndir af ríkisstarfsmönnum við að sekta bílandi fólk sem ekur allt of hratt ,, t.d. mæsu gömlu. ... En annars hlökkum við Jón Óskar mikið til morgunndagsins, Allt klárt fyrir París og svo Borgó ;)
Bestu kveðjur,
María og Jón Óskar.
Mæsa gamla (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.