Leita í fréttum mbl.is

24 mínútur og lögreglan

IMG_0349Ég gluggaði í 24 stundir og Fréttablaðið á leiðinni í vinnuna í morgun, enda nægur tími þar sem við hjónin vorum í kringum 24 mínútur frá heimili okkar í Grafarholti niður í Ármúla sem við vinnum bæði.  Það er óhætt að tala um að umferðin hafi verið nánast stopp þar sem ég hugsa að meðal hraði ökutækja hafi ekki farið mikið yfir núllið.

En eins og svo oft áður þá er lögreglan að fylgjast með og hefur komið sér þægilega fyrir undir Höfðabakkabrúnni.  En getur einhver skýrt fyrir mér hvað þeir eru að gera, eitt er að vera með sýnilegt eftirlit en ég get ekki annað en brosað út í annað þegar maður sér þá vera í hraðamælingarstellingum þar sem umferðin fer jafn hægt og þarna.  En hugsanlega er lögreglan að fylgjast með fólki sem er að tala í farsíma eða ekki með beltin spennt.  En hefði ekki verið nær að snú bílnum í vestur og mæla þá umferð sem ekur í austurátt og oft á tíðum talsvert yfir löglegum hámarkshraða.


mbl.is Tafir á umferð í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Var einmitt á Austurleið þarna um slóðir rúmlega átta. Var einmitt að spá í þessu sama, sá ekki tilganginn með þessari uppstillingu lögreglubifreiðarinnar.

Kjartan Pálmarsson, 15.4.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Landi

Kannski að þeir hafi ekki haft nógu mikið bensín

Landi, 15.4.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: corvus corax

Það er ótrúlegt hvað allir hafa mikið vit á því hvað lögreglan ætti að vera að gera í stað þess sem hún er að gera. Hefði ekki verið fallega gert að banka á rúðuna hjá löggunni þarna undir Höfðabakkabrúnni og benda þeim á betri uppstillingu á löggubílnum fyrst tilgangur þeirra með uppstillingunni var svona óskiljanlegur? Svo er heldur ekki hægt að ætlast til mikils andlegs atgervis hjá fólki sem segir "spá í þessu" í stað "spá í það" og þaðan af síður skilnings á atferli lögreglunnar. Og að sjálfsögðu hefði verið nær að snúa löggubílnum einhvern veginn allt öðruvísi en þeir gerðu.

corvus corax, 15.4.2008 kl. 09:39

4 identicon

Kallast þetta ekki sýnilegt eftirlit ?- eftirlit til þess að fá fólk til þess að hugsa sig um - er ekki allt ok hjá mér.  Í þéttri umferð er lögreglan varla að mæla hraða heldur kannski frekar að fylgjast með hvort eftirlýst bifreið sé í þvögunni, á vef lögreglunnar má sjá að hátt í 20 bifreiðar eru eftirlýstar, stolnar eða horfnar.  Kannski eru þeir að reyna að spotta dagdrykkjumennina sem þeir vita um eða jafnvel fólk sem er svipt ökuréttindum.  Mjög ógætilegur akstur getur líka átt sér stað í mikilli umferð og kannski meta þeir það svo að þeir verði að hafa tal af þeim.  En ástæðurnar geta verið fjölmargar en ekki alltaf hraðakstur þó löggan stoppi út í kanti.

Gústaf (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:56

5 identicon

Já og svo geta þeir nú líka mælt hraða bíla sem koma aftan að lögreglubílnum þar sem þeir eru með fram- og afturvísandi ratar.

Pési (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:37

6 identicon

Já það er magnað að vera að velta sér upp úr því í hvaða átt lögreglubifreiðin snéri!!. Hvað sem þeir voru að gera, hvort það var að mæla hraða, fylgjast með bílbeltanotkun, eða að reyna að koma auga á eftirlýsta bifreið t.d ölvaðann ökumann þá voru þessir lögreglumenn í vinnunni að sinna starfi sínu. Þeir vita örugglega hvernig þeir eiga að gera það. Þetta er eins og að velta sér upp úr því afhverju starfsmaður bensínstöðvar snýr sér að bílnum eða frá bílnum á meðan hann dælir bensíni..

Ólafur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:33

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Þetta var nú meira sett inn til þess að hafa gaman af því en ekki til þess að setja útá störf lögreglunnar.  Eins og ég hef oft skrifað um þá er ég ákaflega ánægður með hve lögreglan er orðinn sýnileg og klárlega er þetta liður í því.

Ég reyndar vissi ekki að þær gætu hraðamælt í báðar áttir svo ég er orðin mun fróðari eftir athugasemdina frá Pésa. 

En corvus corax ef ég hefði bankað í rúðuna hjá þeim hefði það verið til þess að bjóða þeim kaffi eða einfaldlega góðan daginn en ekki til þess að setja útá hvernig bifreiðin væri staðsett

Óttarr Makuch, 15.4.2008 kl. 16:44

8 identicon

Hæ hó, var að kíkja á bloggið hjá þér Óttarr,  sniðugur að nýta þér 3G tæknina í bílnum á leið til vinnu á morgnanna, og jú líka að taka myndir af ríkisstarfsmönnum við að sekta bílandi fólk sem ekur allt of hratt ,, t.d. mæsu gömlu. ... En annars hlökkum við Jón Óskar mikið til morgunndagsins, Allt klárt fyrir París og svo Borgó ;)

 Bestu kveðjur,

María og Jón Óskar.

Mæsa gamla (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband