Leita í fréttum mbl.is

Eru þeir að fá alla á móti sér?

Nú held ég að það sé kominn tími til þess að trukkahópurinn ráði sér almannatengil (pr. mann) sem gætir hagsmuna þeirra í fjölmiðlum.  Því klárlega eru að koma röng skilaboð frá hópnum og stundum misvísandi, fer svolítið eftir því við hvern er talað hjá þeim, þó svo megin línan sé sú sama.  Það er bara ekki nóg, kröfurnar þurfa að vera kristal skýrar og skilaboðin sömuleiðis.

Það er ég fullviss um að þau skilaboð sem berast úr herbúðum hópsins í gær og dag, hótanir sem þessar "Menn vilja fá svör og svo verður séð til hvað verður gert. Það fer eftir því hvernig svörin verða,“ fara illa bæði í almenning sem og stjórnvöld enda er erfitt að semja við þá sem fara fram með hótanir.

Þeir ættu frekar að tala um að það verði aðgerðir hvort sem þær ganga undir nafninu "Stóra stopp" eða eitthvað annað, jafnframt ættu þeir að mínu mati að gefa það út að þær verði t.d í næstu viku eða hvenær svo sem þeir vilja hafa þær, en þeir geta hinsvegar alltaf slegið þeim á frest nú eða hreinlega fellt þær niður telja þeir sig vera búnir að ná því fram sem þeir vilja.

Það eru fjölmargir almannatenglar sem hægt er að ráða til starfa og ég tel að þeir ættu að nýta sér þjónustu þeirra, áður en almenningur snýst gegn þeim.  Allavega get ég ekki betur heyrt í kringum mig en að fólk sé ekki eins ánægt með þessar aðgerðir eins og það var áður, reyndar hugsa ég að sá fjöldi sem er orðinn hreinlega á móti þessum aðgerðum hafi margfaldast eftir fréttatíma Stöðvar2 í gær þar sem trukkabílstjórarnir lögðu líf annara í stór hættu þegar þeir komu akandi af afrein inná Ártúnsbrekkuna.


mbl.is Bílstjórar ræða um „stórt stopp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalegt barn ertu. Fólk er fyrst og fremst á móti þessum aðgerðum því þær eru ólögmætar, þær skapa mikla almenna hættu og það er ekki hægt að láta fólk komast upp með að fá kröfum sínum framgengt með því að brjóta lög. Þetta eru barnalegar aðgerðir hjá þessum bílstjórum og fólk er farið að sjá í gegnum þær.

Jú jú vissulega gæti P.R. maður kannski einhverju breytt fyrir þá, en þegar þú ert með vondan málstað þá er erfitt að verja hann. Þannig er það nú bara.

L.R. (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Kannski Ómar R. Valdimarsson gæti tekið þetta að sér. Hann er nú ekki óvanur að taka upp hanskann fyrir vonda málstaði samviskulaust.

Ívar Jón Arnarson, 12.4.2008 kl. 10:34

3 identicon

Málstaðurinn er ekki vondur, heldur skiljanlegur. Hins vegar er slæmt hversu margir eru að tjá sig og fara misjafnar leiðir til þess. Það hefur verið nefnt að þeir hafi breytt áherslum sínum frá því að vera að mótmæla háu eldsneytisverði í mótmæli gegn álögum varðandi hvíldartíma o.þ.h. Þeir hafa hins vegar allan tímann haldið hvoru tveggja fram en fjölmiðlar höfðu hins vegar aðeins áhuga á eldsneytinu í upphafi. Fulltrúi bílstjóra gagnvart fjölmiðlum og öðrum myndi laga þetta að mínu mati

Birkir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband