Leita í fréttum mbl.is

Beiðið við Hnjúkinn

Hér sit ég við rætur Sandfells í blíðskapar veðri, glaða sólskin og logn en líklega er um tveggja stiga frost.  Útsýnið er stórbrotið þegar maður lítur upp til Hvannadalshnjúks þar sem félagar mínir eru að ganga upp, líklega að komast uppá hátindinn um þessar mundir.  Við komum hingað um miðnætti og þeir gengu af stað um klukkan eitt.  Það er frábært hve gott veður þeir hafa fengið til þess að klifra uppá hæsta tind landsins. 

En á meðan ég bíð eftir þeim hef ég rölt hér um svæðið, gengið upp í hlíðar Sandfell en ég læt Hnjúkinn bíða að sinni, eigum við ekki að segja að það getur verið skemmtilegt að geyma stærri áskoranir í það minnsta þar til maður kemst í betra form.

En það verða án efa þreyttir og hugsanlega sólbrenndir göngugarpar sem koma niður hlíðarnar um klukkan tvö í dag og líklega verður ekki mikið sagt á leiðinni í bæinn nema þá einna helst með sönghrotum Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er frábært.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.4.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband