Leita í fréttum mbl.is

Gestabókin á Akrafjalli - Ég er þar !

Þegar ég vaknaði um klukkan 06.40 og leit út um gluggan sá ég þetta líka yndislega, það var hvorki snjókomma né rigning og allt útlit fyrir góðan sólríkan dag hér á höfuðborgarsvæðinu.  Ég var búinn að ákveða að ganga Akrafjallshringinn með samstarfsfólki mínu og átti sú ganga að hefjast stundvíslega klukkan 09.00.

Þegar komið uppeftir þar sem gangan átti að hefjast þá var fallegt gluggaveður, sólin skein en það var hávaðarok, líklega í kringum 15 til 18 metrar eða svo.  En við letum það ekki á okkur fá heldur héldum af stað, þetta var rúmlega fimmtíu manna hópur og var enginn annar en Haraldur Örn pólfari fremstur í flokki og að ógleymdum Pétri Ásbjörns sem hefur farið fyrir hópnum í öllum gönguferðum vetrarins.

Gangan um Akrafjall er mjög skemmtileg en erfið á köllum, sérstaklega fyrir óvana fjallagarpa en erfiðleikunum gleymir maður fljótt þegar maður fer að líta í kringum sig því útsýnið efst á fjallinu er stórfenglegt.  Ég hef til gamans sett inn nokkrar myndir í myndaalbúið "akrafjall" ef ske kynni að einhver vildi virða fyrir sér útsýnið en ekki nenna ganga á fjallið.  En að sjálfssögðu mæli ég með því að fólk rölti þarna upp í sumar og virði fyrir sér útsýnið, það er fátt sem getur jafnast á við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég líka

Sigríður Jósefsdóttir, 3.4.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband