Leita í fréttum mbl.is

Afmælisdagurinn senn á enda og matvöruhækkanir eru í nánd.

GateaudanniversaireÞá er enn einn afmælisdagurinn senn á enda og ekki nema rétt innan við klukkustund eftir af þessum skemmtilega degi þar sem veðurblíðan hefur fengið að njóta sín eins og alltaf hér í Reykjavík.

Kökurnar sem frúin bakaði á þessum degi voru kannski ekki alveg eins stórar og þessi hér til hliðar en þær voru góðar og ekki annað að sjá en gestirnir hafi líkað almennt kræsingarnar vel.

Ég ákvað í tilefni dagsins að líta í Morgunblaðið sem kom út á fæðingardegi mínum fyrir 33 árum. 

Dagbók Morgunblaðsins þriðjudaginn 25 mars 1975 var svohljóðandi

Í dag er þriðjudagurinn 25. mars, 84. dagur ársins 1975.  Boðunardagur Maríu. Maríumessa á föstu.  Einmánuður byrjar. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 04.38, síðdegisflóð kl. 17.05. Sólarupprás í Reykjavík er kl. 07.13, sólarlag kl. 19.57.  Sólarupprás kl. 06.56, sólarlag kl. 19.43 á Akureyri.

Þá segir hann við þá: sál mín er sárhrygg allt til dauða; bíðið hér og vakið með mér.  Og hann gekk lítið eitt lengra, féll fram á ásjónu sína og baðst fyrir og sagði: Faðir minn, ef mögulegt er, þá fari þessi bikar fram hjá mér, þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt. (Mattheus 26.38-39)

Gengi dollars var 149,20 en er í dag 78,44 kr.

Stjörnuspá dagsins var: Einhver vinur þinn á í vandræðum, en þorir ekki að leita ráða hjá þér.  Komdu til móts við hann.

Verið var að sýna Skyjacked í Gamla bíó, Byssurnar í Navarone í Stjörnubíó og síðast en ekki síðst James Bond myndina Í leyniþjónustu hennar hátignar þar sem Bond sjálfur var leikinn af George Lazenby.

Einnig staðfesti ríkisstjórnin ákvörðun verðlagsnefndar um hækkanir á unnum kjötvörum og gosdrykkjum.  Hækkunin var á bilinu 4,7 - 6,8% á kjötvörum en gosdrykkir hækkuðu hinsvegar að meðaltali um 25%.  Til gamans þá kostaði stór kókflaska 27 kr fyrir hækkun en 34 kr eftir hækkun og appelsínflaskan hækkaði úr 27 kr í 30kr.  Gæti það verið að 25 mars sé hækkunardagur á matvöru almennt miðað við þær tilkynningar sem borist hafa úr herbúðum matvörugeirans í dag.

Það var að sjálfssögðu margt annað sem gerðist þennan dag og hvet ég ykkur til þess að kíkja á blaðið sem hægt er að finna undir gagnasafninu á mbl.is ég get ábyrgst það að þessi gömlu blöð geta verið afar áhugaverð til þess að fræðast um tíðarandan á hverjum tíma fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Innilega til hamingju með daginn.

Rétt náði þessu fyrir miðnætti

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.3.2008 kl. 23:55

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:19

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Síðbúnar afmæliskveðjur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.3.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband