Leita í fréttum mbl.is

Hvenær ertu hlutlaus hjá Sjóvá og hvenær ekki?

vidtaek-vegaverndEitt af stærri tryggingarfélögum landsins, Sjóvá, auglýsir núna eins og þeir mest mega í flestum ef ekki öllum fjölmiðlum landsins.  Þeir eru þar að kynna nýja þjónustu við viðskiptavini sína, aðstoð á tjónstað, þar eru þeir að bjóða aðstoð "hlutlausra aðila" við útfyllingu tjónastilkynninga í ökutækjatjónum.

Það er tvennt sem vekur sérstaka athygli mína í þessum auglýsingum og það er í fyrsta lagi að ef þú vilt nýta þér þessa þjónustu þá verður þú að verða fyrir óhappi á milli klukkan 07.00 - 18.30 á virkum dögum og að þeir segjast vera bjóða uppá hlutlausan aðila við skýrslugerðina.

Í fyrsta lagi þá hefði ég talið að þeir þyrftu að bjóða uppá þessa þjónustu allan sólahringin fyrst þeir á annað borð fóru að bjóða uppá hana, það er frekar slakt að einskorða þessa þjónustu einungis við virka daga og hvað þá tímasetja það hvenær óhöppin þurfa að gerast, því eins og allir vita þá spyrja þau hvorki um stað né stund.

Í öðru lagi þá spyr ég hvenær er hlutlaus aðili hlutlaus?  Hvernig getur sá aðili sem fær greitt frá fyrirtæki verið hlutlaus?  Ég spyr þá eru sölumenn sem starfa í lausamennsku fyrir fyrirtæki "hlutlausir aðilar"?  Hvenær eru aðilar hlutlausir og hvenær hlutdrægir hjá tryggingarfélaginu?

Ég fór inná heimasíðu fyrirtækisins sem býður Sjóvá þessa þjónustu og því miður segir ekkert til um eignarhaldið þar, þeir þurfa væntanlega að bæta úr því til þess að verða trúverðugir sem nánast "hlutlausir aðilar" við útfyllingu tjónstilkynninga eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband