25.3.2008 | 00:07
Páskar 2008 - Yfirferð
Nú þegar fjölskyldan er nú kominn aftur til byggða eftir góðar stundir í sumarbústaðnum þá er ekki úr vegi að fara aðeins yfir páskana 2008.
Við fórum í Valaskjálf á miðvikudagskvöld og til þess að styðja olíufélögin og ríkið fórum við á tveimur bílum. Reyndar fór frúin með telpurnar nokkrum klukkustundum á undan mér, eigum við ekki að segja til þess að gera allt tilbúið í sveitinni eða kannski á maður bara að segja það sem réttara er, þær voru í fríi en ég ekki.
Veðrið í Borgarfirðinum var eins og best verður á kosið eins og það er að sjálfssögðu oftast, var í kringum 5-8 stiga hita á daginn og fór niður fyrir frostmark á næturnar. Reyndar fengum við allar gerðir af veðri, rok, rigningu, logn og að ógleymdri blessaðri sólinni sem skein alltaf eitthvað yfir daginn.
Þrátt fyrir að höfuðborgin hafi ekki viljað notast við stolt okkar íslendinga á menningarnótt s.l. þá var að sjálfssögðu flaggað á hverjum degi til þess að gefa til kynna það mikla líf sem í bústaðnum var, enda alltaf nóg fjör þegar tvær hressar telpur eru með í för. Þeirri yngri fannst nú reyndar ekki mikið varið í fánann þegar ekki hreyfði vind því þá sást hann ekki nægilega vel, að hennar mati.
Á laugardeginum fengum við góða gesti þar sem foreldrar mínir og Sólveig systir komu til þess að dvelja með okkur fram á páskadag. Það er óhætt að segja að nóg hafi verið af páskaeggjunum í bústaðnum því ég hætti að telja þegar ég var búinn að finna níu egg, þá eru ekki talinn með egg númer eitt frá Mónu sem nota átti á hátíðarborðið. Hægt er að sjá myndir af því þegar telpurnar voru búin að finna sín páskaegg eftir mislanga leit þar sem óspart voru notuð orðin "þú ert heit" eða "þú ert köld ef ekki bara ísköld" þar til eggin voru fundinn.
Nú þar sem laugardagar eru göngudagar hjá vinnufélögum mínum sem eru að undirbúa gönguna uppá Hvannadalshnjúk þá fór ég og eldri dóttur mín að sjálfssögðu í mikla gönguferð. Lá leið okkar uppá Grábrók sem er reyndar ekki nema u.þ.b 176 metrar á hæð, en samt það var gönguferð. Veðrið var stórkostlegt þar sem sólin skein og það hreyfðist ekki hár á höfði. Þegar uppá tindinn var komið var útsýnið frábært eða eins og dóttirin sagði "pabbi - héðan sér maður bara allt" og líklega hefur það verið nærri lagi.
Nú páskadagur sem og annar í páskum voru ekki síður góðir þar sem hver fjölskyldumeðlimur gæddu sér á páskaeggi og málshættirnir voru að sjálfssögðu lesnir þó svo einhverjir af þeim hafi verið nær óskiljanlegir, þeir málshættir sem komu úr Mónu "míní" eggjunum þurfa greiningu frá Orðabók Háskólans eða nýorðanefndinni því þar voru á ferðinni skringilegustu málshættir sem fjölskyldan hefur fengið og eru nú samt sumir meðlimir hennar ekki fæddir í gær enda styttist óðum í stórafmæli á þeim bænum.
Páskarnir 2008 voru hreint út sagt frábærir, góð stund með fjölskyldunni á fallegum stað. Er hægt að biðja um meira en það?
P.S. hægt er að skoða fleiri myndir úr páskafríinu í myndaalbúmi.
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
Vildi bara óska þér aftur til hamingju með afmælið :-)
Svo ætla ég að leggja inn pöntun um að þið takið mig og mína með í bústað næstu páska....
Kveðja frá Köben
Hulda Hlín (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.