Leita í fréttum mbl.is

Páskar 2008 - Yfirferð

Nú þegar fjölskyldan er nú kominn aftur til byggða eftir góðar stundir í sumarbústaðnum þá er ekki úr vegi að fara aðeins yfir páskana 2008.

Við fórum í Valaskjálf á miðvikudagskvöld og til þess að styðja olíufélögin og ríkið fórum við á tveimur bílum.  Reyndar fór frúin með telpurnar nokkrum klukkustundum á undan mér, eigum við ekki að segja til þess að gera allt tilbúið í sveitinni eða kannski á maður bara að segja það sem réttara er, þær voru í fríi en ég ekki.

Veðrið í Borgarfirðinum var eins og best verður á kosið eins og það er að sjálfssögðu oftast, var í kringum 5-8 stiga hita á daginn og fór niður fyrir frostmark á næturnar.  Reyndar fengum við allar gerðir af veðri, rok, rigningu, logn og að ógleymdri blessaðri sólinni sem skein alltaf eitthvað yfir daginn.

Þrátt fyrir að höfuðborgin hafi ekki viljað notast við stolt okkar íslendinga á menningarnótt s.l. þá var að sjálfssögðu flaggað á hverjum degi til þess að gefa til kynna það mikla líf sem í bústaðnum var, enda alltaf nóg fjör þegar tvær hressar telpur eru með í för.  Þeirri yngri fannst nú reyndar ekki mikið varið í fánann þegar ekki hreyfði vind því þá sást hann ekki nægilega vel, að hennar mati.

 

 

Á laugardeginum fengum við góða gesti þar sem foreldrar mínir og Sólveig systir komu til þess að dvelja með okkur fram á páskadag.  Það er óhætt að segja að nóg hafi verið af páskaeggjunum í bústaðnum því ég hætti að telja þegar ég var búinn að finna níu egg, þá eru ekki talinn með egg númer eitt frá Mónu sem nota átti á hátíðarborðið.  Hægt er að sjá myndir af því þegar telpurnar voru búin að finna sín páskaegg eftir mislanga leit þar sem óspart voru notuð orðin "þú ert heit" eða "þú ert köld ef ekki bara ísköld" þar til eggin voru fundinn.

 

Nú þar sem laugardagar eru göngudagar hjá vinnufélögum mínum sem eru að undirbúa gönguna uppá Hvannadalshnjúk þá fór ég og eldri dóttur mín að sjálfssögðu í mikla gönguferð.  Lá leið okkar uppá Grábrók sem er reyndar ekki nema u.þ.b 176 metrar á hæð, en samt það var gönguferð.  Veðrið var stórkostlegt þar sem sólin skein og það hreyfðist ekki hár á höfði.  Þegar uppá tindinn var komið var útsýnið frábært eða eins og dóttirin sagði "pabbi - héðan sér maður bara allt" og líklega hefur það verið nærri lagi.

 

Nú páskadagur sem og annar í páskum voru ekki síður góðir þar sem hver fjölskyldumeðlimur gæddu sér á páskaeggi og málshættirnir voru að sjálfssögðu lesnir þó svo einhverjir af þeim hafi verið nær óskiljanlegir, þeir málshættir sem komu úr Mónu "míní" eggjunum þurfa greiningu frá Orðabók Háskólans eða nýorðanefndinni því þar voru á ferðinni skringilegustu málshættir sem fjölskyldan hefur fengið og eru nú samt sumir meðlimir hennar ekki fæddir í gær enda styttist óðum í stórafmæli á þeim bænum.

Páskarnir 2008 voru hreint út sagt frábærir, góð stund með fjölskyldunni á fallegum stað.  Er hægt að biðja um meira en það? 

P.S. hægt er að skoða fleiri myndir úr páskafríinu í myndaalbúmi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara óska þér aftur til hamingju með afmælið :-)

Svo ætla ég að leggja inn pöntun um að þið takið mig og mína með í bústað næstu páska....

Kveðja frá Köben

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband