Leita í fréttum mbl.is

Góður og menningarlegur sunnudagur en léleg þjónusta

Dagurinn í dag hefur verið sannkallaður fjölskyldudagur, eftir útréttingar og blómakaup í morgun héldum við fjölskyldan á vit menningar og lista hér í borginni.  Lá leiðin í Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Ísland með viðkomu í Ráðhúsinu og að sjálfssögðu var komið við á tjarnarbakkanum svo sú stutta gæti nú heilsað uppá kvakandi liðið þar.

800px-ListasafnReykjavikurÍ Listasafni Reykjavíkur sáum við áhugaverða sýningu eftir Steingrím Eyfjörð sem bar nafnið Lóan er kominn.  Sýningin samanstendur af fjórtán áhugaverðum verkum þó svo vissulega sum þeirra hafi hrifið okkur meira en önnur.  Einnig var spennandi sýning með verkum eftir Erró sem sérstaklega eldri dóttirin var hrifinn af enda litadýrðin mikil.

bmt_borg_rvk_safn_listasafn_islands

 

Í Listasafni Íslands sáum við sýninguna Streymið - La Durée en þar eru sýnd  verk þriggja myndlistamanna,  þeirra Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur, Gabríelu Friðriksdóttur og Emmanuelle Antille.  Þessi sýning höfðar kannski ekki til allra en flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

reykjavik_centrum_hotel2Eftir langa sunnudagsgöngu bæði innanhús í listasöfnunum sem og utanhús í miðborg borgarinnar þá fórum við í Uppsali sem er bar og kaffihús á Hótel Centrum í Aðalstræti.  Þrátt fyrir að þjónustan þar sé ekki uppá marga fiska og kaffið einstaklega vont þá fengum við stórfenglega súkkulaðiköku og himneska eplaköku sem allir vöru sammála um að væru líklega þær bestu í bænum.  Eftir miklar umræður var því ákveðið að gefa staðnum einkunnina 1 gaffal af 5 mögulegum.  Sem sagt ef þig langar í góða köku með slæmu kaffi og engri þjónustu þá er Hótel Centrum staðurinn fyrir þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þú hefur aldeilis notað daginn vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.2.2008 kl. 20:02

2 identicon

Ég er sammála þér, þjónustan á Hótel Centrum er enginn, ég held að þú fáir betri þjónustu á N1 en þar!

Jóhann (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:37

3 identicon

Vonandi kostaði kakó-ið ekki 57 danskar krónur....

Kveðja frá Köben :-)

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þú hefur sko ekki komið til mín.  Þetta kalla ég nú að fara langt yfir skammt.  Eplakakan mín er sko sú lang, lang besta í bænum, og eðalkaffi er það eina sem hellt er upp á hér á bæ.  Verst að ég hef ekki tíma til að opna kaffihús sökum nýlegra anna við stjórn borgarinnar.....  Bestu kveðjur úr næstu götu....

Sigríður Jósefsdóttir, 26.2.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Óttarr Makuch

hehe segðu, ég hefði kannski bara átt að rölta yfir og banka uppá...... geri það bara næst  

Óttarr Makuch, 26.2.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband