Leita í fréttum mbl.is

Fámennur hópur með læti

Þetta var fámennur hópur sem vildi stuðla að því að þeir sem komu til þess að fylgjast með fundinum gætu það ekki.  Enda eins og einn "mótmælandinn" sagði, við viljum komast á spjöld sögunnar og ætluðu alls ekki að fara út nema lögreglan myndi bera þau út..... Þá er spurning hvers vegna fólk var yfir höfuð að mótmæla.

Að öðru leiti vísa ég í skrif mín undir yfirskriftinni "atvinnumótmælendur á útsölu" hér fyrir neðan.


mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm, þetta eru öskrandi gapuxar...

Sigurjón, 24.1.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér finnst það aumt markmið að beita þessari aðferð til að komast á spjöld sögunnar...... að láta beita sig lögregluvaldi í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt eða vera efnileg manneskja á annað borð.

Inga Lára Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Svo það komi nú fram þá voru mótmælendur ekki teknir með lögregluvaldi.  Lögreglan var í húsinu þennan dag sem og svo marga aðra daga. 

Óttarr Makuch, 25.1.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já eða það  vita flestir held ég hvað ég meina, hún þurfti að láta sjá sig til að liðið myndi drattast í burtu.....

En kemur þú ekki að blóta í kvöld Óttarr ?

Kveðja,

Inga

Inga Lára Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 09:53

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Pú og klapp er í engum skilning ógnun eða óeðlileg viðbrögð áhorfenda, og auðvitað viðtekin venja við hverskyns aðstæður þar sem fólk kemur saman og er vitni að atburðum sem því fella mis vel. Ekki hvarflar að neinum að pú og klapp á íþróttaleikjum eða í sjónvarpssal við spurningakeppnir séu ógnun eða muni ekki líða hjá - hvað þá að einhver gerist svo brjálaður að ætla í alvöru að sig víkingalögreglunni á þá áhorfendur sem púa og klappa jafnvel þó einstaka hróp kveði við.

Aðeins ein verulega hætta var í ráðhúsinu og hún var Hanna Birna, reiði hennar og einu orði sagt skelfilegar ógnanir um að ætla að láta lögreglu rýma áhorfendapalla - sem betur fer tók lögreglan ekkert mark á Hönnu Birnu og last rétt meinleysi klappa og púa í áhorfendum sem á anganhátt væru af öðrum rótum í ráðhúsinu en sjónvarpssal - þ.e. tjáning á ánægju og óánægju án ógnanna eða ofbeldis og að pú og klöpp taka enda.

Það er skýrast til merkis um að enginn hafði það að markmiði að hindra störf fundarins að púið náði hámarki þegar nýr borgarstjóri hafði verið kosinn en ekki fyrir kosninguna - þ.e. kosningin fékk að fara fram. Þá sáu þeir sem fylgdust með í beinni að áhorfendur gerðu tilraun til að í stað klappa og púa milli atriða að vefa þöglir höndum - á myndum í fréttum Mogganna tveggja er það hinsvegar sagt vera þegar mótmælin náðu hámarki - þ.e. fréttamennirnir vita ekkert hvað þeir eru að skrifa og segja fólki nema þeir séu viljandi að falsa fréttir.

Flestum var nú þannig innanbrjósts að ungfólkið sýndi borgarfulltrúum hug okkar allra venjulegra borgara þess lands þ.e. í það minnsta 75% þeirra.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2008 kl. 12:21

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég sé að Inga heldur að lögreglan hafi skipt sér að áhorfendum og púi þeirra og klappi en svo var ekki - lögreglan hafði ekki afskipti af nokkrum manni í ráðhúsinu þennan dag. - Ef Hanna Birna hefði fengið því framgengt gæti svo sem vel verið að nú væru sagðar fréttir af fólki sem „hefði látist af mótmælum“ - því eini raunverulegi ógvaldurinn á staðnum var reiði Hönnu Birnu og ógnanir hennar gagnvart áhorfendum og ef lögregla hefði ansað ógnunum hennar. - Pú og klapp fela ekki í sér ógn - nema gagnvart særðu stolti.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband