23.1.2008 | 01:24
Ég tek heilshugar undir yfirlýsingu Varðar
Síðustu sólahringar hafa verið merkilegir svo ekki sé nú meira sagt. Hverjum hafði órað fyrir því að nýr meirihluti myndi líta dagsins ljós í höfuðborginni eftir aðeins 102 daga setu fráfarandi meirihluta,ég held að engum hafi órað fyrir því að hann myndi falla eins fljótt og raun bar vitni. En ég segi hinsvegar að hann hafi starfað 102 dögum of lengi.
Fjögra flokka sundrung sem átti erfitt með að koma sér saman um einföldustu mál og borgarstjóri sem dansaði í kringum hópinn án þess að geta tekið afstöðu, vissulega erfitt starf það.
Hvað hefur 102 daga meirihluti áorkað hér í höfuðborginni á valdatíma sínum.
Hann hefur aukið útgjöld borgarinnar svo um munar.
Hann tók af mislægu gatnamótin á Miklubraut/Kringlumýrarbraut af, þrátt fyrir mikilvægi þeirra á einum fjölförnustu gatnamótum landsins.
Hann hækkaði fasteignaskatta, sem kemur verst niður á stórum fjölskyldum, öldruðum og öryrkjum.
Hann fékk leyfi frá Yoko til þess að hafa kveikt á friðarsúlunni á milli jóla og nýjárs.
Ef 102 daga fráfarandi meirihlutinn hefði ekki getað stuðst við vel unna fjárhags- og framkvæmdaráætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá hefði hann haft harla lítið fram að færa, verst þótti mér þó þau frávik sem tekinn voru frá þessum áætlunum með tilheyrandi brölti og fjárútlátum fyrir borgarbúa.
En ég tel að nýr meirihluti Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks hér í höfuðborginni komi til með að vinna vel að málefnum borgarinnar sem og allra borgarbúa. Með því að taka skýra afstöðu til málanna og leggja til ábyrgar fjárhags- og framkvæmdaráætlanir.
Ég tek því heilshugar undir yfirlýsingu Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Vörður fagnar nýjum meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
Sammála þessu.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 08:58
Þú ert sá fyrsti sem ég þekki sem segist vera ánægður með þennan gjörning. Allir aðrir sem ég hef rætt við eru mjög hneykslaðir á þessu. Mér leist ekki vel á síðustu meirihlutaskipti, ég tel að fjögurra flokka stjórn sé ekki vænleg til árangurs. En mér líst enn verr á þessa stjórn. Það eru einhverjir tveir jólasveinar sem ætla að skiptast á að vera borgarstjórar. Þeir hafa ekki komið vel út í viðtölum og virðast ekki vera með neitt á hreinu. Enda virtust sexmenningarnir hálf skömmustulegir á blaðamannafundinum, eins og þeir vissu upp á sig skömmina.
Það er verið að hafa okkur kjósendur að fíflum!
Maggi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:42
Þá færu allavega annan Maggi!!!Eg styð þetta líka að fullu og öllu/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.1.2008 kl. 01:19
Sammála Magga!
Egill Rúnar Sigurðsson, 24.1.2008 kl. 07:49
Þetta er hrein valdagræðgi, öllu fórnað fyrir til þess að komast að kjötkötlunum.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:37
Ég er hjartanlega sammála þér Óttarr. Mér finnst líka algjörlega til skammar hvernig viðbrögð fráfarandi meirihluta og sambands ungra jafnaðarmanna hafa verið. Þvílík og önnur eins hræsni. Það er sáralítill munur á því hvernig staðið var að þessum stjórnarskiptum og þeim fyrri. Þó voru þessi stjórnarskipti örlítið smekklegri ef eitthvað er. Og menn tala um valdagræðgi, það að hugsa fyrst og fremst um skipan í nefndir og ráð án þess að svo lítið sem hugsa um málefni eða útbúa málefnaskrá, það kalla ég valdagræðgi. Og það er líklegast það eina sem fráfarandi meirihluti áorkaði, því eftir rúma 3 mánuði var ekki enn komin málefnaskrá.
Rani (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:30
Kæri Maggi og Júlli,
Það sem ég get kallað valdagræðgi er þegar menn vilja komast til valda til þess eins og komast þangað án þess að stefna að ákveðnu markmiði þ.e öðru en því að komast til valda. Fráfarandi meirihluti var veikur, innan framsóknar var óeining og innan Frjálslyndaflokksins voru ekki menn greinilega ekki sáttir heldur, en samt geta menn sagt að fráfarandi meirihluti hafi verið traustur.... merkilegt.
En þrátt fyrir að það ágæta fólk hafi verið búið að stjórna borginni í um eitthundrað daga þá gátu þau einfaldlega ekki tekist á við þær ákvarðanir sem nauðsynlegar voru og því síður komið sér saman um málefnasamning. Þar var fólk hinsvegar mjög upptekið við að skipta með sér nefndum og ráðum, sérstakt ekki satt.
Óttarr Makuch, 24.1.2008 kl. 21:00
"Það sem ég get kallað valdagræðgi er þegar menn vilja komast til valda til þess eins og komast þangað án þess að stefna að ákveðnu markmiði þ.e öðru en því að komast til valda."
Ég er þér alveg hjartanlega sammála! Það er meðal annars þetta sem mér hefur blöskrað varðandi þessa meirihlutamyndum Villa og Ólafs (hins Fala). Ekki segja mér að það sé kappsmál fyrir Sjálfstæðismenn að flugvöllurinn sé áfram í Vatnsmýrinni og að viðhalda 19.aldar götumynd Laugarvegar. Það er ekki hægt að skilja það á nýlegu fréttabréfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, öðru nær. Og svo skipta þeir með sér borgastjóraembættinu, eitt ár í senn með tilheyrandi biðlaunum. Finnst þér það ekki einkenni valdagræðgi?
Maggi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:29
Nei Maggi það finnst mér ekki einkenna valdagræðgi. Tökum sem dæmi, andarkvartettinn var einungis stofnaður og settur fram til þess að komast til valda, það sást greinilega í dag þegar nýr meirihluti tók við völdum. Eitt er að mótmæla og annað er að vera með fíflalæti og sjá oddvita sumra flokka ögra mótmælendunum í meiri læti þótti mér frekar grátlegt og hreinlega barnalegt.
Ég held reyndar að sá sem starfar í pólitík vilji alltaf vera við völd nema þá einna helst vinstri grænir í landsmálum því ef þú ert ekki við völd þá áttu ákaflega erfitt með að koma þínum málum og hugsjónum áfram.
Þú talar um laugarveginn ég tala um félagslegar íbúðir og íbúðir fyrir aldraða sem hafa setið á hakanum ansi lengi eða allt þar til meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók til valda hér í Reykjavík.
Þú talar um flugvöllinn, það eru ansi margir innan Sjálfstæðisflokksins sem vilja að flugvöllurinn fari hvergi en má ég benda á að hann mun ekkert fara né breytast fyrr en fyrsta lagi 2016 þá er áætlað að leggja niður aðra brautina og seinni brautina ekki fyrr en 2024 svo klárlega verður það ekki verkefni meirihluta sem hættir störfum 2010.
Ég vil gjarnan sjá mislæg gatnamót á Miklabraut/Kringlumýrabraut, ég vil gjarnan sjá lækkun á sköttum og jafnvel útsvari Reykjavíkurborgar, fyrri lækkunina sér maður á næstu dögum eftir að nýr meirihluti Fjálslyndra og Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu um lækkun á fasteignagjöldum.
Ég vil líka sjá trygga og örugga fjármálastjórn í borginni án þess að hækka álögur á borgarbúa, slíkt hefur einfaldlega aldrei gerst í tíð vinstri manna í borginni og mun líklega aldrei gerast.
Óttarr Makuch, 24.1.2008 kl. 22:48
Kæri vinur.
Sem borgarbúi hef ég afskaplega lítil áhrif á stjórn borgarinnar. Ég get kosið á fjögurra ára fresti og á óljósan hátt raðast 15 fulltrúar í borgarstjórn. Átta þeirra geta myndað meirihluta en einn þeirra getur sltið samstarfinu og starfað með hinum sjö. Þetta hefur nú gerst í tvígang á kjörtímabilinu. Best finnst manni að sama stjórn sitji í fjögur ár en maður ætlast til þess að ef einhver einn ætlar að hlaupast undan merkjum þá hafi hann ríka ástæðu til og láti reyna á samstarfið til þrautar. Þegar Björn Ingi gerði þetta í haust var það mjög vafasamt. Þegar Ólafur F. gerði þetta í byrjun vikunnar var það fyrirvara- og ástæðulaust. Hann hafði ekki lagt sig fram við að láta samstarfið virka heldur setti allt í uppnám af því að það hentaði honum persónulega. Hann sveik og laug að samstarfsfólki sínu og setti stjórnkerfi borgarinnar í uppnám þegar það var varla búið að jafna sig eftir síðustu meirihlutaskipti. Nú er þessi maður orðinn borgarstjóri! Hann á ekki skilið að fá þetta embætti og það er alveg greinilegt á framkomu hans þessa viku að hann veldur því ekki!
Eftir síðustu kosningar var talað um að nú væri komið nýtt og ferskt fólk í borgarstjórn en mér finnst að allir borgarfulltrúarnir 15 ættu að skammast sín! Þeir hafa brugðist trausti borgarbúa og misnotað vald sitt. Björn Ingi hefndi sín á Sjálfstæðisflokknum í haust með aðstoð Don Alfredo og Sjálfstæðismenn hefndu sín á hinum með því að lokka og jafnvel blekkja veikasta hlekkinn með því að veifa borgarstjórastólnum fyrir framan hann og gera þetta embætti að skiptimynt. Þetta eru eins og leikskólakrakkar og eru búnir að draga pólitíkina niður í svaðið! Nú verða allir stjórnmálamenn svo paranoid því það er ekki hægt að treysta neinum. Ef þeir ætla að haga sér eins og leikskólakrakkar þá kemur almenningur fram við þá í samræmi við það. Ef þeir ætla að sýna lýðræðinu þvílíka vanvirðingu þá eru orð þeirra einskis virði þegar þeir saka aðra um ólýðræðislega framkomu.
Hvað getur maður gert þegar manni blöskrar svona. Það er hægt að ræða við aðra, skrifa um þetta á netinu og skrifa nafn sitt á mótmælalista sem er samt það ófullkominn að hver sem er getur skrifað hvern sem er á listann (meira að segja Jesús) en maður veit að þetta hefur lítil sem engin áhrif því stjórnmálamenn treysta á að flestir gleymi þessu í næstu kosningum og þessir tveir verðandi borgarstjórar hafa ekki manndóm í sér að taka við mótmælalistunum. En maður getur reynt að láta í ljós óánægju sína beint fyrir framan þá sem eru ábyrgir fyrir þessum ógjörningi. Ég hafði hug á að mæta á borgarstjórnarfundinn en komst ekki þar sem ég var að vinna. Sama á við marga sem ég þekki, þ.á.m. fólk sem hafði alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn en gat ekki hugsað sér að gera það aftur. En ég þekkti líka nokkra sem komust og það er mjög ómaklegt að afskrifa þetta fólk sem menntaskólakrakka og meðlimi í ungliðahreyfingum fráfarandi meirihluta. Það kraumar mikil reiði hjá ansi mörgum Reykvíkingum enda eru þrír af hverjum fjórum á móti nýja meirihlutanum samkvæmt nýjustu skoðanakönnun.
Sjálfstæðisflokkurinn skaut sig svo illilega í fótinn með þessum gjörningi á mánudaginn. Þeir hefðu betur sleppt því og farið í næstu kosningar með nýjan oddvita og þá búnir að hreinsa sig af þessu Rei máli. Villi sýndi það í haust að hann er ekki góður borgarstjóri! Annað hvort er hann svona spilltur (ásamt Binga) að hann færir útvöldum aðilum Orkuveituna á silfurfati eða þá er hann ekki með á nótunum og man virkilega ekki neitt. Hvort tveggja er slæmt. Hann getur beðið afsökunar á þessu og viðurkennt mistök en hann er ekki hæfur sem borgarstjóri. Þessi meirilhlutamyndun er ekki gott dæmi um hæfni þessa manns. Hún er byggð á afskaplega hæpnum grunni enda þarf ekki mikið til að hún falli og þá er allt komið í uppnám enn einu sinni, þökk sé Villa og Sjálfstæðisflokknum. Mér finnst miður þegar Sjálfstæðismenn geta ekki svarað gagnrýni um eigin misgjörðir á málefnalegan hátt heldur segja: "Sko... hinir eru ekkert betri... þeir gerðu þetta líka!"
Kæri æskuvinur. Ekki stunda þennan leik við mig!
Maggi
Maggi (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:47
Takk fyrir pistilinn Maggi, við höfum svo sem ekki alltaf verið sammála um pólitík og er það gott og vel.
En ég er enn þeirrar skoðunnar að betra er fyrir flokkinn að vera í stjórn en stjórnarandstöðu borgarbúum öllum til heilla.
Þú talar um REI málið og einhvern vegin get ég ekki lesið öðru vísi úr skrifum þínum en að þú skrifir Vilhjálm eingöngu fyrir þeim mistökum sem áttu sér þar stað, svo er nú aldeilis ekki. Þó svo ég ætli nú ekki að fara rekja þá sögu hér enn og aftur - nema þú viljir það :-)
Rétt er það, eitthvað var um fólk sem komið var yfir 20 af þessum mótmælendum, en líklega hefði mátt telja þá á fingrum annarar handar eða svo, stærsti hópurinn var úr menntaskólunum og meira segja hluti af þeim sem hvorki voru með kosningarrétt né búsettir hér í borginni og það þótti mér svolítið sérstakt svo ég segi nú ekki meir.
Óttarr Makuch, 25.1.2008 kl. 23:40
Nú gerirðu einmitt það sem ég bað þig um að gera ekki. Þú bendir á að aðrir hafi verið jafnslæmir og Villi í þessu Rei máli. Það skiptir engu máli í umræðu um hæfi hans. Hann bar ábyrgð á þessu, allt saman var borið undir hann og hann samþykkti það. Það hefur allt saman komið í ljós. Ég minntist þar að auki ekkert á að hann hefði verið einn í því máli. Þvert á móti skrifaði ég að Björn Ingi hefði verið með honum í þessu.
Ég heyrði meðal annars frá öðrum kirkjuverðinum mínum sem fór á pallana (og ekki er hann menntaskólanemi né úr ungliðahreyfingu vinstri flokkanna) að þarna var fólk úr öllum áttum. Alveg örugglega fleiri en fimm!
Maggi (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:38
Þetta var nú kannski smá hæðni hjá mér að segja að þeir hafi verið 5 en ég var fyrst og fremst að benda á að af þessum hundrað manna mótmælendahóp var að mestu samansettur úr menntskælingum, vissulega var þarna fólk á öllum aldri en þeir sem voru með yfirgang voru fyrst og fremst menntskælingar.
Hvað Vilhjálm varðar þá hefur hann beðist afsökunar á því sem úrskeiðis fór, en það sem ég var að benda á var fyrst og fremst að hann kom ekki að öllum samningum sjálfur "persé", ekki benda á einhvern annan.
Óttarr Makuch, 26.1.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.