Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti fundur hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals

Það var fyrsti fundur hverfisráðs Grafarholts og Úlfasárdals í dag eftir þær breytingar sem orðið hafa á hverfisráðunum bæði hvað varðar samsetningu ráðanna sem og eftir meirihlutaskiptin hér í Reykjavík áttu sér stað. 

Á fundinum var farið yfir eitt og annað hvað varðar fyrirkomulag þeirra fund sem framundan eru, einnig var rætt um Átak/samráð í uppbyggingu útivistarsvæða sem í fljótu bragði virðist vera verkefni sem unnið er fyrst og fremst úr hugmyndum gamla meirihlutans, sem er auðvitað hið besta mál.

Á fundinum vöknuðu ýmsar spurningar sem settar voru fram og beðið er nú svara við.

Eftirfarandi fyrirspurning lögðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins fyrir fundinn.

  1. Hver er heildarkostaður við verkefnið átak/samráð í uppbyggingu á nærumhverfi þ.m.t laun og kostnaður vegna starfsmanna?
  2. Þar sem innkaupareglur borgarinnar gera ráð fyrir að verkefni eða framkvæmdir sem fara yfir 5-7 milljónir skulu fara í útboð, var verkefni auglýsingarstofunnar boðið út þar sem fyrirsjáanlegur kostnaður vegna vinnu stofunnar og birtingarkostnaður auglýsinga mun fara yfir það viðmið?
  3. Í áætlun er að þrír milljarðar fari í hverfatengd verkefni.  Hvernig munu þessir fjármunir skiptast nákvæmlega niður á hverfin, í hvaða forgangsröð verða þau unninn og hvenær á þessum verkefnum að vera lokið?
  4. Er nú þegar búið að ráðstafa og skilgreina þessa fjármuni í einstök verkefni og framkvæmdir í hverju hverfi fyrir sig?
  5. Þar sem enn er ekki búið að taka ákvörðun um legu Sundabrautar og ekki ljóst hvenær framkvæmdir við brautina hefjast, óskum við eftir upplýsingum um til hvaða ráðstafana verði gripið vegna umferðar til og frá nýrri byggð í Úlfarsárdal?
  6. Við breytingu á hverfisráðum hefur skapast aukinn kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar.  Hver er fjárhagsleg aukning borgarinnar við þessa breytingu?

Óskað var eftir skriflegum svörum með sundurliðunum þar sem það átti við

Einnig komu fulltrúar sjálfstæðismanna með eftirfarandi tillögu fyrir fundinn

Leggjum við til að framvegis verði fundir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals haldnir í hverfi ráðsins.  Næg aðstaða er í hverfinu til funda og eðlilegast að ráðið sem á að bera hagsmuni hverfisins að leiðarljósi fundi á þeim stað.

Þessari tillögu var því miður frestað til næsta fundar sem haldinn verður 22 janúar n.k.

Ef þú hefur spurningar eða hugmyndir sem vel hefur verið gert eða betur mætti fara hér á svæðinu þá endilega sendið mér línu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrátt fyrir að ég sé ekki fylgjandi og þú Otti, þá eru þetta góðar og þarfar spurningar sem þið hafið lagt fram og vonandi birtir þú svörin þeirra héra þegar og ef þau koma.

En eru fundir hverfisráðs hverfisins virkilega ekki haldnir í því hverfi sem þið eigið að starfa fyrir??? 

Sigurður Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:59

2 identicon

ég sé að það vantaði inn textann sem ég skrifaði hér fyrir ofan að ég sé ekki fylgjandi sama flokknum og þú Otti hé

Sigurður Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæll Óttarr, og gleðilegt nýtt ár.  Gott að heyra að hverfisráðið skuli vera á lífi.  Hafði reyndar áhyggjur af hinu gagnstæða.  Það væri gaman að vita hverjir ættu þar sæti.  Ein spurning: Hvað vill hverfisráðið gera í sambandi við Reynisvatnsás?  Viljið þið virkilega láta byggja þar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn kom í gegn breytingu á aðalskipulagi á lúalegan hátt?  Gaman væri að fá svör við þessu, þar sem ég vil sjá hag hverfisins míns sem best borgið, og tel að eyðilegging á þessu útivistarsvæði sé því ekki til framdráttar.  Með bestu kveðjum,

Sigríður Jósefsdóttir, 15.1.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Hæ hæ Sigríður,

Eftirtaldir aðilar eru fulltrúar í hverfisráðinu

Kjörnir

Hermann Valsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir, Birna Jónsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Óttarr Guðlaugsson, Jón B. Stefánsson og Stefanía Sigurðardóttir.

Til vara

Hákon Hákonarson, Olga Olgeirsdóttir, Guðmundur H. Björnsson, Ásta Þorleifsdóttir, Kristín Sigurey Sigurðardóttir, Jón Hlíðar Guðjónsson og Karen Ósk Úlfarsdóttir.

En ég get tekið undir orð þín að ég var einnig farinn að halda að ráðið væri farið yfir móðuna miklu því það hafa engir fundir verið haldir í því síðan 13 ágúst þ.e miðað við heimasíðu borgarinnar.

En þú spurðir um fyrirhugaða byggð í Reynisvatnsásnum sem fráfarandi meirihluti í borginni lagð til.  Það hefur verið mikil eftirspurn eftir sérbýli hér í austanverðu hverfinu þar sem samsetning hverfisins er að mestu bundið í fjölbýli sem gerir það að verkum að fólk sem kýs að búa í austan verðu holtinu og þarf að stækka við sig þarf í flestum tilfellum að flytjast á brott annað hvort í vestur hluta holtsins eða eitthvert allt annað.  Fyrir mitt leyti tel ég þessa byggð vera vel skipulagða og ígrundaða.  En það er vissulega alltaf viðkvæmt þegar svæði sem þetta eru tekinn undir byggð en oft nauðsynlegt.  Við erum svo heppinn hér í Grafarholtinu að það er stutt útivistasvæðin s.s. Sæmundarsel sem er austan megin við Reynisvatn, Leirdalinn og svo auðvitað Reynisvatnsheiðina svo eitthvað sé nefnt.  Ég tel því þessi breyting sé af hinu góða fyrir okkur.

Óttarr Makuch, 15.1.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband