Leita í fréttum mbl.is

Góð tillaga sjálfstæðismanna einróma samþykkt

Það var ánægjulegt að sjá hve vel hverfisráð Breiðholts tók í tillögu sjálfstæðismanna um lausn á þeim umferðarhnút sem verið hefur á þessu svæði þegar mikill ös er.  Tillaga sjálfstæðismanna er hvort tveggja í senn umhverfisvæn því græn svæði stækka og rýmkar fyrir almenningssamgöngum sem og einkabílnum.

 Hér má sjá tillögu sjálfstæðismanna í eins og hún var borinn upp og var einróma samþykkt.

Tillaga lögð fram á fundi hverfaráðs Breiðholts fimmtudaginn 10. janúar 2007   

Sjálfstæðismenn í hverfisráði Breiðholts leggja til að gatnamótum Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar verði breytt með þeim hætti að gerð verði aukaakrein meðfram Bústaðavegi í norður sem liggur í göng undir Reykjanesbrautina. Þá verði jafnframt gert hringtorg fyrir ofan Sprengisand og grænt svæði við íbúðabyggð austast í Fossvogi stækkað. Áhersla verði lögð á umhverfisvæna lausn sem tekur mið af því að í næsta nágrenni eru Elliðaárnar. Þá verði séð til þess að nýi vegurinn liggi eins nálægt núverandi vegi og kostur er þannig að ekki fari of mikið landsvæði í þessa miklu samgöngubót fyrir borgarbúa.  Tillögunni verði vísað til umhverfisráðs og framkvæmdaráðs borgarinnar.

  

 

Á myndinni sést hvernig gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar munu breytast samkvæmt tillögunni.



Greinargerð: Tillagan felur í sér meira umferðaröryggi, minni slysatíðni, flæðandi og greiðari umferð í báðar áttir. Þá gerir tillagan ráð fyrir, eins og sjá má á mynd sem fylgir tillögunni, að umferðarljós verða óþörf á þessum stað og að ekki verður lengur hægt að taka vinstri beygju frá Bústaðavegi yfir á Reykjanesbraut. Við gerð þessarar tillögu voru umhverfissjónarmið höfð að leiðarljósi og tillagan útfærð með þeim hætti að ekki yrði of mikið rask við Elliðaárdalinn og að þessi samgöngubót væri ekki fyrirferðamikil í umhverfinu. Þá var einnig hugað að því að stækka grænt svæði sunnan við Bústaðaveg sem yrði til aukinna þæginda fyrir nærliggjandi íbúabyggð austast í Fossvogi. Með tillögunni teljum við að hægt sé að draga töluvert úr mengun því eins og ástandið er nú við þessi gatnamót standa bílar í lausagangi þarna í löngum röðum á álagstímum en það hefur verið margrannsakað að bílar í lausagangi menga mjög mikið og auka  þar með svifrykið í borginni.

 


mbl.is Vilja aukaakrein meðfram Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála góð hugmynd

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:22

2 identicon

Þetta eru góðar hugmyndir og greinilegt að sjálfstæðismenn já og konur í ráðum og nefndum borgarinnar ætla ekki bara að veita meirihlutanum gott aðhald heldur einnig koma með góðar lausnir, það hefði mátt sjást meira af því þegar gamli meirihlutinn var í borginni, það er að meirihlutinn hafi sinnt starfi sínu og skildum.

Sigurður Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband