Leita í fréttum mbl.is

Áramótaheitið frágengið

Wink05012008021

 

Það var góður dagur í gær þegar ég kláraði áramótaheitið fyrir árið 2008.  Það var ekki til neins að bíða og afsakanabankinn var uppurinn og því var mér ekki til setuna boðið og best að drífa sig af stað.  Mörgum finnst eflaust ekki mikið til áramótaheitsins koma en fyrir mig var þetta bara hið mesta afrek.

Áramótaheitið 2008 var að ganga upp á fjall okkar reykvíkinga þ.e Esjuna.

Í gær fór átak af stað í vinnunni með það mikla markmið að ganga á Hvannadalshnjúk í lok apríl.  Æfingar eða undirbúningur hófst í gær laugardag með því að hittast við Esjurætur kl 09.00 og ganga upp að "Steininum" sem er ofarlega í fjallshlíðum Esjunnar.

Reyndar verð ég að játa það að ég hafði ekki hugmynd um hvar þessi umræddi "Steinn" væri á fjallinu og þegar ég var kominn upp í miðja fjallshlíð þá sá ég ekkert nema steina og þar var meðal annars "Formannssteinninn" og þeir sem ég hitti sem annaðhvort tóku framúr mér eða þeir sem voru að koma niður var svarið alltaf hið sama "hann er bara rétt hérna fyrir ofan" og eftir þær upplýsingar get ég ekki sagt annað en að setningin "rétt hérna fyrir ofan" er ansi teygjanlegt, svo ekki sé nú meira sagt.  En mikið var nú samt skemmtilegt að komast á áfangastað eins og sést á myndinni hér að ofan, þá er þar fríður hópur fólks sem hittist hjá "Steinunum" og vorum við svo heppinn að vinur okkar og starfsfélagi var með myndavélasíma til þess að festa afrekið á filmu (eða öllu heldur minniskubb :-)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt áramótaheiti hjá þér.Örugglega upplifun að fara svona ferð í góðum félagsskap.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2008 kl. 12:39

3 identicon

Frábært hjá þér :-)

Ég fer ekki upp á Esjuna þegar það er svo mikið sem eitt snjókorn á henni.  Svo er bara að skella sér til Köben og taka á mishæðunum hér....

Kær kveðja

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Flott hjá ykkur Óttarr þetta hefur verið góð og skemmtileg gönguferð..... og jú reynt svolítið á líka

Bestu kveðjur og hafðu það gott,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott mál ---
Til Hamingju með þetta ---hef reyndar oft flogið yfir hana ( Esjuna) og þarafleiðandi lítill tilgangur í að ganga uppá hana

Halldór Sigurðsson, 10.1.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband