1.1.2008 | 22:44
66 orðuveitingar frá forseta - tilefnislausar?
Ég tók til gamans saman lista yfir þá einstaklinga sem ég get ekki betur séð en hafi fengið orðuveitingar frá forsetanum á árunum 2000 til 2007. Mér telst til að þetta séu í kringum 66 einstaklingar sem hlotið hafa þann vafa sama heiður að fá orðu fyrir það eitt að hafa mætt til vinnu, unnið störf sín og þegið laun fyrir.
Sérstaka athygli vekja fjórar veitingar til fv. formanna orðunefndar og forsetaritara, merkilegt það.
Hugsanlega væri rétt að orðunefnd þyrfti að skila rokstuðningi á tillögum sínum sem birtur yrði almenningi t.d á heimasíðu forsetaembættisins (www.forseti.is)
2007
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis,
Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri,
Margrét Friðriksdóttir skólameistari,
Sverrir Hermannsson safnamaður,
Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar,
Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður,
Helga Steffensen, brúðuleikstjóri,
Hermann Sigtryggsson, fv. æskulýðs- og íþróttafulltrúi,
Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor,
Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri,
Margrét Eybjörg Margeirsdóttir félagsráðgjafi
Þórir Stephensen fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey.
2006
Margrét Indriðadóttir, fv. fréttastjóri.
Anh-Dao Tran, kennslufræðingur og verkefnisstjóri,
Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur,
Jóhannes Bergsveinsson, fv. yfirlæknir,
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, Reykjavík,
Örnólfur Thorsson, forsetaritari,
Sr. Bernharður Guðmundsson, rektor,
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra,
Vigdís Magnúsdóttir, fv. forstjóri Landspítalans.
2005
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur,
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar,
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra,
Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri,
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra,
Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns,
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli.
2004
Ellert Eiríksson fv. bæjarstjóri,
Margrét Gísladóttir forvörður,
Ragnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri
Tryggvi Gíslason fv. skólameistari.
2003
Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri OECD,
Grímur Gíslason fréttaritari,
Guðmundur H. Garðarsson fv. alþingismaður,
Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður,
Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri, Reykjavík,
Halldór Haraldsson skólastjóri,
Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri
Hulda Valtýsdóttir fv. formaður orðunefndar.
2002
Garðar Gíslason hæstaréttardómari,
Stella Guðmundsdóttir fyrrverandi skólastjóri,
Ásgeir Pétursson fv. formaður orðunefndar,
Gunnsteinn Gíslason oddviti í Árneshreppi á Ströndum.
Ólafur Jónsson fv. bæjarfulltrúi,
Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins,
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari, Reykjavík.
2001
Sigurður Hallmarsson fv. skólastjóri
Björn Jónsson fv. prestur,
Egill Bjarnason ráðunautur,
Ingibjörg Pálmadóttir fv. ráðherra,
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri,
Svavar Gestsson sendiherra og fv. ráðherra, Reykjavík,
Þorsteinn Gunnarsson rektor,
Stefán Lárus Stefánsson, forsetaritari.
2000
Ólafur Haukur Árnason ráðunautur,
Þorkell Bjarnason ráðunautur,
Bolli Gústavsson, vígslubiskup Hólum í Hjaltadal,
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra,
Halldór Blöndal, forseti Alþingis
Herra Jóhannes Mathijs Gijsen, biskup kaþólskra,
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup,
Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup, Skálholti,
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi
Sólveig Pétursdóttir, kirkjumálaráðherra.
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
336 dagar til jóla
Af mbl.is
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 175724
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar fólk fær fálkaorðuna af tilefnislausu eins og allir þeir á listanum fyrir ofan, þá er fálkaorðan einskis virði.
Vendetta, 1.1.2008 kl. 23:16
Líkurnar aukast greinilega ef maður er í Orðunefnd eða í forsætisráðuneytinu. Þetta virðist annars vera algerlega random rugl.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2008 kl. 23:19
Ég skil.
Skilningur, 1.1.2008 kl. 23:32
Tek að mestu leyti undir ofansagt, en vek þó athygli á að Sverrir Hermannsson ,safnamaður hafði þetta sem aukagetu.Annars vegar að beita sér fyrir endurbyggingu gamalla húsa, og hins vegar að safna munum úr hversdagslífinu um áratuga skeið, en það er uppistaðan í s.k. Smámunasafni Sverris í Eyjafjarðarsveit.
Semsagt, ekki Sverrir f.v. Alþingismaður og ráðherra!
Hinir safnverðirnir í hópnum, Örlygur og Valgeir höfðu sömuliðis forgöngu um uppbyggingu safna sinna áður en þeir gerðust launaðir safnverðir held ég.
Kristján H Theódórsson, 1.1.2008 kl. 23:42
Áhugaverð lesning og sammála um að þegar maður sér svona lista af fólki sem hefur fengið fálkaorðuna, þá á maður erfitt með að bera virðingu fyrir fálkaorðunni.
Mummi Guð, 1.1.2008 kl. 23:58
Ég geri bara ráð fyrir því að hver einstaklingur vinni sína vinnu eins vel og hann getur.
Hugsanlega þarf orðunefnd og forsetinn einfaldlega að færa rök fyrir orðuveitingum almennt.
Óttarr Makuch, 2.1.2008 kl. 00:29
Þetta er alveg fáránlegt, enda sendi ég forsetanum(fór ábykkilega bara til ritara hans)email um hvað ég var ósáttur með þá sem fengu fálkaorðuna og riddarakrossa 2006, sem var svo vitanlega ekkert tekið mark á en mér var þakkað fyrir bréfið og mitt álit :)
Haukur Viðar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 02:51
Ég set eitt risastórt spuringamerki við mörg nöfn þarna á listanum. Fullt af fólki sem þú telur upp, átti svo sannarlega skilið að fá fálkaorðuna!
Sveinn Arnarsson, 2.1.2008 kl. 03:09
69.is!
Er hægt að komast hærra?
Már Högnason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 07:45
Ég þekki ekki marga þarna....en vil þó nefna tvo sem ég veit svo sannarlega að eiga þetta skilið. Sverrrir Hermannsson safnamaður og völundur....unnið stórkostleg afrek við varðveislu sögunnar..allt meira og minna í frístundum og svo Hermann Sigtryggsson sem var vakinn og sofinn í íþrótta og æskulýðsstarfi hér á Akureyri.
Mér finnst verulega ósmekklegt að kasta svona fram án þess að hafa nokkuð fyrir sér annað en eigin skoðun og þekkingarleysi.
Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2008 kl. 09:57
Heill og sæll Hans,
Ég er síður en svo að rakka niður það fólk sem orðuna hefur fengið ég er fyrst og fremst að benda á vinnu orðunefndar og forsetans. Enda er það nú ekki þeim að kenna sem orðuna hafa fengið, eða er það.
Þessi listur er fyrst og fremst forkönnun, til þess að hægt sé að fullvinna svona lista þarf vitanlega að hafa rökstuðning þann sem orðunefnd hafði fyrir því að þessir einstaklingar fengu orðu á sínum tíma. Listinn er eingöngu unnin útfrá þeim upplýsingum sem til staðar eru á heimasíðu forsetans (www.forseti.is)
Hugsanlega er rangt með farið að hafa Örlyg á listanum, en vantar þá ekki einfaldlega betri rökstuðning fyrir því af hverju þetta fólk hefur fengið orður?
Orðuveitingar þurfa að vera vel rökstuddar bæði til þess að halda virðuleika orðunnar sem og halda peningaaustri í lágmarki.
Óttarr Makuch, 2.1.2008 kl. 11:05
Þessar orður eru lélegt grín þar sem snobbhanar & hænur gefa hvort öðru orður fyrir ekkert, welcome to hillbilli country :)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:03
Þessi listi þinn og yfirlýsing er alveg út í hróa!!
Grímur Gíslason átti orðuna svo sannarlega skilið fyrir vel unnin störf til margra ára að mínu mati. Það er ekki alveg rétt að svo margir hafi fengið orðuna að tilefnislausu. Margir hverjir hafa átt og eiga glæsi feril að baki fyrir vel unnin störf.
Þessi listi sýnir það að þú hefur ekki kannað fyrir hvað fólkið hefur fengið orðuna og raunin er sú að þú sýnir þeim vanvirðingu fyrir það sem þau hafa unnið óeigingjarnt.
Sandra (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:56
Fróðleg lesning. Ég var einmitt að velta því fyrir mér þegar ég sá fréttir um orðuveitinguna hvernig væri valið og hver rökstuðningurinn væri.Hafa engir ÖRYRKJAR fengið orðu?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:53
Sæll Óttar,
Listinn þinn hér að ofan er algerlega út í hött eins og oft hefur komið fram hér að ofan. Væri athyglisvert að heyra hvernig þú valdir á hann.
Hins vegar er ég sammála þér hvað það snertir að sú kynning sem fer fram á þessu frábæra fólki er allt of lítil. Þetta fólk er í langflestum tilfellum búið að vinna magnað starf oft svo áratugum skiptir innan og utan vinnu, oftast án þess að bera það á torg í fjölmiðlum.
Ég tek undir það að forsetaembættið ætti að leggja sig fram um að birta og skrásetja feril og "afrekaskrá" orðuhafa og birta á heimasíðu sinni sem og fá fjölmiðla í lið með sér til að taka viðtöl við þetta góða fólk. Það myndi lyfta fálkaorðunni á hærra plan og eyða þessu leiðinlega öfundsýkisumtali sem fer alltaf í gang á hverju ári vegna þess að fólk þekkir ekki þá sem verið er að veita viðurkenningu. Það eru nefnilega ekki alltaf þeir sem tala mest í fjölmiðlum eða á bloggsíðum sem gera mest.
Hvað gamla orðunefndarmeðlimi áhrærir hefur nú í gegnum tíðina verið vandað valið í þá nefnd og því kannski ekki óeðlilegt að einhver úr þeim hópi fái orðuna á einhverjum tímapunkti.
Núna eru t.d. í orðunefnd Ólafur G. Einarsson formaður, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti Alþingis sem hefur komið víða við, Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra sem nú er t.d. að leiða olíuhreinsistöðvaverkefnið á Vestfjörðum og hefur komið víða við (sjá link), Rakel Olsen, framkvæmdastjóri í Stykkishólmi sem hefur verið "prímus mótor" í Stykkishólmi um áratugaskeið ásamt Ágústi heitnum manni sínum, Þórunn Sigurðardóttir listrænn stjórnandi sem hefur m.a. gert listahátíð að því sem hún er. Þú ert því kominn nokkuð nálægt fálkaorðuradarnum þegar þér er boðið að taka sæti í orðunefnd ef þú ert ekki þegar orðinn handhafi.
Legg til að þú sökkvir þér í þetta verkefni, þ.e. að safna upplýsingum um þetta öfluga fólk og bæta þeim inn í listann. Þá held ég að listinn hjá þér muni styttast verulega.
Ps. Birna Dís, í fyrra fékk Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins fálkaorðuna. Hann hefur svo sannarlega unnið fyrir fuglinum. Ég veit reyndar ekki hvort hann er skráður öryrki eða ekki - það hlýtur nú eiginlega að vera.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.1.2008 kl. 17:41
Mér finnst nú lágmark þegar tekinn er saman svona listi að hann sé rökstuddur en ekki bara teknir út einhverjir handahófskenndi aðilar sem þér finnst kannski að eigi ekki að vera þarna þar sem þú hefur ekki heyrt þeirra getið áður. Hinsvegar á svona listi sjálfsagt rétt á sér enda forsetinn ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir.
Doddi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:34
Tel mig eiga rétt á svona orðu --- og rökin fyrir því ?
Jú,hef ávallt mætt á réttum tíma í vinunna,sama og orðuþegar fortíðar !!!!
Halldór Sigurðsson, 2.1.2008 kl. 22:13
Sæll Sigurður og takk fyrir góðan pistil.
Doddi, ég hafði skrifað það í athugasemdir hér fyrir ofan hvernig listinn væri unninn. En svona til þess að árétta það þá er hann unninn útfrá heimasíðu forsetaembættisins og þeim upplýsingum sem þar er að finna um þá sem fengið hafa orður.
Mér finnst reyndar vanta allar upplýsingar um orðuþegana á heimasíðuna svo hægt sé að sjá fyrir hvað í raun fólk er að fá orður fyrir. Auðvitað er margt gert fyrir utan fjölmiðla og þess þá heldur væri gott að sjá rökstuðning eða einhverskonar ágrip á heimasíðunni.
Vissulega geta einhverjir verið á þessum lista sem áttu orðu skilið, ekki ætla ég að fullyrða það. En listinn er auðvitað fyrst og fremst settur fram til þess að skapa umræður um orðuveitingar almennt. En af því verður ekki skafið að margar af orðuveitingunum hér á listanum eru ansi sérstakar, svo ekki sé nú meira sagt.
En svo ég taki nú öfundina út, þá ber ekki vott fyrir henni hjá mér þ.e öfund í garð þeirra sem orðu hafa fengið. Ég samgleðst þeim þó svo ég leyfi mér að setja spurningamerki við aðferðir orðunefndar og forseta.
Óttarr Makuch, 2.1.2008 kl. 22:31
ég vill að allir björgunarsveitarmenn landsins fái nú fálkaorðuna fyrir verk sín í þágu almennings og að nenna að fara út og hætta sýnu lífi fyrir alla aðra þetta eru sjálfboðaliðar sem gefa sína vinnu og tíma fyrir að fara út í vondu veðri og í að bjarga sjómönnum landsins frá öllu þetta er fólk sem er tilbúið að leggja líf sitt fyrir ykkur gefið þeim þessar orður
hannes (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 01:52
Það sem mér finnst stinga strax í stúf í þessum málum er að einhver brúðu-leikhússtjóri skuli vera sleginn til riddara ,
td. fram yfir formann Landsbjargar og hans manna, sem eru í raun hinir einu sönnu riddarar nútímans.
Mér finndist að sitjandi formenn Landsbsbjargar hverju sinni ættu sjálfkrafa að vera slegnir til riddara, helst strax eftir að þeir taka við því embætti, þeir eru þó örugglega búnir að vinna meira fyrir orðunni en margur annar.
Jón Hönnuður (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.