29.12.2007 | 18:06
Almenn virðing fyrir góðu starfi
Þegar ég var að lesa málgagn þjóðarinnar og eina óháða dagblaðið í morgunn þá rakst ég á grein eftir frænda minn. Þetta er einkar áhugaverð grein um veru hans á Kumbaravogi sem öllum ætti að vera holl lesning, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um slík búsetu úræði. Ég tók mér það bessaleyfi að setja inn greinina hans hér fyrir neðan og vona að það sé í lagi hans vegna.
Almenn virðing fyrir góðu starfi
Nokkur umræða hefur skapast um fjölskylduheimilið á Kumbaravogi á þessu ári. Þótt mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem ólust upp á staðnum hafi lýst Kumbaravogi sem góðu og öruggu heimili vill það brenna við að mest sé gert úr neikvæðum viðhorfum á síðum dagblaða, ekki síst af þeim sem einungis þekkja til heimilisins af afspurn. Það finnst mér miður. Ég var sjö ára gamall þegar ég kom á Kumbaravog veturinn 1967 og þar átti ég heimili til tvítugs er ég stofnaði mitt eigið heimili á Stokkseyri ásamt konu minni. Þar höfum við búið og starfað síðan. Á fullorðinsárum mínum hef ég því haft mikil samskipti við Stokkseyringa og nærsveitamenn sem þekktu og þekkja vel til Kumbaravogs. Ég hef aldrei orðið var við annað en virðingu fyrir því góða starfi sem þar fór fram, ekki síst hjá þeim sem best til þekktu svo sem fyrrverandi starfstúlkur á heimilinu og iðnaðarmenn sem unnu við húsbyggingar á Kumbaravogi. Og ég hef aldrei heyrt gagnrýnisraddir fyrr en nú eftir öll þessi ár og þá í framhaldi af umræðu um annað og alls óskylt heimili eða stofnun.
Einstaklega góðar minningar
Ég gleymi aldrei deginum þegar ég kom fyrst að Kumbaravogi ásamt yngri bróður mínum. Mér fannst eins og ég hefði stigið inn úr stormi í öruggt skjól og hlýju þegar ég hitti fósturforeldra mína Hönnu og Kristján í fyrsta sinn, og upplifði þeirra bjarta og fallega heimili. Fram að þeim tíma hafði ég ekki átt sjö dagana sæla. Ég hafði verið í vist á Norðurlandi þar sem aðbúnaður var ömurlegur, óregla mikil og kvíðinn ávallt til staðar. Raunar hafði vistin þar endað með ósköpum og við börnin send í snarhasti aftur suður. Þá tók við dvöl á ópersónulegri ríkisstofnun nálægt Reykjavík þar sem börnin voru höfð saman í stórum svefnsal með kojum upp við alla veggi og úti á miðju gólfi.
Annað var eftir því, kalt og vélrænt. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa til þeirra daga. Á Kumbaravogi var andinn allur annar. Þar eignaðist ég strax fjölskyldu, alvöru heimili og fósturforeldra sem sýndu mér hlýju og ástúð frá fyrsta degi. Það er erfitt að lýsa muninum á ópersónulegri stofnun og heimili fyrir þeim sem ekki þekkja til en sem betur fer þurfa fæst börn að kynnast öðru en eigin heimili. En sum okkar hefðum sennilega aldrei fengið að kynnast öðru en ópersónulegum stofnunum ef ekki hefði verið fyrir Kumbaravog og starf fósturforeldra minna þar. Þetta er hinn harði raunveruleiki málsins.
Frábær staður fyrir fjörmikinn strák
Ég var einn af þessum krökkum sem var ekki mikið gefinn fyrir bókina og inniveru en hafði þeim mun meira gaman af allri útiveru, leikjum úti í náttúrunni, og öllum verklegum framkvæmdum og stússi. Fyrir ungan strák, fullan af atorku og sköpunarkrafti, var Kumbaravogur og Stokkseyri hálfgerð paradís. Athafnafrelsið og rýmið til að athafna sig var nánast ótakmarkað, hvort heldur við að smíða kofa í túninu heima, rækta grænmeti og halda gæludýr, eða við að klambra saman fleka og stunda siglingar í fjörunni á Stokkseyri, eða þá leita að hreiðrum í móunum norður af Kumbaravogi.
Sjálfur hafði ég sérstaklega gaman af öllu sem laut að trésmíðum og var ávallt stoltur væri mér trúað fyrir krefjandi verkefni. Afstaðan á Kumbaravogi var sú að leyfa okkur að þroskast í gegnum krefjandi leik og starf, og mistækist okkur var okkur kennt að reyna aftur og gera betur. Ávallt var reynt að sjá til þess að við hefðum nægan efnivið og verkfæri í leiki okkar og uppátæki. Og fósturforeldrar mínir treystu mér og kenndu mér að treysta á sjálfan mig.
Þetta hafði mótandi áhrif á mig og lífshlaup mitt. Ég var nítján ára gamall þegar ég byggði mitt eigið einbýlishús á Stokkseyri sem ég hef búið í með konu minni og fjölskyldu allar götur síðan. Í starfi mínu sem smiður og verktaki á Suðurlandi hef ég notið góðs af því veganesti sem ég fékk og þeim lífsgildum sem ég lærði á Kumbaravogi. Dugnaður fósturforeldra minna við að ferðast með sinn stóra barnahóp um byggðir Íslands og óbyggðir hafði líka mótandi áhrif á áhugamál mín og minnar fjölskyldu.
Féllum vel inn í hópinn á Stokkseyri
Ég hafði frá fyrstu tíð góð samskipti við önnur börn og unglinga á Stokkseyri og mér fannst að við krakkarnir á Kumbaravogi hefðum ætíð fallið vel inn í hópinn og aðlagast vel lífinu á Stokkseyri. Ég varð þess aldrei áskynja að litið væri á okkur með neinum öðrum hætti en önnur börn í þorpinu og minnist þess ekki að við höfum skorið okkur úr á neinn hátt hvað varðar klæðaburð, námsaðstöðu eða aðbúnað. Í þessu sem öðru tókst fósturforeldrum mínum að skapa okkur eðlilegar fjölskylduaðstæður. Ég eignaðist strax góða vini í þorpinu sem sumir eru enn á meðal minna nánustu vina. Og þar kynntist ég einnig konu minni og lífsförunaut. Við höfum nú verið gift í tæp þrjátíu ár. Drengirnir okkar nutu þess ætíð að eiga ömmu og afa á Kumbaravogi. Hanna fósturmóðir mín var einstaklega elskuleg og hlýleg kona sem börnum fannst undantekningarlaust gott að vera nálægt. Dagleg umhyggja hennar fyrir barnahópnum fannst mér nánast takmarkalaus. Kristján fósturfaðir minn er hlýr og traustur maður, föðurlegur og gat verið strangur en þó umfram allt sanngjarn maður. Það hef ég fundið í öllum mínum samskiptum við hann í rúma fjóra áratugi. Mannúð og trúfesta hefur einkennt allt líf hans til þessa dags.
Hlýleikar með okkur fóstursystkinunum
Þegar við krakkarnir á Kumbaravogi uxum úr grasi og fórum að heiman dreifðumst við um landið og heiminn eins og gengur. Við höfum þó reynt að hafa samband, ekki síst á hátíðarstundum. Ég hef alla tíð átt góð samskipti við fóstursystkini mín og hefur það ekki breyst eftir að umræðan um Kumbaravog hófst. Ég hef fylgst með umræðunni og verð að viðurkenna að það er margt í henni sem ég á erfitt með að fá botn í. Ég kýs að líta svo á að sumt í þessari skrýtnu umræðu sé einfaldlega byggt á misminni eða misskilningi. Ummæli um að við börnin höfum stöðugt verið send á aðra bæi til að vinna eru dæmi um það. Ég minnist þess ekki að við höfum hjálpað til á öðrum bæjum utan einu sinni öll þau ár sem ég hef þekkt til Kumbaravogs, og þá stuttlega við kartöfluuppskeru. Ummæli um að við höfum sýknt og heilagt verið að safna peningum fyrir hjálparstarf eru af sama sauðahúsi. Viðtókum einu sinni á ári þátt í slíkri söfnun fyrir hjálparstarf og ég er raunar stoltur að því. Ummæli um að okkur hafi verið haldið stíft að vinnu, við höfum hvorki haft tíma til tómstunda né náms, eru illskiljanleg í mínum huga. Við unnum síst meira en krakkar á öðrum bæjum í kringum okkur, áherslan á menntun og uppbyggileg tómstundamál var meiri hjá okkur ef eitthvað er.
Niðurlag
Þegar ég hafði lokið við þessi skrif á Þorláksmessu birtist í Morgunblaðinu aðsend grein, Kumbaravogsbörnin" (bls. 34-35), þar sem vegið er með afar ósanngjörnum hætti að fósturföður mínum og æskuheimili mínu. Sú grein ber ekki vott um virðingu fyrir umfjöllunarefninu. Þar er endurtekin ýmis gagnrýni á Kumbaravog sem við fósturbörn Hönnu og Kristjáns höfðum hrakið lið fyrir lið í yfirlýsingu sem birtist í DV í mars sl. og vitnað var til í Morgunblaðinu 9. desember sl. Í greininni er einnig endurtekin sú firra að við börnin á Kumbaravogi hefðum ein byggt húsin á lóðinni, en sjálfur þekki ég persónulega á þriðja tug iðnaðarmanna sem komu að þeim framkvæmdum. Þá er í greininni gert lítið úr viðhorfum okkar, meirihluta fósturbarnanna á Kumbaravogi, sem lýst höfum þakklæti til Kristjáns og Hönnu. Þannig er í senn farið neikvæðum orðum um heimili okkar og gert lítið úr dómgreind okkar sem fullorðinna einstaklinga. Þessi framsetning er óviðeigandi. Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að yfirlýsing okkar var algerlega að okkar eigin frumkvæði og án vitneskju fósturföður okkar.
Ég geri mér grein fyrir því að einstaklingar geta upplifað æskuár sín með ólíkum hætti, og að ævikjör manna ráða því líka að einhverju leyti hvaða blæ æskuminningar fá á fullorðinsárunum.
En við verðum öll að reyna að gæta sanngirni í umræðu um fortíð okkar og halda til haga staðreyndum málsins. Annars er hætta á að við særum fólk að ósekju.
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
Erlent
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.