Leita í fréttum mbl.is

Íþróttamaður ársins er kona !

Þorsteinn Gunnarsson formaður SÍ afhendir Margréti Láru...Kæra Margrét Lára til hamingju með kjör sem íþróttamaður ársins 2007.  Þú átt þennan titil svo sannarlega skilið eftir frábæra frammistöðu síðustu tvö ár.  Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þér og þínu liði.

Viðtak þitt eftir afhendingu verðlaunaða ætti að vera mörgum, ekki íþróttamönnum, hvatning til góðra verka og meta fjöldann í kringum sig hvort heldur sem er í íþróttum eða öðrum félagsmálum.  Það var einstaklega ánægjulegt að heyra hve hlýtt þú hugsar til hópsins og hve mikils þú metur fólkið í kringum þig. 

Það er vissulega rétt að íþróttafólk er öðru fólki á öllum aldri mikil hvatning og því er það sérlega mikilvægt að það fólk sem í framlínunni stendur sé öðrum góð fyrirmynd.  Það er akkúrat fólki eins og þér að þakka að börnin okkar leitast við að standa sig vel í íþróttum sem er afar brýnt þar sem næsta besta forvörn barna eru einmitt íþróttirnar.  Ef börn iðka íþróttir eru mun minni líkur á að þau leiðist út í óæskilegan félagsskap eða hefji drykkju ung.  Takk fyrir það!


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki ekki hvernig þessi íþróttakona gat farið fram hjá mér.....ég hef bara aldrei heyrt nafnið á þessari stúlku. Svona getur maður verið úti að skíta.........finnst reyndar íþróttir fá mikið vægi í öllu sem heitir forvarnir......ekki það að ég sé á móti íþróttum heldur hefur það verið sýnt að börn sem stunda listnám, eins og tónlistarnám eru bara í nokkuð góðum málum hvað varðar forvarnir. Verst er að sú staðreynd hefur aldrei náð til eyrna þeirra háu herra sem ákveða í hvað aurar okkar skattgreiðenda eiga að fara í. Það er heimur og haf á milli opinbera fjárframlaga til íþróttaiðkunar og listnáms barna. Eða eins og einhver sagði einhvern tíma ...... "það er ótrúlegt þetta íþróttadekur".......Góðar stundir.

Jóna Jóns (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Jóna Jóns, íþróttaiðkun barna nýtur engra opinberra styrkja, annarra en húsaleigustyrkja.  Ríkið eða sveitarfélög greiða ekki laun þjálfara, né greiða íþróttafélögum rekstrarstyrki.

Snorri Örn Arnaldsson, 28.12.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Kæa Jóna Jóns,

Það er rétt, listnám ýmiskonar hefur gott forvarnargildi og af því verður ekki skafið.  Reyndar nýtur listnám styrkjar s.s. í gegnum frístundarkortið hér í Reykjavík.  En hinsvegar er rík þörf á endurskipulagningu listnáms þó sérstaklega tónlistarnáms í Reykjavík.  Það "kvóta" kerfi sem er við líðin vegna tónlistakennslu í Reykjavík er löngu úrelt kerfi og því verður að breyta.  Í dag er staðan sú að það geta ekki allir grunnskólar borgarinnar boðið nemendum uppá tónlistarnám í skólanum  þrátt fyrir að geta hugsanlega gengið til samninga við skóla sem ekki eru með umræddan "kvóta" enn aðrir skólar eru hinsvegar með skerta tónlistarkennslu.  Þessu þarf að breyta og koma ekki bara tónlistar heldur einnig listnámi meira inní grunnskóla borgarinnar með meira vægi.

Kæri Snorri Örn,

Ríki og borg koma vissulega ríkulega að starfi íþróttafélaga með einum eða öðrum hætti.  Þó svo ríki eða borg greiði ekki beint laun þjálfara þá kemur talsvert fjármagn frá þeim.  Eftir því sem ég best veit þá greiðir borgin laun íþróttafulltrúa félaganna.

Óttarr Makuch, 28.12.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Góður punktur varðandi íþróttafulltrúa félaganna, þeir nýtast þó ekki aðeins börnum sem stunda íþróttir heldur öllum þeim sem taka þátt í starfi íþróttafélaganna.  Það þarf hins vegar ekki að leita langt (fjárlög íslenska ríkisins) til að sjá að íþróttadekrið er langt að baki listadekrinu, þar sem mun stærri fjárhæðum er varið til uppbyggingar og viðhalds íslenskrar listar.  Ég ætla ekkert að efast um gagnsemi þeirra fjármuna, enda oft um mikil verðmæti að ræða.  Ég get því ómögulega séð að íþróttir fái opinbert fjármagn umfram listir.

Snorri Örn Arnaldsson, 29.12.2007 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband