28.12.2007 | 23:14
Íþróttamaður ársins er kona !
Kæra Margrét Lára til hamingju með kjör sem íþróttamaður ársins 2007. Þú átt þennan titil svo sannarlega skilið eftir frábæra frammistöðu síðustu tvö ár. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þér og þínu liði.
Viðtak þitt eftir afhendingu verðlaunaða ætti að vera mörgum, ekki íþróttamönnum, hvatning til góðra verka og meta fjöldann í kringum sig hvort heldur sem er í íþróttum eða öðrum félagsmálum. Það var einstaklega ánægjulegt að heyra hve hlýtt þú hugsar til hópsins og hve mikils þú metur fólkið í kringum þig.
Það er vissulega rétt að íþróttafólk er öðru fólki á öllum aldri mikil hvatning og því er það sérlega mikilvægt að það fólk sem í framlínunni stendur sé öðrum góð fyrirmynd. Það er akkúrat fólki eins og þér að þakka að börnin okkar leitast við að standa sig vel í íþróttum sem er afar brýnt þar sem næsta besta forvörn barna eru einmitt íþróttirnar. Ef börn iðka íþróttir eru mun minni líkur á að þau leiðist út í óæskilegan félagsskap eða hefji drykkju ung. Takk fyrir það!
Margrét Lára íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
337 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil ekki ekki hvernig þessi íþróttakona gat farið fram hjá mér.....ég hef bara aldrei heyrt nafnið á þessari stúlku. Svona getur maður verið úti að skíta.........finnst reyndar íþróttir fá mikið vægi í öllu sem heitir forvarnir......ekki það að ég sé á móti íþróttum heldur hefur það verið sýnt að börn sem stunda listnám, eins og tónlistarnám eru bara í nokkuð góðum málum hvað varðar forvarnir. Verst er að sú staðreynd hefur aldrei náð til eyrna þeirra háu herra sem ákveða í hvað aurar okkar skattgreiðenda eiga að fara í. Það er heimur og haf á milli opinbera fjárframlaga til íþróttaiðkunar og listnáms barna. Eða eins og einhver sagði einhvern tíma ...... "það er ótrúlegt þetta íþróttadekur".......Góðar stundir.
Jóna Jóns (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:31
Jóna Jóns, íþróttaiðkun barna nýtur engra opinberra styrkja, annarra en húsaleigustyrkja. Ríkið eða sveitarfélög greiða ekki laun þjálfara, né greiða íþróttafélögum rekstrarstyrki.
Snorri Örn Arnaldsson, 28.12.2007 kl. 23:33
Kæa Jóna Jóns,
Það er rétt, listnám ýmiskonar hefur gott forvarnargildi og af því verður ekki skafið. Reyndar nýtur listnám styrkjar s.s. í gegnum frístundarkortið hér í Reykjavík. En hinsvegar er rík þörf á endurskipulagningu listnáms þó sérstaklega tónlistarnáms í Reykjavík. Það "kvóta" kerfi sem er við líðin vegna tónlistakennslu í Reykjavík er löngu úrelt kerfi og því verður að breyta. Í dag er staðan sú að það geta ekki allir grunnskólar borgarinnar boðið nemendum uppá tónlistarnám í skólanum þrátt fyrir að geta hugsanlega gengið til samninga við skóla sem ekki eru með umræddan "kvóta" enn aðrir skólar eru hinsvegar með skerta tónlistarkennslu. Þessu þarf að breyta og koma ekki bara tónlistar heldur einnig listnámi meira inní grunnskóla borgarinnar með meira vægi.
Kæri Snorri Örn,
Ríki og borg koma vissulega ríkulega að starfi íþróttafélaga með einum eða öðrum hætti. Þó svo ríki eða borg greiði ekki beint laun þjálfara þá kemur talsvert fjármagn frá þeim. Eftir því sem ég best veit þá greiðir borgin laun íþróttafulltrúa félaganna.
Óttarr Makuch, 28.12.2007 kl. 23:59
Góður punktur varðandi íþróttafulltrúa félaganna, þeir nýtast þó ekki aðeins börnum sem stunda íþróttir heldur öllum þeim sem taka þátt í starfi íþróttafélaganna. Það þarf hins vegar ekki að leita langt (fjárlög íslenska ríkisins) til að sjá að íþróttadekrið er langt að baki listadekrinu, þar sem mun stærri fjárhæðum er varið til uppbyggingar og viðhalds íslenskrar listar. Ég ætla ekkert að efast um gagnsemi þeirra fjármuna, enda oft um mikil verðmæti að ræða. Ég get því ómögulega séð að íþróttir fái opinbert fjármagn umfram listir.
Snorri Örn Arnaldsson, 29.12.2007 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.