Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan kom í heimsókn á aðfangadag

Það var skemmtilegur aðfangadagur í gær en ég held samt að yfir daginn hafi hápunktur dóttur minnar verið þegar hún fékk heimsókn frá lögreglunni.  Hún hafði verið svo klár og svarað öllum umferðarspurningunum rétt sem hún skilaði inn.  Heppnin var svo með henni því hún var dregin út og fékk sendan bókaglaðning frá lögreglunni.  Hún hefur gert lítið annað en að lesa bókina fyrir litlu systur sína, já og segja henni mikilvægi þess að líta til beggja hliða áður en maður gengur yfir götu.

Nú þegar ég kom heim eftir hádegið eftir óvenju stuttan vinnudag þ.e ekki nema 4 klukkustundir eða svo þá var hafist handa við að undirbúa pakkaútkeyrsluna sem er allaf eitt af því skemmtilegasta sem maður gerir á hverjum jólum - alltaf gott að fá smákökur í hverju húsi þó svo maður hafi nú alls ekki gott af því að borða svo mikið sem eina köku.

Eftir pakkaútkeyrsluna fóru allir að taka sig til og fara í sitt fínasta púss áður en við færum til tengdaforeldranna til þess að halda aðfangakvöld.  Borðaður var dýrindismatur sem sumir skoluðu niður með eðal rauðvíni en aðrir bara með árgerð 2007 af jólaöli frá Agli Skallagrímssyni (góður árgangur það).  En auðvitað er alltaf mest spennandi hjá krökkum á öllum aldri þegar byrjað er að taka upp jólapakkana - það var alltaf skemmtilegt þegar dæturnar spurðu "hvenær megum við byrja að taka upp jólapakka" - þessi spurning kom á u.þ.b 5-10 mín fresti allt kvöldið Smile og þær voru reyndar alveg steinhissa að hvað tíminn var lengi að líða.

En allt tekur þetta enda og þegar búið var að ganga frá öllu sem við kom matarborðinu þá var gengið í það mikla verk að taka upp jólapakkana.  Þar kom ýmislegt í ljós og fengu allir eitthvað fallegt.  Þegar þessari aðgerð lauk má segja að stelpurnar hafi verið orðnar frekar þreyttar enda tók þetta örugglega rúmar tvær klukkustundir eða svo.

Það gátu því allir haldið til koju saddir, sælir og glaðir með boðskap jólanna í huga nú sem endranær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

 Er ekki bara verið að leita að nýjustu tilnefningu Sjálfstæðisflokksins.

hehehehehehehehe

Skjalfti (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Það skildi þó aldrei vera, enda væri það gott val ef svo væri

Óttarr Makuch, 26.12.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband