Leita í fréttum mbl.is

Jólavina samsærið

find-santa-claus-10

Eins og á mörgum vinnustöðum þá er leyni jólavinaleikur í gangi.  Alveg þrælmagnaður leikur og skemmtileg afþreying til þess að lífga uppá snjólausa jólatíð.  En nú er það komið á hreint þ.e jólavina samsærið.....

Leyni jólavinur minn byrjaði með pomp og prakt á þriðjudaginn var með því að skreyta skrifborðið mitt með fallegri jólaseríu og beið mín einnig þessi fína jóla kanna undir kaffisopann úr kaffigarðinum.  Ég var svo lánssamur að minn var virkur en hinsvegar var vinkona mín hér með algjörlega óvirkan leyni jólavin.

En hvað gerðist !!??

Minn hvarf og jólavinur vinkonu minnar birtist svo um munaði og hefur verið í stanslausu starfi frá því á þriðjudaginn - Samsærið er því að hann hefur hugsanlega komið mínum leyni jólavin fyrir kattanef - tekið pakkana og er nú að nýta sér þær til þess að gleðja sinn vin - ekki slæmt það......

en hér með er auglýst eftir leyni jólavini mínum...... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er sniðugt með leynivini. Heyðri þetta fyrst í fyrra hjá Helgu bloggvinkonu.

Gleðileg jól Otti minn til þín og þinna.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.12.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðileg jól, og takk fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.12.2007 kl. 02:53

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Gleðileg jól Otti, og farsælt komandi ár, þakka kynnin á árum liðnum..

Eiður Ragnarsson, 24.12.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband