Leita í fréttum mbl.is

Grafarholtsbúar til hamingju með daginn

IMG_1177-vef
Það var sannkallaður gleðidagur meðal íbúa Grafarholts í dag, því skóflustunga að Sæmundarskóla var tekinn.  Þrátt fyrir kaldan vind þá leyndi sér ekki brosið á öllum þeim sem á svæðinu voru. Dagskráin hófst kl. 14.20 með ræðu skólastjórans og svo sagði Kristján Alex sem er nemandi í skólanum nokkur vel valinn orð.  Þegar Borgarstjórinn hafði lokið máli sínu var ekkert að vandbúnaði að hefjast handa og taka skóflustunguna.  Borgarstjórinn fékk öfluga hjálp frá nemendum skólans því fimm nemendur aðstoðuðu hann.  Síðan frumfluttu börnin texta eftir Hugrúnu Ragnarsdóttur sem á tvö börn í skólanum, við lag eftir Guðna Franzson.

Það hefur verið ákaflega skemmtilegt verkefni að vinna að sjálfstæði skólans eins og Kristján Alex komst svo skemmtilega að orði.  En sjálfstæðið var ekki það eina sem unnið hefur verið að því einnig hefur verið unnið að því að stækka skólann miðað við fjölda nemenda og fá íþróttahús við hann sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegum hugmyndum R-Listans en með dyggri aðstoð sjálfstæðismanna í borginni þá hefur þessi draumur nú orðið að veruleika.

Kynning_VA_modelmynd_krop

Stjórn verklegra framkvæmda er hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Arkitektar eru VA arkitektar. Verkfræðihönnun er hjá Almennu verkfræðistofunni, Rafteikningu og Línuhönnun.
Áætlaður heildarkostnaður við byggingu og lóð er um 1.780 millj. króna. 
Stefnt er að því taka bygginguna í notkun í byrjun árs 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband