Leita í fréttum mbl.is

Enn um Siðmennt

"Ég fagna því ef Siðmennt vill nú styðja kristinfræðikennslu og trúarbragðafræðslu í skólum eins og fram kemur í opna bréfi félagsins til mín. Það er sannarlega gleðilegt ef Siðmennt vill taka þannig höndum saman við Þjóðkirkjuna."

Hér að ofan er texti sem Biskup Íslands skrifaði í opnu bréfi til Siðmenntar þann 7 desember s.l.  Margir hefðu túlkað þessi orð sem útrétta sáttarhönd kirkjunnar til Siðmenntar.  Því hryggir mig nýútkomið opið bréf Siðmenntar til Biskups í dag.

Þar kemur fram svo ekki verði um villst að stjórn Siðmenntar virðist ekki vilja komast að friðsamlegri niðurstöðu miðað við niðurlag bréfsins, en þar segir

"Siðmennt hefur áhyggjur af ófriði um skólastarf og vill leggja sitt af mörkum til þess að friður náist um það. Friður kemst ekki á nema skólar verði lausir undan ágangi trúboðs".

Hvað fellst annars í þessari setningu annað en þau einföldu skilaboð, við sættum okkur ekki við neitt annað en okkar sjónarmið, eða hvað?

En hvers vegna getur ekki náðst friður í grunnskólastarfi landsins nema ef allir sættu sig við stefnu Siðmenntar?

Ég trúi því ekki að fólk geti ekki fundið lausn á þessu máli á friðsamlegan hátt án þess að vera senda opin bréf fram og til baka því það er deginum ljósara að sátt næst ekki í þessum málum á blaðsíðum dagblaðanna.

Væri til dæmis ekki hægt að fá samþykki foreldra eða forráðamanna barna líkt og gert er í leik- og grunnskólum fyrir myndatökum og vettvangsferðum.  Þar gæfist þeim hópi fólks sem ekki vill að barn sitt taki þátt í trúarlegum athöfnum s.s. heimsóknum í kirkjur, litun á trúarbragðamyndum ofl. kostur á því að segja nei við beiðninni og barnið færi þá t.d á aðra staði þegar farið væri í kirkjur og fengi aðrar myndir þegar verið væri að lita.  Ef presturinn hverfisins kæmi svo í heimsókn þá væri barninu einfaldlega boðið að kíkja við á bókasafni skólans þar sem það gæti dundað sér við lestur nú eða aðra iðju á meðan heimsókninni stæði.

Sama á við þegar helgileikurinn er æfður eða leikinn í skólanum, þá fengi barni einfaldlega önnur verkefni, af nógu er af taka og mörg eru tækifærin.

Ég vil hinsvegar fagna þeim upplýsingum sem ég hef nú fengið frá Siðmennt að það hafi aldrei staðið til af þeirra hálfu að taka út páska- eða jólaföndur eða almenna trúarbragðafræðslu.  Því eitt það mikilvægasta í uppeldi barns er öflug trúarbragaðafræðsla og þar mætti alveg skoða þann möguleika að prestur tækju að sér almenna kristinfræðslu, munkur tæki að sér Búddafræðin, heimspekingar gætu tekið það fag osfrv. Hugnanlega væri hægt að hafa sérstakan trúarfræðslumánuð í skólum þar sem yngri bekkingum væri kynnt öll trúarbrögð lítilsháttar en eldri bekkingum boðið uppá námskeið í öllum helstu trúar eða rökhugsunarfræðum.  Gæti þetta verið lausn sem flestir gætu sætt sig við?  Það vita það allir að það mun aldrei koma lausn fram sem allir verða sáttir við í einu og öllu.  Verð ég því að lýsa yfir óánægju minni með niðurlag bréfs Siðmenntar

 "Siðmennt hefur áhyggjur af ófriði um skólastarf og vill leggja sitt af mörkum til þess að friður náist um það. Friður kemst ekki á nema skólar verði lausir undan ágangi trúboðs".

Það er kannski rétt að setja það einnig hér fram að ég er ekki hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og tel þetta samband vera bundið órjúfanlegum tengslum í sögu- og menningu landsins.  Þrátt fyrir að önnur lönd hafi kosið að slíta í sundur ríki og kirkju þá er ekki þar með sagt að við eigum að gera það líka.  Þvert á móti eigum við að sýna stöðuleika og staðfestu með öflugu starfi kirkjunnar og menntastofnanna landsins.


mbl.is Siðmennt svarar biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú vera að rugla saman trúboði og fræðslu um trúarbrögð, tvennt mjög ólíkt.

Sáttarhönd Biskups ummorða ég svona: Þar sem þið hafið skipt um skoðun vill ég að við tökum höndum saman um að gera þetta.

Siðmennt hefur ekki skipt um skoðun og þeir vita vel að hugmyndir kirkjunnar um kristnifræðslu snúast um að boða kristni í skólum. Þetta er því ekki sáttarhönd til þeirra, heldur í besta lagi klór í bakkan. Þarna er verið að láta þetta mál líta öðruvísi út en það er í raun og veru.

Siðmennt vill aðeins að farið sé eftir þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. Er óeðlilegt að þeir sætti sig ekki við málamiðlun? 

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:47

2 identicon

"...barnið færi þá t.d á aðra staði þegar farið væri í kirkjur og fengi aðrar myndir þegar verið væri að lita.  Ef presturinn hverfisins kæmi svo í heimsókn þá væri barninu einfaldlega boðið að kíkja við á bókasafni skólans þar sem það gæti dundað sér við lestur nú eða aðra iðju á meðan heimsókninni stæði."

Þú leggur til aðskilnað, mismunun vegna trúarbragða. Grunnskólalög leggja bann við slíku og Mannréttindanefnd SÞ hefur fordæmt einmitt þetta.

Reynir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 00:37

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Kristinn af hverju á meirihlutinn að lúffa fyrir minnihlutanum??? Og það enginn smá meirihluti!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 10.12.2007 kl. 02:14

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þrátt fyrir stór orð þá hefur kirkjan seint sínt umburðarlindi sitt í verki. Hvar er umburðarlindið gagnvart trúleysingjum? Ætli þeir fari ekki allir til helvítis sé svarið? Aðskilnaðarstefna í trúarbrögðum eins margir heittrúaðir leggja til er ávísun upp á klofning þjóðarinnar. Grunnskóli á að vera menntastofnun. Krikjan hefur sínar stofnanir styrktar með skattfé. Afhverju þarf hún tvær?

Fannar frá Rifi, 10.12.2007 kl. 02:14

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Margrét:

Kristinn af hverju á meirihlutinn að lúffa fyrir minnihlutanum??? Og það enginn smá meirihluti!!!

Í könnun sem Þjóðkirkjan sjálf sá um sögðust 52% vera trúaðir og kristnir. Þar sem skekkjumörkin voru stærri en +/- 2%, þá er þetta einmitt smá meirihluti, hann er á mörkum þess að vera mælanlegur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2007 kl. 02:22

6 identicon

"Kristinn af hverju á meirihlutinn að lúffa fyrir minnihlutanum??? Og það enginn smá meirihluti!!!"

Á meirihlutinn að fá að pína og drepa minnihlutann, bara afþví hann vill það? 

Til að koma í veg fyrir svona höfum við td. mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur sama gildi lög á Íslandi, eða reyndar oftast meira gildi en lög á Íslandi. Börn eiga ekki að þurfa að líða fyrir trúarskoðanir foreldra sinna í skólum, alveg sama hvað trúarskoðun foreldranna er óalgeng. 

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 03:10

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er enginn að lúffa fyrir neinum, heldur er fyrst og fremst verið að taka tillit til allra. 

Ef þetta er að lúffa á þá ekki einnig að banna myndatökur í leik- og grunnskólum landsins þar sem þar eru foreldrar og forráðamenn sem banna að teknar séu myndir af þeirra börnum, það er heldur ekkert óeðlilegt við það því það er einfaldlega þeirra val.  Þegar myndatökur eru svo í skólunum fá þessi börn einfaldlega önnur verkefni.  Sama gildir ef foreldrar eða forráðamenn óska eftir því að börn þeirra taki ekki þátt í neinu kristilegu starfi þá einfaldlega fá þau önnur verkefni.  Getur ekki verið einfaldara.

En kæri Guðmundur,

Það vantar ekki uppá dramantíkina - það er enginn að tala um að pína eða drepa neinn.

Óttarr Makuch, 10.12.2007 kl. 08:18

8 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

"Kristinn af hverju á meirihlutinn að lúffa fyrir minnihlutanum??? Og það enginn smá meirihluti!!!"

Af þeirru einföldu ástæðu að meiri- eða minnihluti á ekki skipta máli þegar kemur að jafnræði og mannréttindum. Þannig eru samkynhneigðir og þeldökkir í miklum minnihluta á Íslandi. Dettur einhverjum í hug að þessir hópar eigi þá ekki að njóta jafnræðis?  

Opinberir skólar og opinberar stofnanir eiga að vera fyrir alla. Siðmennt hefur barist fyrir því frá upphafi að vernda rétt allra til að hafa sína lífsskoðun.

Úr stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum:

"Stjórn Siðmenntar telur að markmið stjórnvalda eigi að vera að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur. "

Sigurður Hólm Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 10:18

9 Smámynd: Óttarr Makuch

Sigurður þú segir eiginlega allt sem segja þarf

"Opinberir skólar og opinberar stofnanir eiga að vera fyrir alla. Siðmennt hefur barist fyrir því frá upphafi að vernda rétt allra til að hafa sína lífsskoðun".

Þá væntanlega ertu sammála því að það þurfi að finna lausn sem hentar bæði þeim sem kristnir eru og þeim sem trúlausir eru eða er það ekki??

Þá get ég ekki betur séð að sú tillaga sem ég skrifaði um gæti hentað okkur báðum ágætlega eða hvað?

Óttarr Makuch, 10.12.2007 kl. 22:01

10 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Óttarr ég sé að það er mikið af fólki hér inni sem mér finnst vera gjörsalega siðlaust.

Eigum við ekki bara að taka öll okkar gömlu góðu gildi og fleigja þeim fyrir einhverju liði sem er fast í eigin skoðunum. Eigum við ekki bara að gefa allt upp á bátinn útaf einhverjum minnihluta.

Ég er ekki einu sinni fyrir að mæta í kirkju, en ég tel að sé rétt af mér að kenna syni mínum kristinn boðskap. Allavega það sem ég þekki til boðskaparins er ekkert nema gott.

Durkheim talaði einmitt um það um leið og límið í samfélaginu færi að minnka, þá yrði meiri upplausn, frekari sjálfsvíg og fleira. Mér sýnist nú á fréttum og því sem er að gerast í kringum okkur að upplausnin og fíflalætin í samfélaginu séu orðin einum of mikil.  Fólk hugsar ekki neitt orðið, keyrir of hratt, keyrir á fólk, brýtur lögin hægri vinstri, fremja rán, berja fólk, ofbeldi í Miðbænum og fleira. Það er greinilega ekki verið að lifa eftir góðum boðskap lengur og það er svona einstaklingum eins og sumum hér að ofan að kenna.

Alltaf bros og hlýjar kveðjur til þín Óttar,

Inga  

Inga Lára Helgadóttir, 10.12.2007 kl. 22:45

11 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Öll gildi eru hvort sem er dauð, drengjum verður örugglega bannað eftir smá tíma að bjóða dömu upp á dans, því að það er í andstöðu við homma og lesbíur (ég er alls ekki á móti þeim og þekki fullt af samkynheigðu fólki), en bráðum verður allt bannað af þessu liði sem vilja stíga okkur öllum í sundur for good !!

Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 10.12.2007 kl. 22:47

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"af þessu liði sem vilja stíga okkur öllum í sundur for good"

Baráttan fyrir því að trúboð sé ekki stundað í skólum snýst einmitt um að börn séu saman en ekki aðgreind út frá trúarskoðunum.  Þessi vonda samlíking gengur því alls ekki upp.  Það eru trúmenn sem vilja skilja börnin að - ekki þeir sem andmæla trúboði í skólum.

Þess má geta að þeir sem berjast gegn trúboði í skólum hafa einnig verið framarlega í réttindabaráttu samkynhneigðra. 

Matthías Ásgeirsson, 10.12.2007 kl. 23:08

13 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það er ekkert að því að kenna okkar gömlu góðu gildi, það er enginn að segja að þurfi að taka þau upp. En hinsvegar finnst mér allt í lagi að kunna eitthvað um hin líka, eins og í FB þá þurfti ég að hafa ýmislegt á hreinu fyrir próf, og ekki hefði verið verra að hafa undirbúning úr grunnskóla. En mér finnst ekki hægt hvernig verið er sífellt að berjast á móti samfélaginu eins og við þekkjum það

Inga Lára Helgadóttir, 11.12.2007 kl. 11:57

14 identicon

Góð grein Óttarr, vel rökstudd. 

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:54

15 identicon

Góð færsla hjá þér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband