Leita í fréttum mbl.is

Boðið á enda

Það skemmtilega við öll boð eru fólkið sem í þeim eru.  Í kvöld vorum við með 15 manna veislu sem heppnaðist ljómandi vel. 

Buðum gestunum uppá

Forréttur - Grafið lambafille með rauðvíns edik sósu og rifsberjum

Aðalréttur - Svínalundir sem fylltar voru með sólþurrkuðum tómötum, olivum, fetaosti og sveppum ásamt tilheyrandi meðlæti s.s. osta piparsósu, soðnu grænmeti, eplasalatinu hennar tengdamömmu ofl.

Eftirréttur - Fljúgandi dreki, súkkulaði og vanillu ís.  Fljúgandi dreki er heitur réttur sem inniheldur drekaávöxt, mangó, banana, róló og snickers.

Farið var vítt og breytt í spjallinu, alveg frá trúmálum yfir í trúleysingjamál, bílum yfir í báta, nágrönnum yfir í vini og vinstri grænum yfir í sjálfstæðisflokkinn.  Það er því hægt að segja að farið hafi verið um víðan völl í umræðunum það er einmitt það sem gerir svona boð svo skemmtileg því þar eiga öll sjónarmið rétt á sér þó svo allir séu ekki endilega alveg sammála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Um ég fæ vatn í munninn og þetta hefur verið skemmtilegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.12.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband