Leita í fréttum mbl.is

Vinnufundur, Vitlaus jakkaföt - Jólahlaðborð og LanMót

stiginn-minniDagurinn hófst eins og um virkan dag var að ræða.  Vaknaði kl sjö og var kominn niður í Þjóðmenningarhús kl átta þrjátíu þar sem deildin sem ég starfa í var með vinnufund í vinnustofu Hannesar Hafstein.  Fundurinn var bæði fræðandi og skemmtilegur.  Þegar góðum vinnufundi var lokið ákvað ég að tölta á hina einu sönnu verslunargötu Reykjavíkur.  Þar var ótrúlegur mannfjöldi miðað við kuldann, það er ótrúlegt hve mikið aðdráttarafl þessi gata hefur þegar maður gæti verið í hlýjunni í Kringlunni eða Smáralind en aftur á móti hafa þeir staðir ekki upp á sama sjarma og hin eina sanna verslunargata hefur.

Ekki hafði ég gengið lengi í kuldanum að ég ákvað að sækja mér smá il með því að skjótast inní verslun - sem reyndar var fataverslun og ekki úr vegi að kíkja á einhver föt fyrir kvöldið enda vorum við hjónin að fara á jólahlaðborð hjá fyrirtækjasviði Símans.  Nokkrum "köllunum" fátækari gekk ég út sæll og glaður með nýju fötin enda fengið góða þjónustu í búðinni.  Á heimleiðinni gæddum við hjónin okkur á ljúffengu kaffi frá Kaffitár.

Þegar líða tók á daginn og stytta tók í að hátíðarhöldin hæfust á hjara veraldar nánar tiltekið Haukahúsinu í Hafnarfirði (væri kannski eðlilegra að segja í Grindavík, Reykjanesbæ eða kerskála 3 í Straumsvík) og ég ætlaði að fara taka mig til og opnaði jakkafatapokann þá kom hið óvænta í ljós Woundering jakkafötin sem ég keypti voru bara alls ekki í pokanum, heldur einhver allt önnur sem væri nú kannski allt í lagi ef þau væru ekki nema svona u.þ.b 10 númerum of lítil GetLost hefði ekki einu sinni komið stóru tánni í buxurnar þó svo ég hefði notast við drullusokk LoL en eru það ekki akkúrat svona tilfelli sem geta komið manni til þess að hlæja - kannski að þessi ágætis afgreiðslumaður hafi verið að benda mér á að vera enn duglegri í ræktinni en ég er og hugsanlega að benda mér á að fara í styttingu og ef heppnin væri með mér þá gæti ég kannski farið í fötin svona uppúr 2012 eða 2014 en hver veit! 

Ekki var maður að láta þetta atvik mikið á sig fá heldur brosti maður og hafði gaman af þessu, eða er það ekki Smile christmas

Á jólahlaðborðinu fóru söngvararnir Davíð og Stefán veislustjórarnir hreinlega á kostum, þeir náðu ótrúlegum tökum á salnum og ég held ég geti fullyrt að hver einasti maður (konur eru líka menn :-) hafi þjálfað vel brosvöðvana í andlitinu þetta kvöldið.  Maturinn var stórkostlegur og mætti ég þá helst nefna gæsina, hreindýrið og purusteikina að öllu öðru ólöskuðu.  Skemmtinefndin hafði greinilega lagt mikið á sig við skipulagninguna og á hún mikið HRÓS skilið fyrir eitt besta jólaboð sem ég hef farið á - Takk fyrir okkur.

110896En kvöldinu var síður en svo lokið því á heimleiðinni þá kom maður að sjálfssögðu við á LanMóti starfsmannafélags Símans sem stendur yfir helgina.  Þar voru saman komnir einstaklingar með eitt markið að leiðarljósi - Drepa sem flesta - Deyja sjálfir og ýta svo á "restart".  Ótrúlega gaman að sjá LanMót í "action" kannski að maður taki sjálfur þátt á næsta LanMóti félagsins - hver veit!

Sem sagt stórskemmtilegur dagur á enda og maður getur glaður farið að halla sér og farið að hlakka til morgundagsins, enda margt á döfinni fyrir þann ágæta sunnudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband