Leita í fréttum mbl.is

Við munum hlæja ef hún verður ...ráðherra

Það hefur sjaldan verðið nauðsynlegra en nú að koma fram með frumvarp um að breyta starfstitlum ráðherra.  En ég tel þetta hinsvegar vera óþarfa áhyggjur hjá Steinunni og held að hún þurfi ekki að skammast sín fyrir að bera ráðherranafnið fái hún tækifæri til þess, það mun örugglega enginn hlæja að þeirri nafnbót nema ef hún yrði fjármálaráðherra svona miðað við árangur hennar hér í höfuðborginni og þá miklu skuldarsöfnun sem átti sér stað í tíð hennar sem borgarstjóra eða á ég kannski að segja borgarstýru.

En til gamans þá eru hér nokkrar tillögur fyrir nöfn á tiltlum ráðherra

Tillaga númer 1 - Halda núverandi nöfnum á starfstitlum, ráðherra verður áfram ráðherra.

Aðrar tillögur 

Forsætisráðherra - Forstjóri // aðrir ráðherrar - framkvæmdastjórar

Forsætisráðherra - Framkvæmdastjóri // aðrir ráðherrar - forstöðumenn

Forsætisráðherra - Forstöðumaður // aðrir ráðherrar - deildastjórar

Forsætisráðherra - Forsætisráðunautur // aðrir ráðherrar - ráðunautar

Forsætisráðherra - Forsætistæknir // aðrir ráðherrar ráðuneytistækn

En er þetta ekki bara full langt gengið að vilja breyta fyrst og fremst breytinganna vegna.


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé nú ekki ástæðu til að breyta starfsheitinu ráðherra ekki frekar en þegar Villi Egils vildi færa til klukkuna á Íslandi vor og haust líkt og gert er víða í Evrópu. Hann vildi að við færðum klukkuna fram um eina klukkustund á sumrin en vissi ekki að við erum á sumartíma allt árið. Það hefði verið eðlilegra að færa klukkuna aftur að hausti. En svona er þetta, þingmenn eyða kröftum sínum í óþarfa og illa unnin mál.

Birkir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ekki er nú öll vilteysan eins.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 23:21

3 identicon

Heil og sæll

Vildi bara koma inn einni athugasemd.  Er ekki kominn tími á nýjar myndir af fallegu fjölskyldunni? 

Knús á liðið

 Hulda

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband