Leita í fréttum mbl.is

Nei þú ert í brúnum skóm

Þið megið koma inn, þið megið ekki koma inn, þið megið koma inn eða þið megið ekki koma inn.  Þið megið kannski koma inn seinna en bara ekki núna en samt erum við ekki að hafna ykkur heldur bara svona halda ykkur í vissri fjarlægð.  Auðvitað eru ástæður fyrir því að þið getið ekki komið inn þið eruð til að mynda í brúnum skóm eða með ljóta gleraugu en hafa ber í huga að við höfum samt aldrei hafnað ykkur að koma inn svo komið endilega inn en bara ekki strax.

Hverskonar vitleysa er þetta, af hverju getur UMFÍ ekki einfaldlega gefið út þá ástæðu sem fyrir liggur þegar ákvörðun um að hleypa ÍBR ekki inn í ungmennafélagið.   Ef það er peningalegs eðlis hvert er þá feimnismálið, þá ætti Helga Guðrún einfaldlega að segja það.

Skildi Lottó-ið vera orðið eins og peningagræðgi Landsbjargar?  En báðir þessir aðilar eru að vinna gott starf í þágu samfélagsins. 


mbl.is Barist um lottópeningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband