Leita í fréttum mbl.is

Brúðkaup aldarinnar - er í kvöld

Til hamingju verðandi brúðhjón með daginn, þetta er mikil hátíð og gleðidagur.  Án efa einn stærsti dagur í lífi hvers einstaklings að játa heit sín fyrir ástvini sínum, Guði, fjölskyldu og vinum.

Eitt er alveg á kristal tæru og það er að brúðkaup ársins ef ekki aldarinnar fer fram í dag, allavega ef tekið er mið af einum af fjölmiðli brúðhjónanna. 

Það hafa verið sagðar fréttir um brúðkaupið á hverjum degi núna í nokkra daga.  Allt frá því hver raðar réttunum á diskana upp í það að segja okkur frá því að uppáhaldslitur brúðarinnar sé svartur og því ætli hún að klæðast svörtum brúðarkjöl.  Það má auðvitað heldur ekki gleyma að segja okkur fréttaþyrsta landanum að þau hafi leigt sér bílastæði fyrir u.þ.b fjögur hundruð þúsund krónur til þess að láta reisa bráðabirgðabyggingu við Listasafnið. 

Ég hefði einfaldlega ekki geta sofið vært ef ég hefði ekki fengið þessar fréttir af framgangi mála.  Enda bíðum við fjölskyldan spennt því við erum svo heppinn að þessi ágætu brúðhjón eiga sjónvarpsstöð og því hljótum við að fá að taka þátt í gleðinni með þeim alla leið - þetta verður allt sýnt "Live" beint úr Listasafninu, og um leið verður þetta fyrsta íslenska brúðkaupið sem rúmlega þrjúhundruð þúsund gestir verða "viðstaddir".

Kæru búðhjón enn og aftur til hamingju með daginn.  Kæru landsmenn nær og fjær til hamingju með daginn og góða skemmtun í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband