Leita í fréttum mbl.is

Samstarf leik- og grunnskóla, allra hagur

Það er alveg ljóst að það væri allra hagur ef samstarf leik- og grunnskóla borgarinnar væri meira.  Nú þegar tími vetrarfría og starfsdaga er hjá leik- og grunnskólum borgarinnar eru foreldrar á þönum við að reyna eftir fremsta megni að púsla saman dögunum.  Í dag er samhæfing leik- og grunnskólanna sáralítið þegar kemur að þessum fríum.  Til að mynda er vetrafrí í Sæmundarskóla í Grafarholti frá miðvikudegi til þriðjudags og svo er frí í Maríuborg hér í Grafarholti á miðvikudaginn.  Þetta þýðir að við þurfum að taka 5 frídaga þegar við gætum sparað okkur 1 frídag og tekið bara 4 daga núna og átt fleiri sumarfrís daga í sumar, þegar skólinn er lokaður í tvo mánuði og leikskólinn í einn.

Þetta er klárlega málefni fyrir leikskóla- og menntaráð að samhæfa betur með það í huga að fækka þeim frídögum sem foreldrar og forráðamenn þurfa að taka yfir veturinn.  Þeir geta þá verið fleiri daga með fjölskyldunni allri á sumrin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Satt segir þú Gummi, en þar sem íþróttafélagið hér í hverfinu virðist vera handónýtt þar sem yfirstjórn félagsins sér ekki ástæðu til þess að virkja betur starfsemina hér - þá er frekar lítið gagn af þeim.  Hinsvegar er athugandi að virkja skátanna eða ÍTR betur hér, mér vitandi þá eru skátarnir ekki farnir að starfa hér en þá, en það kannski kemur.

Óttarr Makuch, 30.10.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sonur minn er í Hvassaleitisskóla,þar hefur verið í tvígang kosið um það hvort skólinn ætti að taka upp vetrarfrí,það hefur verið fellt bæði skiptin og ég vona að það verði áfram,vetrarfrí er í raun ekkert annað en vandræði fyrir foreldra,skólinn hættir aðeins fyrr á vorin ég held 2 dögum fyrr.

María Anna P Kristjánsdóttir, 31.10.2007 kl. 10:47

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hvar er hverfaráðið?  Er búin að leita að því logandi ljósi síðan snemma í haust.  (Sjá blogg á síðunni minni um Reynisvatnsás).  Sjáumst annars þann 15.  Bestu kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 2.11.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband